Góða ferð Kári Stefánsson skrifar 9. október 2017 07:00 Opið bréf til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi forsætisráðherra þjóðarinnar. Sigmundur Davíð, það var nokkuð skondið viðtalið sem var tekið við þig í Kastljósi fimmtudaginn þann 28. september. Spyrillinn var ungur maður og glæsilegur í skærbláum jakkafötum og geislaði af honum sjarminn. Ég hef lengi verið á þeirri skoðun að það ætti að setja lögbann á þá hugmynd að stilla upp mönnum eins og honum í mynd með mönnum eins og mér og þér. Ég hefði haldið að við værum nægilega púkalegir í sjálfum okkur þótt það væri ekki verið að bjóða upp á þann möguleika að bera okkur saman við þetta. Síðan tók ég eftir því að pilturinn valdi ekki endilega spurningar í þeim tilgangi að láta þér líða vel. Það er alltaf betra þegar spyrlarnir velja þægilegar spurningar og væri ekkert á móti því að setja ný lög um ríkisútvarpið þar sem þeir yrðu skikkaðir til þess að gera það, alltaf. Það væri svolítið í anda þess þegar lærifaðir þinn Jónas frá Hriflu lét setja lög um samræmda stafsetningu. Það er að vísu alltaf sá möguleiki fyrir hendi að kverúlantarnir bregðist við slíku með tómum leiðindum eins og þegar fánaberi þeirra á sínum tíma, Steinn Steinarr, samdi ljóðið Samræmt göngulag fornt, sem svar við stafsetningarbrölti Jónasar. Spurning spjátrungsins sem þú áttir greinilega erfiðast með var hvaðan kröfur í íslensku bankana sem þið hjónin áttuð hefðu komið. Svar þitt sem er í raun réttri ekkert svar hljómaði svona: „Allar þessar kröfur eru kröfur sem eru í eðli sínu eins og kröfur alls þess fólks sem átti peninga í bönkunum fyrir hrun.“ Ég er ekki í nokkrum vafa um það Sigmundur Davíð að þú veist að þetta er steypa. Fólkið sem átti peninga í bönkunum fyrir hrun eignaðist ekki kröfur í þrotabú bankanna við hrunið. Þeir sem eignuðust kröfur í þrotabú bankanna voru þeir sem tóku þótt í fjármögnun þeirra á annan máta en með því að eiga í þeim sparifé. Fyrir hrun voru þessar kröfur nær alfarið í eigu stórra stofnana og peningamarkaðssjóða. Það var ekki fyrr en undir það síðasta, rétt fyrir fall bankanna, að farið var að selja kröfurnar á spottprís og lítil eignarhaldsfélög eins og Wintris fóru að kaupa þær. Eftir hrun voru þær svo á útsölu og hljóta að hafa verið góð kaup þeim sem töldu sig vita hvernig íslensk stjórnvöld myndu halda á málum, að maður tali nú ekki um þá sem réðu því. Sem forsætisráðherra barst þú endanlega ábyrgð á þeim samningum sem voru gerðir við kröfuhafana og lést samt engan vita að þú værir einn af þeim. Þú varst beggja vegna borðsins í þeim samningum. Þótt við göngum út frá því sem vísu að kröfurnar sem þú áttir hafi ekki haft áhrif á það hvernig þú tókst afstöðu til samninganna, þá er það samt siðlaus glæpur að upplýsa ekki þjóðina um þennan eignarhlut. Ég held að það væri í samræmi við hefð að kalla þann glæp sem sitjandi forsætisráðherra fremur gegn hagsmunum þjóðar sinnar landráð. En kannski er það of djúpt í árinni tekið og kannski ættum við bara að kalla þetta slys sem átti sér stað vegna þess að þú varst of upptekinn við að stjórna landinu. Án tillits til þess hvora nafngiftina við kjósum þá held ég að sú staðreynd að þú varst einn af kröfuhöfunum sem þú varst að semja við fyrir okkar hönd geri það að verkum að við viljum þig ekki nálægt Alþingi og fyndist eðlilegt að þú flyttist til Panama þar sem þú gætir endað hvert einasta kvöld á því að dansa vangadans við meyjuna Wintris, sem virðist hafa farið með þig eins og Eva fór með Adam í aldingarðinum forðum daga. Góða ferð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Stefánsson Skoðun Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt ! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena J. Mörtudóttir Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena J. Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt ! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Sjá meira
Opið bréf til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi forsætisráðherra þjóðarinnar. Sigmundur Davíð, það var nokkuð skondið viðtalið sem var tekið við þig í Kastljósi fimmtudaginn þann 28. september. Spyrillinn var ungur maður og glæsilegur í skærbláum jakkafötum og geislaði af honum sjarminn. Ég hef lengi verið á þeirri skoðun að það ætti að setja lögbann á þá hugmynd að stilla upp mönnum eins og honum í mynd með mönnum eins og mér og þér. Ég hefði haldið að við værum nægilega púkalegir í sjálfum okkur þótt það væri ekki verið að bjóða upp á þann möguleika að bera okkur saman við þetta. Síðan tók ég eftir því að pilturinn valdi ekki endilega spurningar í þeim tilgangi að láta þér líða vel. Það er alltaf betra þegar spyrlarnir velja þægilegar spurningar og væri ekkert á móti því að setja ný lög um ríkisútvarpið þar sem þeir yrðu skikkaðir til þess að gera það, alltaf. Það væri svolítið í anda þess þegar lærifaðir þinn Jónas frá Hriflu lét setja lög um samræmda stafsetningu. Það er að vísu alltaf sá möguleiki fyrir hendi að kverúlantarnir bregðist við slíku með tómum leiðindum eins og þegar fánaberi þeirra á sínum tíma, Steinn Steinarr, samdi ljóðið Samræmt göngulag fornt, sem svar við stafsetningarbrölti Jónasar. Spurning spjátrungsins sem þú áttir greinilega erfiðast með var hvaðan kröfur í íslensku bankana sem þið hjónin áttuð hefðu komið. Svar þitt sem er í raun réttri ekkert svar hljómaði svona: „Allar þessar kröfur eru kröfur sem eru í eðli sínu eins og kröfur alls þess fólks sem átti peninga í bönkunum fyrir hrun.“ Ég er ekki í nokkrum vafa um það Sigmundur Davíð að þú veist að þetta er steypa. Fólkið sem átti peninga í bönkunum fyrir hrun eignaðist ekki kröfur í þrotabú bankanna við hrunið. Þeir sem eignuðust kröfur í þrotabú bankanna voru þeir sem tóku þótt í fjármögnun þeirra á annan máta en með því að eiga í þeim sparifé. Fyrir hrun voru þessar kröfur nær alfarið í eigu stórra stofnana og peningamarkaðssjóða. Það var ekki fyrr en undir það síðasta, rétt fyrir fall bankanna, að farið var að selja kröfurnar á spottprís og lítil eignarhaldsfélög eins og Wintris fóru að kaupa þær. Eftir hrun voru þær svo á útsölu og hljóta að hafa verið góð kaup þeim sem töldu sig vita hvernig íslensk stjórnvöld myndu halda á málum, að maður tali nú ekki um þá sem réðu því. Sem forsætisráðherra barst þú endanlega ábyrgð á þeim samningum sem voru gerðir við kröfuhafana og lést samt engan vita að þú værir einn af þeim. Þú varst beggja vegna borðsins í þeim samningum. Þótt við göngum út frá því sem vísu að kröfurnar sem þú áttir hafi ekki haft áhrif á það hvernig þú tókst afstöðu til samninganna, þá er það samt siðlaus glæpur að upplýsa ekki þjóðina um þennan eignarhlut. Ég held að það væri í samræmi við hefð að kalla þann glæp sem sitjandi forsætisráðherra fremur gegn hagsmunum þjóðar sinnar landráð. En kannski er það of djúpt í árinni tekið og kannski ættum við bara að kalla þetta slys sem átti sér stað vegna þess að þú varst of upptekinn við að stjórna landinu. Án tillits til þess hvora nafngiftina við kjósum þá held ég að sú staðreynd að þú varst einn af kröfuhöfunum sem þú varst að semja við fyrir okkar hönd geri það að verkum að við viljum þig ekki nálægt Alþingi og fyndist eðlilegt að þú flyttist til Panama þar sem þú gætir endað hvert einasta kvöld á því að dansa vangadans við meyjuna Wintris, sem virðist hafa farið með þig eins og Eva fór með Adam í aldingarðinum forðum daga. Góða ferð.
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar