Costco hefur engar áætlanir um að fara inn á tryggingamarkaðinn á Íslandi Birgir Olgeirsson skrifar 9. október 2017 12:30 Vöruhús Costco í Garðabæ. Vísir/Ernir Bandaríska verslanakeðjan Costco hefur ekki í hyggju að fara inn á tryggingamarkaðinn á Íslandi. Þetta segir Sue Knowles, markaðsstjóri Costco í Bretlandi, í svari við fyrirspurn Vísis. Costco selur tryggingar í þremur löndum, Bandaríkjunum, Kanada og Bretlandi, en í þeim löndum býður fyrirtækið viðskiptavinum sínum upp á að kaupa bíltryggingu, heimilistryggingu, tanntryggingu, sjúkratryggingu og fyrirtækjatryggingu. „Við höfum engar áætlanir á þessum tímapunkti að bjóða meðlimum upp á tryggingar,“ segir Sue Knowles í svari til Vísis og segir jafnframt að umræður um slíkt hafi ekki farið fram innan fyrirtækisins. Samkeppniseftirlitið lýsti því yfir á fundi efnahags- og viðskiptanefndar í mars í fyrra að tryggingamarkaðurinn hér á landi væri fákeppnismarkaður.Í kjölfarið fór fram mikil umræða á Alþingi um tryggingamarkaðinn sem Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna hóf. Þar benti hann á að þrjú stór tryggingafélög hér á landi, VÍS, Sjóvá og TM, áformuðu að greiða arð upp á 9,6 milljarða króna. Bjarni Benediktsson, þáverandi fjármálaráðherra, sagði við það tilefni að íslenskur almenningur hefði ekki þolinmæði fyrir því að svo ríflegar arðgreiðslur færu fram á sama tíma og iðgjöldin fyrir lögboðnar tryggingar væru hækkaðar. Frosti Sigurjónsson, þáverandi þingmaður Framsóknarflokksins, sagði í umræðu á Alþingi að samkeppniseftirlitið hefði greint frá því á fundi efnahags- og viðskiptanefndar að vert væri að skoða hvort eðlilegt sé að góð afkoma af sjóðum tryggingafélaganna ætti einnig að renna til viðskiptavina í einhverjum mæli. Talaði Frosti fyrir því að endurvekja samvinnutryggingafélög og gagnkvæm tryggingafélög sem væru rekin með því sjónarmiði að afgangur af rekstri þeirra rynni til viðskiptavinanna. Costco Mest lesið Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Viðskipti innlent Margrét hættir sem forstjóri Nova Viðskipti innlent „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Viðskipti innlent Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Innlent Fleiri fréttir Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Sjá meira
Bandaríska verslanakeðjan Costco hefur ekki í hyggju að fara inn á tryggingamarkaðinn á Íslandi. Þetta segir Sue Knowles, markaðsstjóri Costco í Bretlandi, í svari við fyrirspurn Vísis. Costco selur tryggingar í þremur löndum, Bandaríkjunum, Kanada og Bretlandi, en í þeim löndum býður fyrirtækið viðskiptavinum sínum upp á að kaupa bíltryggingu, heimilistryggingu, tanntryggingu, sjúkratryggingu og fyrirtækjatryggingu. „Við höfum engar áætlanir á þessum tímapunkti að bjóða meðlimum upp á tryggingar,“ segir Sue Knowles í svari til Vísis og segir jafnframt að umræður um slíkt hafi ekki farið fram innan fyrirtækisins. Samkeppniseftirlitið lýsti því yfir á fundi efnahags- og viðskiptanefndar í mars í fyrra að tryggingamarkaðurinn hér á landi væri fákeppnismarkaður.Í kjölfarið fór fram mikil umræða á Alþingi um tryggingamarkaðinn sem Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna hóf. Þar benti hann á að þrjú stór tryggingafélög hér á landi, VÍS, Sjóvá og TM, áformuðu að greiða arð upp á 9,6 milljarða króna. Bjarni Benediktsson, þáverandi fjármálaráðherra, sagði við það tilefni að íslenskur almenningur hefði ekki þolinmæði fyrir því að svo ríflegar arðgreiðslur færu fram á sama tíma og iðgjöldin fyrir lögboðnar tryggingar væru hækkaðar. Frosti Sigurjónsson, þáverandi þingmaður Framsóknarflokksins, sagði í umræðu á Alþingi að samkeppniseftirlitið hefði greint frá því á fundi efnahags- og viðskiptanefndar að vert væri að skoða hvort eðlilegt sé að góð afkoma af sjóðum tryggingafélaganna ætti einnig að renna til viðskiptavina í einhverjum mæli. Talaði Frosti fyrir því að endurvekja samvinnutryggingafélög og gagnkvæm tryggingafélög sem væru rekin með því sjónarmiði að afgangur af rekstri þeirra rynni til viðskiptavinanna.
Costco Mest lesið Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Viðskipti innlent Margrét hættir sem forstjóri Nova Viðskipti innlent „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Viðskipti innlent Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Innlent Fleiri fréttir Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Sjá meira