Nemendur hafa verið án námsgagna í fimm vikur Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 20. september 2017 20:00 Í Víðistaðaskóla í Hafnarfirði eru 710 nemendur sem hafa verið í skólanum í fimm vikur án þess að hafa stílabækur eða ritföng. Um miðjan júlí síðastliðinn ákvað fræðsluráð Hafnarfjarðar að gera grunnskóla bæjarins gjaldfrjálsa og útvega nemendum öll námsgögn endurgjaldslaust. Víðistaðaskóli hefur aftur á móti eingöngu fengið brotabrot af þeim gögnum og í vikunni misstu kennarar þolinmæðina og létu foreldra vita á Facebook. Þar segir að ekkert bóli á stílabókum og barist sé um örfáar reikningsbækur sem hafi borist. Einnig að kennarar hafi þurft að finna til blýantsstubba í skrifborðsskúffum og skápum. Skólastjórinn, Hrönn Bergþórsdóttir, segir mistökin vera hjá birgi.Hrönn Bergþórsdóttir, skólastjóri, segir mistökin vera hjá Pennanum.vísir/sigurjón„Við fengum alltaf þau svör frá Pennanum að þetta væri að koma öðru hvoru megin við helgina. Svo kom kannski svolítið og við reyndum að deila því út en við erum búin að vera með mikið langlundargeð. Ég verð að segja það," segir Hrönn. En birgirinn staðfesti þó í dag að gögnin komi á morgun, nú er að sjá hvort það standist. Hrönn hrósar kennurum fyrir útsjónarsemi, til að mynda útikennslu, og ótrúlega þolinmæði síðustu vikur. „Þetta reynir á. Þetta reynir mjög á. Og í dag eða þessa viku var þolinmæðin á þrotum," segir Hrönn. Jónatan Hertel, formaður foreldrafélags Víðistaðaskóla segir foreldra undrast hve langan tíma það hefur tekið að leysa málið. „Okkur finnst þetta bara óþolandi og ólíðandi. Þetta er sérstaklega slæmt því þetta hefur verið svo lengi. Börnin eiga ekki einu sinni blýanta, hins vegar eru þau komin með strokleður. Ég veit ekki hvað þau eiga að nota það í," segir Jónatan. Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira
Í Víðistaðaskóla í Hafnarfirði eru 710 nemendur sem hafa verið í skólanum í fimm vikur án þess að hafa stílabækur eða ritföng. Um miðjan júlí síðastliðinn ákvað fræðsluráð Hafnarfjarðar að gera grunnskóla bæjarins gjaldfrjálsa og útvega nemendum öll námsgögn endurgjaldslaust. Víðistaðaskóli hefur aftur á móti eingöngu fengið brotabrot af þeim gögnum og í vikunni misstu kennarar þolinmæðina og létu foreldra vita á Facebook. Þar segir að ekkert bóli á stílabókum og barist sé um örfáar reikningsbækur sem hafi borist. Einnig að kennarar hafi þurft að finna til blýantsstubba í skrifborðsskúffum og skápum. Skólastjórinn, Hrönn Bergþórsdóttir, segir mistökin vera hjá birgi.Hrönn Bergþórsdóttir, skólastjóri, segir mistökin vera hjá Pennanum.vísir/sigurjón„Við fengum alltaf þau svör frá Pennanum að þetta væri að koma öðru hvoru megin við helgina. Svo kom kannski svolítið og við reyndum að deila því út en við erum búin að vera með mikið langlundargeð. Ég verð að segja það," segir Hrönn. En birgirinn staðfesti þó í dag að gögnin komi á morgun, nú er að sjá hvort það standist. Hrönn hrósar kennurum fyrir útsjónarsemi, til að mynda útikennslu, og ótrúlega þolinmæði síðustu vikur. „Þetta reynir á. Þetta reynir mjög á. Og í dag eða þessa viku var þolinmæðin á þrotum," segir Hrönn. Jónatan Hertel, formaður foreldrafélags Víðistaðaskóla segir foreldra undrast hve langan tíma það hefur tekið að leysa málið. „Okkur finnst þetta bara óþolandi og ólíðandi. Þetta er sérstaklega slæmt því þetta hefur verið svo lengi. Börnin eiga ekki einu sinni blýanta, hins vegar eru þau komin með strokleður. Ég veit ekki hvað þau eiga að nota það í," segir Jónatan.
Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira