„Lægstu laun á Íslandi eru skammarlega lág“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. september 2017 10:29 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Vísir/Stefán Stjórn VR krefst þess í komandi kjaraviðræðum að persónuafsláttur einstaklinga verði hækkaður í takt við launaþróun frá árinu 1990. Lægstu laun hér á landi séu skammarlega lág og duga ekki til framfærslu hjá fjölda fólks. Þetta sé eitt stærsta vandamálið í íslensku samfélagi í dag að því er fram kemur í grein Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, á vefsíðu félagsins. „Lægstu laun á Íslandi eru skammarlega lág og duga ekki til framfærslu hjá fjölda fólks. Þetta er eitt stærsta vandamálið í íslensku samfélagi í dag. Og þetta er ástæða þess að stjórn VR krefst þess í komandi kjaraviðræðum að persónuafsláttur verði hækkaður í takt við launaþróun frá árinu 1990. Skattbyrði lægstu launa hefur hækkað meira en annarra tekjuhópa á undanförnum árum. Það má að stærstum hluta skýra með því að persónuafsláttur hefur ekki haldið í við þróun launa. Félagsmenn VR á lægstu laununum greiddu ekki skatt af launum sínum fyrir árið 1998 en frá þeim tíma hefur skattbyrði alls launafólks aukist - þeirra lægstlaunuðu þó mest. Skattbyrði lágmarkslauna hjá VR er nú um 16% sem er svipað og skattbyrði meðallauna VR félaga var árið 1990. Á myndinni má sjá þróun lágmarkslauna í samanburði við skattleysismörk, en dregið hefur sundur með þeim nánast ár frá ári frá aldamótum,“ segir í greininni. Þá er það rakið hvað persónuafslátturinn ætti að vera í dag ef hann hefði haldið í við verðbólgu og ef hann hefði verið bundinn við launavísitölu frá árinu 1990. „Persónuafsláttur er jöfnunartæki, hann er krónutala sem þýðir að sá sem er með lægstu launin heldur eftir hlutfallslega meiru af sínum tekjum að teknu tilliti til skatta en sá sem hefur hærri laun. Jöfnunaráhrif hans minnka augljóslega ef hann heldur ekki í við þróun launa. Persónuafsláttur er í dag tæplega 53 þúsund krónur á mánuði. Hann væri 67 þúsund krónur hefði hann haldið í við verðbólgu og 112 þúsund krónur ef hann hefði verið bundinn launavísitölu frá árinu 1990. Lægstu laun eru 280 þúsund krónur á mánuði í dag og að af þeim eru greiddir skattar, 46 þúsund krónur.“Grein Ragnars má lesa í heild sinni hér. Kjaramál Tengdar fréttir Vill leysa upp Framtakssjóð Íslands: „Yfirbygging sjóðsins er með þvílíkum ólíkindum“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að leysa hefði upp Framtakssjóðs Íslands árið 2014. 30. ágúst 2017 11:30 Boðsferðirnar áttu að sökkva með hruninu „Þetta er ólíðandi og við eigum ekki að láta bjóða okkur þetta,“ segir formaður VR. 5. september 2017 06:00 Kjarasamningum VR líklega sagt upp Yfirgnæfandi líkur eru á því að kjarasamningum VR verði sagt upp í febrúar að sögn formanns félagsins. Hann vísar til forsendubrests og segir að úrskurðir kjararáðs verði notaðir sem viðmið í kjarabaráttunni. 30. ágúst 2017 20:00 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðnu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Sjá meira
Stjórn VR krefst þess í komandi kjaraviðræðum að persónuafsláttur einstaklinga verði hækkaður í takt við launaþróun frá árinu 1990. Lægstu laun hér á landi séu skammarlega lág og duga ekki til framfærslu hjá fjölda fólks. Þetta sé eitt stærsta vandamálið í íslensku samfélagi í dag að því er fram kemur í grein Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, á vefsíðu félagsins. „Lægstu laun á Íslandi eru skammarlega lág og duga ekki til framfærslu hjá fjölda fólks. Þetta er eitt stærsta vandamálið í íslensku samfélagi í dag. Og þetta er ástæða þess að stjórn VR krefst þess í komandi kjaraviðræðum að persónuafsláttur verði hækkaður í takt við launaþróun frá árinu 1990. Skattbyrði lægstu launa hefur hækkað meira en annarra tekjuhópa á undanförnum árum. Það má að stærstum hluta skýra með því að persónuafsláttur hefur ekki haldið í við þróun launa. Félagsmenn VR á lægstu laununum greiddu ekki skatt af launum sínum fyrir árið 1998 en frá þeim tíma hefur skattbyrði alls launafólks aukist - þeirra lægstlaunuðu þó mest. Skattbyrði lágmarkslauna hjá VR er nú um 16% sem er svipað og skattbyrði meðallauna VR félaga var árið 1990. Á myndinni má sjá þróun lágmarkslauna í samanburði við skattleysismörk, en dregið hefur sundur með þeim nánast ár frá ári frá aldamótum,“ segir í greininni. Þá er það rakið hvað persónuafslátturinn ætti að vera í dag ef hann hefði haldið í við verðbólgu og ef hann hefði verið bundinn við launavísitölu frá árinu 1990. „Persónuafsláttur er jöfnunartæki, hann er krónutala sem þýðir að sá sem er með lægstu launin heldur eftir hlutfallslega meiru af sínum tekjum að teknu tilliti til skatta en sá sem hefur hærri laun. Jöfnunaráhrif hans minnka augljóslega ef hann heldur ekki í við þróun launa. Persónuafsláttur er í dag tæplega 53 þúsund krónur á mánuði. Hann væri 67 þúsund krónur hefði hann haldið í við verðbólgu og 112 þúsund krónur ef hann hefði verið bundinn launavísitölu frá árinu 1990. Lægstu laun eru 280 þúsund krónur á mánuði í dag og að af þeim eru greiddir skattar, 46 þúsund krónur.“Grein Ragnars má lesa í heild sinni hér.
Kjaramál Tengdar fréttir Vill leysa upp Framtakssjóð Íslands: „Yfirbygging sjóðsins er með þvílíkum ólíkindum“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að leysa hefði upp Framtakssjóðs Íslands árið 2014. 30. ágúst 2017 11:30 Boðsferðirnar áttu að sökkva með hruninu „Þetta er ólíðandi og við eigum ekki að láta bjóða okkur þetta,“ segir formaður VR. 5. september 2017 06:00 Kjarasamningum VR líklega sagt upp Yfirgnæfandi líkur eru á því að kjarasamningum VR verði sagt upp í febrúar að sögn formanns félagsins. Hann vísar til forsendubrests og segir að úrskurðir kjararáðs verði notaðir sem viðmið í kjarabaráttunni. 30. ágúst 2017 20:00 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðnu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Sjá meira
Vill leysa upp Framtakssjóð Íslands: „Yfirbygging sjóðsins er með þvílíkum ólíkindum“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að leysa hefði upp Framtakssjóðs Íslands árið 2014. 30. ágúst 2017 11:30
Boðsferðirnar áttu að sökkva með hruninu „Þetta er ólíðandi og við eigum ekki að láta bjóða okkur þetta,“ segir formaður VR. 5. september 2017 06:00
Kjarasamningum VR líklega sagt upp Yfirgnæfandi líkur eru á því að kjarasamningum VR verði sagt upp í febrúar að sögn formanns félagsins. Hann vísar til forsendubrests og segir að úrskurðir kjararáðs verði notaðir sem viðmið í kjarabaráttunni. 30. ágúst 2017 20:00