Mjaltakona fær 1,7 milljónir í vangoldin laun Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 21. september 2017 21:25 Konan starfaði við mjaltir á kúabúi að Grund í Eyjafirði Vísir/Stefán Hæstiréttur dæmdi í dag fyrirtækið Ljósaborg ehf skylt til að borga konu, sem hafði starfað hjá fyrirtækinu, vangoldin laun upp á 1.684.913 milljónir króna. Konan starfaði við mjaltir á kúabúi að Grund í Eyjafirði frá 1. september 2013 þar til samið var um starfslok hennar þann 11. júlí árið 2015. Sá konan sjálf um að skrá vinnutíma sína í dagbók búsins og þá bar hún einnig ábyrgð á að koma upplýsingum um vinnustundir til yfirmanns síns í lok hvers mánaðar.Ekki gerður skriflegur ráðningarsamningur Samkvæmt launaseðili konunnar frá maí 2014 voru samtals 75,6 yfirvinnutímar dregnir frá launum hennar vegna apríl mánaðar og 5,5 tímar vegna maímánaðar 2014. Leitaði konan réttar síns og komst að þvi að útreikningur launa hennar hafi ekki verið samkvæmt kjarasamningum. Ekki var gerður skriflegur ráðningarsamningur við konuna og var deilt um hvort samið hefði verið um rofinn vinnutíma. Í kjarasamingum um kaup og kjör starfsmanna sem vinna við almenn landbúnaðarstörf er kveðið á um að í ráðningarsamningi skuli koma fram ef sérstaklega væri samið um vinnutíma, meðal annars rofinn vinnutíma. Talið var að það væri á herðum Ljósaborgar að sanna hvort samið hefði verið eða ekki og hafi það ekki verið gert. Sem fyrr segir er fyrirtækinu skylt að borga konunni tæpar 1,7 miljónir króna og þá var því einnig gert að greiða konunni samtals 1,5 milljónir í málskostnað bæði í héraðsdómi og fyrir Hæstarétti. Dómsmál Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira
Hæstiréttur dæmdi í dag fyrirtækið Ljósaborg ehf skylt til að borga konu, sem hafði starfað hjá fyrirtækinu, vangoldin laun upp á 1.684.913 milljónir króna. Konan starfaði við mjaltir á kúabúi að Grund í Eyjafirði frá 1. september 2013 þar til samið var um starfslok hennar þann 11. júlí árið 2015. Sá konan sjálf um að skrá vinnutíma sína í dagbók búsins og þá bar hún einnig ábyrgð á að koma upplýsingum um vinnustundir til yfirmanns síns í lok hvers mánaðar.Ekki gerður skriflegur ráðningarsamningur Samkvæmt launaseðili konunnar frá maí 2014 voru samtals 75,6 yfirvinnutímar dregnir frá launum hennar vegna apríl mánaðar og 5,5 tímar vegna maímánaðar 2014. Leitaði konan réttar síns og komst að þvi að útreikningur launa hennar hafi ekki verið samkvæmt kjarasamningum. Ekki var gerður skriflegur ráðningarsamningur við konuna og var deilt um hvort samið hefði verið um rofinn vinnutíma. Í kjarasamingum um kaup og kjör starfsmanna sem vinna við almenn landbúnaðarstörf er kveðið á um að í ráðningarsamningi skuli koma fram ef sérstaklega væri samið um vinnutíma, meðal annars rofinn vinnutíma. Talið var að það væri á herðum Ljósaborgar að sanna hvort samið hefði verið eða ekki og hafi það ekki verið gert. Sem fyrr segir er fyrirtækinu skylt að borga konunni tæpar 1,7 miljónir króna og þá var því einnig gert að greiða konunni samtals 1,5 milljónir í málskostnað bæði í héraðsdómi og fyrir Hæstarétti.
Dómsmál Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira