Móðir lagði banka sem lánaði syninum milljónir fyrir Audi árið 2007 Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. september 2017 11:45 Héraðsdómur Norðurlands eystra á Akureyri. Vísir/pjetur Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur fellt úr gildi ákvörðun sýslumannsins á Norðurlandi eystra að nauðungarsala fari fram á fasteign konunnar. Hafði kona, búsett á Akureyri, ábyrgst lán sonar síns sem hann tók til að kaupa Audi-bifreið, að eigin sögn til að „búa til smá pening“. Rekja má málið aftur til ársins 2007 þegar sonur konunnar tók 3,5 milljóna lán hjá Sparisjóði Reykjavíkur til þess að kaupa Audi-bifreið að verðmæti 7,2 milljóna króna. Móðir hans ábyrgðist lánið og var fasteign hennar á Akureyri sett að veði til tryggingar skuldinni. Í dómi héraðsdóms kemur fram að sonur konunnar hafi greitt af láninu allt þangað til í ársbyrjun 2010. Fyrir dómi sagði sonurinn að ástæðan fyrir því að hann hætti að greiða af láninu hafi verið sú að hann hafi sótt um greiðsluaðlögun hjá Umboðsmanni skuldara, sem hafi bannað honum að borga af láninu. Fyrir dómi kom jafnframt að hugmyndin með bílakaupunum hafi verið að reyna að hagnast á þeim. Ætlaði hann að selja bifreiðin aftur með hagnaði. Þetta hafii hins vegar farið „eins illa og hægt var“ en „það einfaldlega hrundi markaðurinn í bílasölu og það seldist ekki neitt og ég sat uppi með þennan bíl,“ líkt og kom fram hjá syninum fyrir dómi.Konan býr á Akureyri.Vísir/PjeturTaldi að bankinn hefði átt að vita að sonurinn gæti ekki staðið undir afborgunum Þegar uppi var staðið var skuldin komin í 8,9 milljónir króna og var móðir mannsins í ábyrgð fyrir þeim. Árið 2015 fór Arion banki, sem hafði fengið skuldina framselda frá Dróma hf., fram á það að fasteign konunnar yrði seld nauðungarsölu. Sýslumaðurinn á Norðurlandi varð við beiðni Arion banka. Konan tók hins vegar til varna og vildi fá ákvörðun sýslumanns hnekkt. Byggði hún mál sitt meðal annars á því að Sparisjóður Reykjavíkur, upphaflegi lánveitandinn, hefði ekki staðið rétt að gerð greiðslumats þegar sonur hennar sótti um bílalánið. Framvísaði hún gögnum sem sýndu fram á það að mánaðarlegar tekjur sonar hennar og sambýliskonu þegar lánið var tekið árið 2007 hefðu ekki dugað fyrir mánaðarlegum útgjöldum. Voru mánaðarleg útgjöld þeirra alls 52.445 krónum hærri fjárhæð en mánaðarlegar ráðstöfunartekjur. Taldi hún að niðurstaða greiðslumats, sem benti til þess að sonur hennar gæti staðið við skuldbindingar sínar miðað við fjárhagsstöðu, væri röng. Taldi hún að ef réttilega hefði verið staðið að gerð greiðslumatsins hefði sonur hennar aldrei staðist greiðslumatið og því ekki fengið lánið. Miðað við fjármálasögu sonar hennar og sambýliskonu hefði bankanum mátt vera ljóst að þau gætu ekki staðið við skuldbindingar sínar. Við þær aðstæður hafi það verið ósanngjarnt að bankinn gæti velt áhættunni af lánveitingunni yfir á sig, að mati konunnar. Í dómi héraðsdóms segir að konan hafi leitt sterkar líkur að því að niðurstaða greiðslumatsins um að sonur hennar ætti að geta staðið við bílalánið væri röng. Þar segir jafnframt að þrátt fyrir að konan hafi sýnt af sér „talsvert fyrirhyggjuleysi“ með því að gangast í ábyrgð fyrir lánið hafi ekki verið sýnt fram á að hún hefði gert það, ef niðurstaða greiðslumatsins hefði verið á þá leið að sonur hennar gæti ekki staðið við lánaskuldbingar sínar. Var ákvörðun sýslumanns um að nauðungarsala fari fram á fasteign konunnar felld úr gildi. Þá þarf Arion banki jafnframt að greiða 1,7 milljón í málskostnað.Dóm héraðsdóms má sjá hér. Dómsmál Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira
Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur fellt úr gildi ákvörðun sýslumannsins á Norðurlandi eystra að nauðungarsala fari fram á fasteign konunnar. Hafði kona, búsett á Akureyri, ábyrgst lán sonar síns sem hann tók til að kaupa Audi-bifreið, að eigin sögn til að „búa til smá pening“. Rekja má málið aftur til ársins 2007 þegar sonur konunnar tók 3,5 milljóna lán hjá Sparisjóði Reykjavíkur til þess að kaupa Audi-bifreið að verðmæti 7,2 milljóna króna. Móðir hans ábyrgðist lánið og var fasteign hennar á Akureyri sett að veði til tryggingar skuldinni. Í dómi héraðsdóms kemur fram að sonur konunnar hafi greitt af láninu allt þangað til í ársbyrjun 2010. Fyrir dómi sagði sonurinn að ástæðan fyrir því að hann hætti að greiða af láninu hafi verið sú að hann hafi sótt um greiðsluaðlögun hjá Umboðsmanni skuldara, sem hafi bannað honum að borga af láninu. Fyrir dómi kom jafnframt að hugmyndin með bílakaupunum hafi verið að reyna að hagnast á þeim. Ætlaði hann að selja bifreiðin aftur með hagnaði. Þetta hafii hins vegar farið „eins illa og hægt var“ en „það einfaldlega hrundi markaðurinn í bílasölu og það seldist ekki neitt og ég sat uppi með þennan bíl,“ líkt og kom fram hjá syninum fyrir dómi.Konan býr á Akureyri.Vísir/PjeturTaldi að bankinn hefði átt að vita að sonurinn gæti ekki staðið undir afborgunum Þegar uppi var staðið var skuldin komin í 8,9 milljónir króna og var móðir mannsins í ábyrgð fyrir þeim. Árið 2015 fór Arion banki, sem hafði fengið skuldina framselda frá Dróma hf., fram á það að fasteign konunnar yrði seld nauðungarsölu. Sýslumaðurinn á Norðurlandi varð við beiðni Arion banka. Konan tók hins vegar til varna og vildi fá ákvörðun sýslumanns hnekkt. Byggði hún mál sitt meðal annars á því að Sparisjóður Reykjavíkur, upphaflegi lánveitandinn, hefði ekki staðið rétt að gerð greiðslumats þegar sonur hennar sótti um bílalánið. Framvísaði hún gögnum sem sýndu fram á það að mánaðarlegar tekjur sonar hennar og sambýliskonu þegar lánið var tekið árið 2007 hefðu ekki dugað fyrir mánaðarlegum útgjöldum. Voru mánaðarleg útgjöld þeirra alls 52.445 krónum hærri fjárhæð en mánaðarlegar ráðstöfunartekjur. Taldi hún að niðurstaða greiðslumats, sem benti til þess að sonur hennar gæti staðið við skuldbindingar sínar miðað við fjárhagsstöðu, væri röng. Taldi hún að ef réttilega hefði verið staðið að gerð greiðslumatsins hefði sonur hennar aldrei staðist greiðslumatið og því ekki fengið lánið. Miðað við fjármálasögu sonar hennar og sambýliskonu hefði bankanum mátt vera ljóst að þau gætu ekki staðið við skuldbindingar sínar. Við þær aðstæður hafi það verið ósanngjarnt að bankinn gæti velt áhættunni af lánveitingunni yfir á sig, að mati konunnar. Í dómi héraðsdóms segir að konan hafi leitt sterkar líkur að því að niðurstaða greiðslumatsins um að sonur hennar ætti að geta staðið við bílalánið væri röng. Þar segir jafnframt að þrátt fyrir að konan hafi sýnt af sér „talsvert fyrirhyggjuleysi“ með því að gangast í ábyrgð fyrir lánið hafi ekki verið sýnt fram á að hún hefði gert það, ef niðurstaða greiðslumatsins hefði verið á þá leið að sonur hennar gæti ekki staðið við lánaskuldbingar sínar. Var ákvörðun sýslumanns um að nauðungarsala fari fram á fasteign konunnar felld úr gildi. Þá þarf Arion banki jafnframt að greiða 1,7 milljón í málskostnað.Dóm héraðsdóms má sjá hér.
Dómsmál Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira