Norður-Kórea áskilur sér rétt til að skjóta niður sprengjuflugvélar Kjartan Kjartansson skrifar 25. september 2017 16:29 Ri Yong Ho, utanríkisráðherra Norður-Kóreu, hótar því að skjóta niður bandarískar herflugvélar. Vísir/AFP Utanríkisráðherra Norður-Kóreu fullyrti í dag að landið hefði rétt á að skjóta niður bandarískar herflugvélar jafnvel þó að þær séu ekki í lofthelgi þess. Hótanir Bandaríkjaforseta í garð ríkisins séu jafngildi stríðsyfirlýsingar. „Allur heimurnin ætti að muna skýrt að Bandaríkin voru fyrst til að lýsa yfir stríði,“ sagði Ri Yong Ho og vísaði til orða Donalds Trump á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í síðustu viku þar sem hann hótaði að gjöreyða Norður-Kóreu. Í ljósi þeirrar stríðsyfirlýsingar áskildi Ri Norður-Kóreu rétt til að skjóta niður bandarískar sprengjuflugvélar, að því er segir í frétt Washington Post. Spennan á Kóreuskaga hefur stigmagnast síðustu vikur með gífuryrðum sem hafa gengið á víxl á milli Trump og leiðtoga Norður-Kóreu. Ástæðan eru endurteknar tilraunir stjórnvalda í Pjongjang með kjarnavopn og langdrægar eldflaugar. Ri hefur sagt að Norður-Kóreumenn séu tilbúnir að prófa vetnissprengju yfir Kyrrahafi. Á föstudag sagði hann jafnframt óumflýjanlegt að Norður-Kóreumenn myndu skjóta eldflaugum á Bandaríkin vegna vanvirðingar Trump og Kim Jong-un, leiðtoga landsins. Kim kallaði Trump „andlega sturlaðan“ eftir ummæli þess síðarnefnda á allsherjarþinginu í síðustu viku. Norður-Kórea Tengdar fréttir Togstreitan eykst á Kóreuskaga Bandarískar sprengju-og orrustuþotur hafa aldrei á 21. öldinni flogið norðar meðfram austurströnd Norður-Kóreu en gert var í dag. Tilgangurinn var að sýna fram á þau miklu hernaðarúrræði sem Bandaríkjamenn hefðu yfir að ráða og jafnframt að þeir gætu mætt hvaða ógn sem væri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Pentagon, varnarmálastofnun Bandaríkjanna. 23. september 2017 23:57 Segir Trump og Kim Jong-un haga sér eins og leikskólabörn Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir að líkja megi orðaskaki Donald Trump Bandaríkjaforseta og Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu við slagsmál leikskólabarna 22. september 2017 23:30 Trump geltandi hundur í augum Norður-Kóreu Utanríkirsáðherra Norður-Kóreu vorkennir aðstoðarmönnum Bandaríkjaforseta. 21. september 2017 07:09 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fleiri fréttir Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Sjá meira
Utanríkisráðherra Norður-Kóreu fullyrti í dag að landið hefði rétt á að skjóta niður bandarískar herflugvélar jafnvel þó að þær séu ekki í lofthelgi þess. Hótanir Bandaríkjaforseta í garð ríkisins séu jafngildi stríðsyfirlýsingar. „Allur heimurnin ætti að muna skýrt að Bandaríkin voru fyrst til að lýsa yfir stríði,“ sagði Ri Yong Ho og vísaði til orða Donalds Trump á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í síðustu viku þar sem hann hótaði að gjöreyða Norður-Kóreu. Í ljósi þeirrar stríðsyfirlýsingar áskildi Ri Norður-Kóreu rétt til að skjóta niður bandarískar sprengjuflugvélar, að því er segir í frétt Washington Post. Spennan á Kóreuskaga hefur stigmagnast síðustu vikur með gífuryrðum sem hafa gengið á víxl á milli Trump og leiðtoga Norður-Kóreu. Ástæðan eru endurteknar tilraunir stjórnvalda í Pjongjang með kjarnavopn og langdrægar eldflaugar. Ri hefur sagt að Norður-Kóreumenn séu tilbúnir að prófa vetnissprengju yfir Kyrrahafi. Á föstudag sagði hann jafnframt óumflýjanlegt að Norður-Kóreumenn myndu skjóta eldflaugum á Bandaríkin vegna vanvirðingar Trump og Kim Jong-un, leiðtoga landsins. Kim kallaði Trump „andlega sturlaðan“ eftir ummæli þess síðarnefnda á allsherjarþinginu í síðustu viku.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Togstreitan eykst á Kóreuskaga Bandarískar sprengju-og orrustuþotur hafa aldrei á 21. öldinni flogið norðar meðfram austurströnd Norður-Kóreu en gert var í dag. Tilgangurinn var að sýna fram á þau miklu hernaðarúrræði sem Bandaríkjamenn hefðu yfir að ráða og jafnframt að þeir gætu mætt hvaða ógn sem væri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Pentagon, varnarmálastofnun Bandaríkjanna. 23. september 2017 23:57 Segir Trump og Kim Jong-un haga sér eins og leikskólabörn Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir að líkja megi orðaskaki Donald Trump Bandaríkjaforseta og Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu við slagsmál leikskólabarna 22. september 2017 23:30 Trump geltandi hundur í augum Norður-Kóreu Utanríkirsáðherra Norður-Kóreu vorkennir aðstoðarmönnum Bandaríkjaforseta. 21. september 2017 07:09 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fleiri fréttir Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Sjá meira
Togstreitan eykst á Kóreuskaga Bandarískar sprengju-og orrustuþotur hafa aldrei á 21. öldinni flogið norðar meðfram austurströnd Norður-Kóreu en gert var í dag. Tilgangurinn var að sýna fram á þau miklu hernaðarúrræði sem Bandaríkjamenn hefðu yfir að ráða og jafnframt að þeir gætu mætt hvaða ógn sem væri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Pentagon, varnarmálastofnun Bandaríkjanna. 23. september 2017 23:57
Segir Trump og Kim Jong-un haga sér eins og leikskólabörn Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir að líkja megi orðaskaki Donald Trump Bandaríkjaforseta og Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu við slagsmál leikskólabarna 22. september 2017 23:30
Trump geltandi hundur í augum Norður-Kóreu Utanríkirsáðherra Norður-Kóreu vorkennir aðstoðarmönnum Bandaríkjaforseta. 21. september 2017 07:09