Norður-Kórea áskilur sér rétt til að skjóta niður sprengjuflugvélar Kjartan Kjartansson skrifar 25. september 2017 16:29 Ri Yong Ho, utanríkisráðherra Norður-Kóreu, hótar því að skjóta niður bandarískar herflugvélar. Vísir/AFP Utanríkisráðherra Norður-Kóreu fullyrti í dag að landið hefði rétt á að skjóta niður bandarískar herflugvélar jafnvel þó að þær séu ekki í lofthelgi þess. Hótanir Bandaríkjaforseta í garð ríkisins séu jafngildi stríðsyfirlýsingar. „Allur heimurnin ætti að muna skýrt að Bandaríkin voru fyrst til að lýsa yfir stríði,“ sagði Ri Yong Ho og vísaði til orða Donalds Trump á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í síðustu viku þar sem hann hótaði að gjöreyða Norður-Kóreu. Í ljósi þeirrar stríðsyfirlýsingar áskildi Ri Norður-Kóreu rétt til að skjóta niður bandarískar sprengjuflugvélar, að því er segir í frétt Washington Post. Spennan á Kóreuskaga hefur stigmagnast síðustu vikur með gífuryrðum sem hafa gengið á víxl á milli Trump og leiðtoga Norður-Kóreu. Ástæðan eru endurteknar tilraunir stjórnvalda í Pjongjang með kjarnavopn og langdrægar eldflaugar. Ri hefur sagt að Norður-Kóreumenn séu tilbúnir að prófa vetnissprengju yfir Kyrrahafi. Á föstudag sagði hann jafnframt óumflýjanlegt að Norður-Kóreumenn myndu skjóta eldflaugum á Bandaríkin vegna vanvirðingar Trump og Kim Jong-un, leiðtoga landsins. Kim kallaði Trump „andlega sturlaðan“ eftir ummæli þess síðarnefnda á allsherjarþinginu í síðustu viku. Norður-Kórea Tengdar fréttir Togstreitan eykst á Kóreuskaga Bandarískar sprengju-og orrustuþotur hafa aldrei á 21. öldinni flogið norðar meðfram austurströnd Norður-Kóreu en gert var í dag. Tilgangurinn var að sýna fram á þau miklu hernaðarúrræði sem Bandaríkjamenn hefðu yfir að ráða og jafnframt að þeir gætu mætt hvaða ógn sem væri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Pentagon, varnarmálastofnun Bandaríkjanna. 23. september 2017 23:57 Segir Trump og Kim Jong-un haga sér eins og leikskólabörn Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir að líkja megi orðaskaki Donald Trump Bandaríkjaforseta og Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu við slagsmál leikskólabarna 22. september 2017 23:30 Trump geltandi hundur í augum Norður-Kóreu Utanríkirsáðherra Norður-Kóreu vorkennir aðstoðarmönnum Bandaríkjaforseta. 21. september 2017 07:09 Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Sjá meira
Utanríkisráðherra Norður-Kóreu fullyrti í dag að landið hefði rétt á að skjóta niður bandarískar herflugvélar jafnvel þó að þær séu ekki í lofthelgi þess. Hótanir Bandaríkjaforseta í garð ríkisins séu jafngildi stríðsyfirlýsingar. „Allur heimurnin ætti að muna skýrt að Bandaríkin voru fyrst til að lýsa yfir stríði,“ sagði Ri Yong Ho og vísaði til orða Donalds Trump á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í síðustu viku þar sem hann hótaði að gjöreyða Norður-Kóreu. Í ljósi þeirrar stríðsyfirlýsingar áskildi Ri Norður-Kóreu rétt til að skjóta niður bandarískar sprengjuflugvélar, að því er segir í frétt Washington Post. Spennan á Kóreuskaga hefur stigmagnast síðustu vikur með gífuryrðum sem hafa gengið á víxl á milli Trump og leiðtoga Norður-Kóreu. Ástæðan eru endurteknar tilraunir stjórnvalda í Pjongjang með kjarnavopn og langdrægar eldflaugar. Ri hefur sagt að Norður-Kóreumenn séu tilbúnir að prófa vetnissprengju yfir Kyrrahafi. Á föstudag sagði hann jafnframt óumflýjanlegt að Norður-Kóreumenn myndu skjóta eldflaugum á Bandaríkin vegna vanvirðingar Trump og Kim Jong-un, leiðtoga landsins. Kim kallaði Trump „andlega sturlaðan“ eftir ummæli þess síðarnefnda á allsherjarþinginu í síðustu viku.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Togstreitan eykst á Kóreuskaga Bandarískar sprengju-og orrustuþotur hafa aldrei á 21. öldinni flogið norðar meðfram austurströnd Norður-Kóreu en gert var í dag. Tilgangurinn var að sýna fram á þau miklu hernaðarúrræði sem Bandaríkjamenn hefðu yfir að ráða og jafnframt að þeir gætu mætt hvaða ógn sem væri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Pentagon, varnarmálastofnun Bandaríkjanna. 23. september 2017 23:57 Segir Trump og Kim Jong-un haga sér eins og leikskólabörn Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir að líkja megi orðaskaki Donald Trump Bandaríkjaforseta og Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu við slagsmál leikskólabarna 22. september 2017 23:30 Trump geltandi hundur í augum Norður-Kóreu Utanríkirsáðherra Norður-Kóreu vorkennir aðstoðarmönnum Bandaríkjaforseta. 21. september 2017 07:09 Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Sjá meira
Togstreitan eykst á Kóreuskaga Bandarískar sprengju-og orrustuþotur hafa aldrei á 21. öldinni flogið norðar meðfram austurströnd Norður-Kóreu en gert var í dag. Tilgangurinn var að sýna fram á þau miklu hernaðarúrræði sem Bandaríkjamenn hefðu yfir að ráða og jafnframt að þeir gætu mætt hvaða ógn sem væri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Pentagon, varnarmálastofnun Bandaríkjanna. 23. september 2017 23:57
Segir Trump og Kim Jong-un haga sér eins og leikskólabörn Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir að líkja megi orðaskaki Donald Trump Bandaríkjaforseta og Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu við slagsmál leikskólabarna 22. september 2017 23:30
Trump geltandi hundur í augum Norður-Kóreu Utanríkirsáðherra Norður-Kóreu vorkennir aðstoðarmönnum Bandaríkjaforseta. 21. september 2017 07:09