Norður-Kórea áskilur sér rétt til að skjóta niður sprengjuflugvélar Kjartan Kjartansson skrifar 25. september 2017 16:29 Ri Yong Ho, utanríkisráðherra Norður-Kóreu, hótar því að skjóta niður bandarískar herflugvélar. Vísir/AFP Utanríkisráðherra Norður-Kóreu fullyrti í dag að landið hefði rétt á að skjóta niður bandarískar herflugvélar jafnvel þó að þær séu ekki í lofthelgi þess. Hótanir Bandaríkjaforseta í garð ríkisins séu jafngildi stríðsyfirlýsingar. „Allur heimurnin ætti að muna skýrt að Bandaríkin voru fyrst til að lýsa yfir stríði,“ sagði Ri Yong Ho og vísaði til orða Donalds Trump á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í síðustu viku þar sem hann hótaði að gjöreyða Norður-Kóreu. Í ljósi þeirrar stríðsyfirlýsingar áskildi Ri Norður-Kóreu rétt til að skjóta niður bandarískar sprengjuflugvélar, að því er segir í frétt Washington Post. Spennan á Kóreuskaga hefur stigmagnast síðustu vikur með gífuryrðum sem hafa gengið á víxl á milli Trump og leiðtoga Norður-Kóreu. Ástæðan eru endurteknar tilraunir stjórnvalda í Pjongjang með kjarnavopn og langdrægar eldflaugar. Ri hefur sagt að Norður-Kóreumenn séu tilbúnir að prófa vetnissprengju yfir Kyrrahafi. Á föstudag sagði hann jafnframt óumflýjanlegt að Norður-Kóreumenn myndu skjóta eldflaugum á Bandaríkin vegna vanvirðingar Trump og Kim Jong-un, leiðtoga landsins. Kim kallaði Trump „andlega sturlaðan“ eftir ummæli þess síðarnefnda á allsherjarþinginu í síðustu viku. Norður-Kórea Tengdar fréttir Togstreitan eykst á Kóreuskaga Bandarískar sprengju-og orrustuþotur hafa aldrei á 21. öldinni flogið norðar meðfram austurströnd Norður-Kóreu en gert var í dag. Tilgangurinn var að sýna fram á þau miklu hernaðarúrræði sem Bandaríkjamenn hefðu yfir að ráða og jafnframt að þeir gætu mætt hvaða ógn sem væri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Pentagon, varnarmálastofnun Bandaríkjanna. 23. september 2017 23:57 Segir Trump og Kim Jong-un haga sér eins og leikskólabörn Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir að líkja megi orðaskaki Donald Trump Bandaríkjaforseta og Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu við slagsmál leikskólabarna 22. september 2017 23:30 Trump geltandi hundur í augum Norður-Kóreu Utanríkirsáðherra Norður-Kóreu vorkennir aðstoðarmönnum Bandaríkjaforseta. 21. september 2017 07:09 Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fleiri fréttir Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Sjá meira
Utanríkisráðherra Norður-Kóreu fullyrti í dag að landið hefði rétt á að skjóta niður bandarískar herflugvélar jafnvel þó að þær séu ekki í lofthelgi þess. Hótanir Bandaríkjaforseta í garð ríkisins séu jafngildi stríðsyfirlýsingar. „Allur heimurnin ætti að muna skýrt að Bandaríkin voru fyrst til að lýsa yfir stríði,“ sagði Ri Yong Ho og vísaði til orða Donalds Trump á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í síðustu viku þar sem hann hótaði að gjöreyða Norður-Kóreu. Í ljósi þeirrar stríðsyfirlýsingar áskildi Ri Norður-Kóreu rétt til að skjóta niður bandarískar sprengjuflugvélar, að því er segir í frétt Washington Post. Spennan á Kóreuskaga hefur stigmagnast síðustu vikur með gífuryrðum sem hafa gengið á víxl á milli Trump og leiðtoga Norður-Kóreu. Ástæðan eru endurteknar tilraunir stjórnvalda í Pjongjang með kjarnavopn og langdrægar eldflaugar. Ri hefur sagt að Norður-Kóreumenn séu tilbúnir að prófa vetnissprengju yfir Kyrrahafi. Á föstudag sagði hann jafnframt óumflýjanlegt að Norður-Kóreumenn myndu skjóta eldflaugum á Bandaríkin vegna vanvirðingar Trump og Kim Jong-un, leiðtoga landsins. Kim kallaði Trump „andlega sturlaðan“ eftir ummæli þess síðarnefnda á allsherjarþinginu í síðustu viku.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Togstreitan eykst á Kóreuskaga Bandarískar sprengju-og orrustuþotur hafa aldrei á 21. öldinni flogið norðar meðfram austurströnd Norður-Kóreu en gert var í dag. Tilgangurinn var að sýna fram á þau miklu hernaðarúrræði sem Bandaríkjamenn hefðu yfir að ráða og jafnframt að þeir gætu mætt hvaða ógn sem væri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Pentagon, varnarmálastofnun Bandaríkjanna. 23. september 2017 23:57 Segir Trump og Kim Jong-un haga sér eins og leikskólabörn Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir að líkja megi orðaskaki Donald Trump Bandaríkjaforseta og Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu við slagsmál leikskólabarna 22. september 2017 23:30 Trump geltandi hundur í augum Norður-Kóreu Utanríkirsáðherra Norður-Kóreu vorkennir aðstoðarmönnum Bandaríkjaforseta. 21. september 2017 07:09 Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fleiri fréttir Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Sjá meira
Togstreitan eykst á Kóreuskaga Bandarískar sprengju-og orrustuþotur hafa aldrei á 21. öldinni flogið norðar meðfram austurströnd Norður-Kóreu en gert var í dag. Tilgangurinn var að sýna fram á þau miklu hernaðarúrræði sem Bandaríkjamenn hefðu yfir að ráða og jafnframt að þeir gætu mætt hvaða ógn sem væri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Pentagon, varnarmálastofnun Bandaríkjanna. 23. september 2017 23:57
Segir Trump og Kim Jong-un haga sér eins og leikskólabörn Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir að líkja megi orðaskaki Donald Trump Bandaríkjaforseta og Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu við slagsmál leikskólabarna 22. september 2017 23:30
Trump geltandi hundur í augum Norður-Kóreu Utanríkirsáðherra Norður-Kóreu vorkennir aðstoðarmönnum Bandaríkjaforseta. 21. september 2017 07:09