Vill kyrrsetningu á eignum Magnúsar Haraldur Guðmundsson skrifar 26. september 2017 06:00 Magnús Garðarsson er stofnandi og fyrrverandi forstjóri United Silicon í Helguvík. vísir/eyþór Stjórn United Silicon hefur óskað eftir kyrrsetningu hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu á eignum Magnúsar Garðarssonar, fyrrverandi forstjóra kísilversins, hér á landi. Fyrirtækið, sem nú er í greiðslustöðvun, vill tryggingu fyrir bótakröfu sem það hefur gert á hendur Magnúsi í kæru til embættis héraðssaksóknara. Ekki fengust upplýsingar um hvaða eignir Magnúsar hér á landi um er að ræða eða hvort embættið hafi tekið efnislega afstöðu til kyrrsetningarbeiðninnar. Fjölmiðlar vöktu athygli á því um miðjan þennan mánuð að einbýlishús Magnúsar í Kópavogi var auglýst til sölu. Húsið er 304 fermetrar að stærð og var ásett verð 150 milljónir króna. Fasteignaauglýsingin hefur nú verið tekin úr birtingu. United Silicon sendi fyrr í mánuðinum kæru til embættis héraðssaksóknara vegna gruns um refsiverða háttsemi forstjórans fyrrverandi. Kæran byggir á grun um stórfelld auðgunarbrot og skjalafals allt frá árinu 2014 eða þegar framkvæmdir við kísilverið í Helguvík hófust. Samkvæmt tilkynningu United Silicon þann 11. september eru upplýsingar sem þá komu fram afrakstur af vinnu við endurskipulagningu félagsins. Arion banki og fimm lífeyrissjóðir hafa síðan þá tekið yfir 98 prósenta hlut í félaginu og eru Magnús og aðrir stofnendur þess farnir út úr hluthafahópnum og hafa misst stjórnarsæti sín. Stjórnin telur, líkt og komið hefur fram, að Magnús hafi dregið sér um hálfan milljarð króna með fölsuðum og tilhæfulausum reikningum útgefnum af ítalska fyrirtækinu Tenova Pyromet sem bæði hannaði og seldi kísilverinu ljósbogaofn. Magnús hefur mótmælt þeim ásökunum sem fram hafa komið á hendur honum í tilkynningum til fjölmiðla. Þær séu rangar og tilhæfulausar og hluti af „skítugum slag“ um eignarhald United Silicon. Ekki náðist í hann við vinnslu fréttarinnar. Dómsmál Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál United Silicon Tengdar fréttir Magnús talinn hafa svikið áfram eftir starfslok Magnús Garðarsson, fyrrverandi forstjóri United Silicon, hefur verið kærður vegna meints skjalafals og fjárdráttar. Talinn hafa falsað reikninga frá fyrirtæki á Ítalíu. 12. september 2017 06:00 Kísilkóngurinn selur 450 fermetra einbýlishús á 150 milljónir Magnús Ólafur Garðarsson, fyrrverandi forstjóri og stofnandi hins umdeilda fyrirtækis United Silicon, er grunaður um hafa dregið sér um hálfan milljarð með fölsuðum reikningum gefnum út á búnaðarframleiðandann Tenova Pyromet á Ítalíu. 14. september 2017 13:30 Svipmynd af Magnúsi Garðarssyni: Dýfingameistari, ökufantur og ævintýramaður Ævintýralegur ferill fyrrverandi forstjóra United Silicon. 13. september 2017 09:48 Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
Stjórn United Silicon hefur óskað eftir kyrrsetningu hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu á eignum Magnúsar Garðarssonar, fyrrverandi forstjóra kísilversins, hér á landi. Fyrirtækið, sem nú er í greiðslustöðvun, vill tryggingu fyrir bótakröfu sem það hefur gert á hendur Magnúsi í kæru til embættis héraðssaksóknara. Ekki fengust upplýsingar um hvaða eignir Magnúsar hér á landi um er að ræða eða hvort embættið hafi tekið efnislega afstöðu til kyrrsetningarbeiðninnar. Fjölmiðlar vöktu athygli á því um miðjan þennan mánuð að einbýlishús Magnúsar í Kópavogi var auglýst til sölu. Húsið er 304 fermetrar að stærð og var ásett verð 150 milljónir króna. Fasteignaauglýsingin hefur nú verið tekin úr birtingu. United Silicon sendi fyrr í mánuðinum kæru til embættis héraðssaksóknara vegna gruns um refsiverða háttsemi forstjórans fyrrverandi. Kæran byggir á grun um stórfelld auðgunarbrot og skjalafals allt frá árinu 2014 eða þegar framkvæmdir við kísilverið í Helguvík hófust. Samkvæmt tilkynningu United Silicon þann 11. september eru upplýsingar sem þá komu fram afrakstur af vinnu við endurskipulagningu félagsins. Arion banki og fimm lífeyrissjóðir hafa síðan þá tekið yfir 98 prósenta hlut í félaginu og eru Magnús og aðrir stofnendur þess farnir út úr hluthafahópnum og hafa misst stjórnarsæti sín. Stjórnin telur, líkt og komið hefur fram, að Magnús hafi dregið sér um hálfan milljarð króna með fölsuðum og tilhæfulausum reikningum útgefnum af ítalska fyrirtækinu Tenova Pyromet sem bæði hannaði og seldi kísilverinu ljósbogaofn. Magnús hefur mótmælt þeim ásökunum sem fram hafa komið á hendur honum í tilkynningum til fjölmiðla. Þær séu rangar og tilhæfulausar og hluti af „skítugum slag“ um eignarhald United Silicon. Ekki náðist í hann við vinnslu fréttarinnar.
Dómsmál Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál United Silicon Tengdar fréttir Magnús talinn hafa svikið áfram eftir starfslok Magnús Garðarsson, fyrrverandi forstjóri United Silicon, hefur verið kærður vegna meints skjalafals og fjárdráttar. Talinn hafa falsað reikninga frá fyrirtæki á Ítalíu. 12. september 2017 06:00 Kísilkóngurinn selur 450 fermetra einbýlishús á 150 milljónir Magnús Ólafur Garðarsson, fyrrverandi forstjóri og stofnandi hins umdeilda fyrirtækis United Silicon, er grunaður um hafa dregið sér um hálfan milljarð með fölsuðum reikningum gefnum út á búnaðarframleiðandann Tenova Pyromet á Ítalíu. 14. september 2017 13:30 Svipmynd af Magnúsi Garðarssyni: Dýfingameistari, ökufantur og ævintýramaður Ævintýralegur ferill fyrrverandi forstjóra United Silicon. 13. september 2017 09:48 Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
Magnús talinn hafa svikið áfram eftir starfslok Magnús Garðarsson, fyrrverandi forstjóri United Silicon, hefur verið kærður vegna meints skjalafals og fjárdráttar. Talinn hafa falsað reikninga frá fyrirtæki á Ítalíu. 12. september 2017 06:00
Kísilkóngurinn selur 450 fermetra einbýlishús á 150 milljónir Magnús Ólafur Garðarsson, fyrrverandi forstjóri og stofnandi hins umdeilda fyrirtækis United Silicon, er grunaður um hafa dregið sér um hálfan milljarð með fölsuðum reikningum gefnum út á búnaðarframleiðandann Tenova Pyromet á Ítalíu. 14. september 2017 13:30
Svipmynd af Magnúsi Garðarssyni: Dýfingameistari, ökufantur og ævintýramaður Ævintýralegur ferill fyrrverandi forstjóra United Silicon. 13. september 2017 09:48