Körfubolti

Doris Burke tekur risaskref fyrir konur í NBA-deildinni í vetur

Doris Burke.
Doris Burke. Vísir/Getty
Doris Burke verður í vetur fyrsta konan sem verður fastráðin lýsandi á NBA-leikjum í körfubolta á einni af stóru stöðvunum í Bandaríkjunum. Hún er því orðin ein af þeim stóru þegar kemur að því að miðla NBA-körfuboltanum til áhorfenda í bandarísku sjónvarpi.

Doris Burke mun lýsa leikjum á ESPN sjónvarpsstöðinni en undanfarin ár hefur hún unnið sem aðstoðarlýsandi á leikjum í NBA-deildinni auk þess að sinna starfi fréttamanns á gólfinu í undanúrslitum og lokaúrslitum NBA-deildarinnar.

Möguleikinn fyrir Burke opnaðist þegar Doug Collins ákvað að yfirgefa stöðina og taka við starfi hjá Chicago Bulls.



Doris Burke hefur hægt og rólega unnið sig upp metorðalistann og um leið komist þangað sem konur hafa ekki verið áður. Hún var meðal annars fyrsta konan sem lýsti leikjum hjá New York Knicks liðinu í upphafi aldarinnar.

Hún samdi við ESPN árið 2013 og hefur síðan fengið stærri og stærri verkefni hjá stöðinni auk þess að vera einn aðallýsandinn í WNBA-deildinni og í bandaríska háskólaboltanum.

Burke heldur upp á 52 ára afmælið sitt í nóvember. Á sínum tíma lék hún körfubolta með Providence Friars háskólaliðinu og gaf þá flestar stoðsendingar í sögu skólans.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×