Snýr frumvarpið að breytingu á ákvæðum um uppreist æru og standa formenn allra flokkanna á þingi að frumvarpinu. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, er flutningsmaður frumvarpsins.
Annað mál á dagskrá eru kosningar til Alþingis og frumvarp til breytingar á lögum sem snúa að kosningum vegna viðmiðunardags umsóknar um kosningarétt.
Þriðja mál á dagskrá er síðan breytingar á lögum um útlendinga. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, er flutningsmaður frumvarpsins og standa allir flokkar á þingi að frumvarpinu fyrir utan Sjálfstæðisflokkinn.
Fjórða mál þingfundarins er síðan frestun á fundum Alþingis.
Fylgjast má með beinni útsendingu frá fundinum í spilaranum hér fyrir neðan.