Verði ljós Olga Margrét Cilia og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar 28. september 2017 08:54 Í nútímasamfélagi er eðlilegt að gera kröfu um gagnsæja og góða stjórnsýslu. Aðgengi almennings að upplýsingum ætti að vera meginregla og leynd þeirra einungis heimiluð í skýrt afmörkuðum tilfellum til verndar mannréttindum einstaklinga eða mikilvægum hagsmunum ríkisins sem eðlilegt er að leynt fari. Meginreglan á Íslandi í dag er þó önnur. Ótal dæmi má finna til stuðnings þeirri staðhæfingu að stjórnsýslan á Íslandi hafi það fyrir meginreglu að neita almenningi um upplýsingar þó að undantekningarnar séu vissulega til staðar. Síðastliðin ár hefur fjarað mjög undan trausti almennings á stjórnkerfinu vegna þess að ráðherrar, þingmenn og starfsmenn ríkisins hafa ástundað leyndarhyggju og leynimakk um ákvarðanir sínar. Valdhafar velja jafnan að fara í málalengingar og feluleik í stað þess að birta gögn strax svo taka megi af allan vafa um hvort eðlilega hafi verið staðið að málum. Upplýsingum og gögnum er haldið frá almenningi, sem veldur tortryggni gagnvart stjórnsýslunni og dregur úr trausti til kjörinna fulltrúa. Þessi feluleikur er allt of algengur á Íslandi. Má þar nefna lekamál Hönnu Birnu, Wintris-mál Sigmundar Davíðs, Falson-eignir Bjarna Benediktssonar, feluleiki þess hins sama með nokkrar skýrslur sem honum þótti ekki eiga að rata í hendur almennings og nýjasta dæmið er upplýsingatregða Sigríðar Andersen gagnvart almenningi, en þó ekki gagnvart Bjarna Benediktssyni. Við eigum ekki að þurfa að draga upplýsingar út úr ráðuneytum og ráðherrum með töngum. Við eigum að geta treyst því að vera upplýst, vakni spurningar um embættisgjörðir ráðherra eða annarra í trúnaðarstöðum samfélagsins. Það er sjálfsögð og eðlileg krafa að traust ríki um störf ráðherra, stjórnsýslu og þingmanna og að almenningur geti gengið að upplýsingum vísum almennt og yfirleitt. Staðan er þó einfaldlega sú, eins og dæmin sanna, að réttur almennings til upplýsinga, gagnsæis og góðrar stjórnsýslu er ekki tryggður að fullu á Íslandi í dag. Mikilvægt skref á leiðinni að virkum upplýsingarétti almennings er að finna í nýju stjórnarskránni okkar. Hún verndar rétt almennings til upplýsinga og hefur það að meginreglu að almenningur eigi óskertan rétt að upplýsingum, eins og eðlilegt er í nútímasamfélagi. Þar segir meðal annars: „Upplýsingar og gögn í fórum stjórnvalda skulu vera tiltæk án undandráttar og skal með lögum tryggja aðgang almennings að þeim.“ Með þessu ákvæði verður réttur almennings til aðgangs að gögnum tryggður að fullu. Að auki mætti fara að fordæmi nágranna okkar í Noregi sem hafa staðið vel að framkvæmd á upplýsingarétti almennings. Þeir birta flest gögn að eigin frumkvæði í aðgengilegu gagnasafni stjórnsýslunnar en búa svo um hnútana að viðkvæmar persónu- og trúnaðarupplýsingar sem ekki falla undir rétt almennings til upplýsinga eru afmáðar. Aukinn upplýsingaréttur almennings felur einnig í sér bætta stjórnsýslu. Enda auðvelt að ímynda sér að stjórnsýslan muni vanda betur til verka þegar hún er meðvituð um að þær upplýsingar sem ákvarðanir hennar byggja á séu aðgengilegar. Almenningur hefur þannig virkt eftirlit með stjórnsýslunni og stjórnsýslan verður meðvitaðri um að hlutverk hennar sé að þjóna almenningi. Aðgengi að upplýsingum er grundvallarskilyrði fyrir upplýstri umræðu, trausti á stjórnsýslunni og lýðræðislegu aðhaldi almennings með valdhöfum. Tíminn er kominn til þess að varpa ljósi á verklag valdsins. Við segjum: Verði ljós!Höfundar eru þingmaður og varaþingmaður Pírata. Þær bjóða sig báðar fram í prófkjöri Pírata í Reykjavík. Píratar geta kosið á x.piratar.is fram til kl. 15 laugardaginn 30. september. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Í nútímasamfélagi er eðlilegt að gera kröfu um gagnsæja og góða stjórnsýslu. Aðgengi almennings að upplýsingum ætti að vera meginregla og leynd þeirra einungis heimiluð í skýrt afmörkuðum tilfellum til verndar mannréttindum einstaklinga eða mikilvægum hagsmunum ríkisins sem eðlilegt er að leynt fari. Meginreglan á Íslandi í dag er þó önnur. Ótal dæmi má finna til stuðnings þeirri staðhæfingu að stjórnsýslan á Íslandi hafi það fyrir meginreglu að neita almenningi um upplýsingar þó að undantekningarnar séu vissulega til staðar. Síðastliðin ár hefur fjarað mjög undan trausti almennings á stjórnkerfinu vegna þess að ráðherrar, þingmenn og starfsmenn ríkisins hafa ástundað leyndarhyggju og leynimakk um ákvarðanir sínar. Valdhafar velja jafnan að fara í málalengingar og feluleik í stað þess að birta gögn strax svo taka megi af allan vafa um hvort eðlilega hafi verið staðið að málum. Upplýsingum og gögnum er haldið frá almenningi, sem veldur tortryggni gagnvart stjórnsýslunni og dregur úr trausti til kjörinna fulltrúa. Þessi feluleikur er allt of algengur á Íslandi. Má þar nefna lekamál Hönnu Birnu, Wintris-mál Sigmundar Davíðs, Falson-eignir Bjarna Benediktssonar, feluleiki þess hins sama með nokkrar skýrslur sem honum þótti ekki eiga að rata í hendur almennings og nýjasta dæmið er upplýsingatregða Sigríðar Andersen gagnvart almenningi, en þó ekki gagnvart Bjarna Benediktssyni. Við eigum ekki að þurfa að draga upplýsingar út úr ráðuneytum og ráðherrum með töngum. Við eigum að geta treyst því að vera upplýst, vakni spurningar um embættisgjörðir ráðherra eða annarra í trúnaðarstöðum samfélagsins. Það er sjálfsögð og eðlileg krafa að traust ríki um störf ráðherra, stjórnsýslu og þingmanna og að almenningur geti gengið að upplýsingum vísum almennt og yfirleitt. Staðan er þó einfaldlega sú, eins og dæmin sanna, að réttur almennings til upplýsinga, gagnsæis og góðrar stjórnsýslu er ekki tryggður að fullu á Íslandi í dag. Mikilvægt skref á leiðinni að virkum upplýsingarétti almennings er að finna í nýju stjórnarskránni okkar. Hún verndar rétt almennings til upplýsinga og hefur það að meginreglu að almenningur eigi óskertan rétt að upplýsingum, eins og eðlilegt er í nútímasamfélagi. Þar segir meðal annars: „Upplýsingar og gögn í fórum stjórnvalda skulu vera tiltæk án undandráttar og skal með lögum tryggja aðgang almennings að þeim.“ Með þessu ákvæði verður réttur almennings til aðgangs að gögnum tryggður að fullu. Að auki mætti fara að fordæmi nágranna okkar í Noregi sem hafa staðið vel að framkvæmd á upplýsingarétti almennings. Þeir birta flest gögn að eigin frumkvæði í aðgengilegu gagnasafni stjórnsýslunnar en búa svo um hnútana að viðkvæmar persónu- og trúnaðarupplýsingar sem ekki falla undir rétt almennings til upplýsinga eru afmáðar. Aukinn upplýsingaréttur almennings felur einnig í sér bætta stjórnsýslu. Enda auðvelt að ímynda sér að stjórnsýslan muni vanda betur til verka þegar hún er meðvituð um að þær upplýsingar sem ákvarðanir hennar byggja á séu aðgengilegar. Almenningur hefur þannig virkt eftirlit með stjórnsýslunni og stjórnsýslan verður meðvitaðri um að hlutverk hennar sé að þjóna almenningi. Aðgengi að upplýsingum er grundvallarskilyrði fyrir upplýstri umræðu, trausti á stjórnsýslunni og lýðræðislegu aðhaldi almennings með valdhöfum. Tíminn er kominn til þess að varpa ljósi á verklag valdsins. Við segjum: Verði ljós!Höfundar eru þingmaður og varaþingmaður Pírata. Þær bjóða sig báðar fram í prófkjöri Pírata í Reykjavík. Píratar geta kosið á x.piratar.is fram til kl. 15 laugardaginn 30. september.
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar