Bjarki berst um Evrópumeistaratitilinn hjá Fightstar Henry Birgir Gunnarsson skrifar 29. september 2017 12:55 Þetta verður svakalegur bardagi. Nú í dag varð ljóst að bardagi Bjarka Þórs Pálssonar og Quamer Hussain þann 7. september í London verður um Evrópumeistaratitilinn í léttvigt hjá Fightstar bardagasambandinu. Bjarki Þór er 3-0 sem atvinnumaður í MMA en Hussain er 6-2. Annar hvor þeirra fær beltið frá Alfie Ronald Davis sem er búinn að semja við Bellator bardagasambandið. „Þegar þetta var lagt á borð þá var ég varla að trúa því og ég var ekki lengi að samþykkja að gera þetta að titilbardaga. Ég er þarna að fara í minn fjórða atvinnubardaga og er strax að fá tækifæri til að berjast um titil. Hjá minni bardagasamböndunum er þetta einmitt svona að titlarnir geta losnað með skömmum fyrirvara þegar stærri samböndin koma og bjóða mönnum samning hjá sér,” segir Bjarki Þór. „Þetta breytir engu um minn undirbúning eða hugarfar til bardagans. Ég er algjörlega fókuseraður og er bara að einbeita mér á þann hátt sem ég myndi vanalega gera. Ég er tilbúinn að öllu leyti og hlakka til að eiga mína allra bestu frammistöðu þegar ég stíg inn í búrið á laugardaginn. Þegar ég er kominn með beltið á mig þá get ég farið að spá í því hvaða þýðingu það hefur fyrir mig, en þangað til, þá hugsa ég ekki um það.” Bjarki Þór mun halda til Lundúna á miðvikudaginn næsta ásamt þeim Magnúsi Inga Ingvarssyni, Birni Þorleifi Þorleifssyni, Ingþóri Erni Valdimarssyni, Þorgrími Þórðarssyni og Bjarka Péturssyni. Þeir eru allir að berjast á á þessum sama viðburði og hafa æft saman að krafti undangengnar vikur. Talsverðar hrókeringar hafa verið á andstæðingum þeirra frá því að þetta var upphaflega tilkynnt. Í tvígang hafa fyrirhugaðir andstæðingar Ingþórs meiðst og þurft að draga sig úr keppni, sem stendur þá er ekki búið að staðfesta nýjan andstæðing fyrir hann, en ýmis teikn eru á lofti og má vænta staðfestingar von bráðar. Bjarki Pétursson hefur jafnframt fengið nýjan andstæðing eftir að Felix Klinkhammer meiddist í vikunni. Nýr andstæðingur Bjarka, eða “Big Red” eins og hann er kallaður, heitir Norbert Novenyi. Norbert er Ungverji og er ósigraður enn á sínum áhugamannaferli eftir tvær viðureignir. Ljóst er að íslenskir bardagaunnendur eiga ekki að láta þennan viðburð framhjá sér fara og má benda á að verið er að skipuleggja hópferð út hann. Hægt er að fá nánari upplýsingar um það á opinni Facebook grúppu sem stofnuð hefur verið um málefnið. MMA Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Í beinni: Ísland - Ítalía | Tekst aftur að vinna Ítali? Körfubolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Tekst aftur að vinna Ítali? Ísland tapaði með minnsta mun Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Valgeir til Breiðabliks „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Sjá meira
Nú í dag varð ljóst að bardagi Bjarka Þórs Pálssonar og Quamer Hussain þann 7. september í London verður um Evrópumeistaratitilinn í léttvigt hjá Fightstar bardagasambandinu. Bjarki Þór er 3-0 sem atvinnumaður í MMA en Hussain er 6-2. Annar hvor þeirra fær beltið frá Alfie Ronald Davis sem er búinn að semja við Bellator bardagasambandið. „Þegar þetta var lagt á borð þá var ég varla að trúa því og ég var ekki lengi að samþykkja að gera þetta að titilbardaga. Ég er þarna að fara í minn fjórða atvinnubardaga og er strax að fá tækifæri til að berjast um titil. Hjá minni bardagasamböndunum er þetta einmitt svona að titlarnir geta losnað með skömmum fyrirvara þegar stærri samböndin koma og bjóða mönnum samning hjá sér,” segir Bjarki Þór. „Þetta breytir engu um minn undirbúning eða hugarfar til bardagans. Ég er algjörlega fókuseraður og er bara að einbeita mér á þann hátt sem ég myndi vanalega gera. Ég er tilbúinn að öllu leyti og hlakka til að eiga mína allra bestu frammistöðu þegar ég stíg inn í búrið á laugardaginn. Þegar ég er kominn með beltið á mig þá get ég farið að spá í því hvaða þýðingu það hefur fyrir mig, en þangað til, þá hugsa ég ekki um það.” Bjarki Þór mun halda til Lundúna á miðvikudaginn næsta ásamt þeim Magnúsi Inga Ingvarssyni, Birni Þorleifi Þorleifssyni, Ingþóri Erni Valdimarssyni, Þorgrími Þórðarssyni og Bjarka Péturssyni. Þeir eru allir að berjast á á þessum sama viðburði og hafa æft saman að krafti undangengnar vikur. Talsverðar hrókeringar hafa verið á andstæðingum þeirra frá því að þetta var upphaflega tilkynnt. Í tvígang hafa fyrirhugaðir andstæðingar Ingþórs meiðst og þurft að draga sig úr keppni, sem stendur þá er ekki búið að staðfesta nýjan andstæðing fyrir hann, en ýmis teikn eru á lofti og má vænta staðfestingar von bráðar. Bjarki Pétursson hefur jafnframt fengið nýjan andstæðing eftir að Felix Klinkhammer meiddist í vikunni. Nýr andstæðingur Bjarka, eða “Big Red” eins og hann er kallaður, heitir Norbert Novenyi. Norbert er Ungverji og er ósigraður enn á sínum áhugamannaferli eftir tvær viðureignir. Ljóst er að íslenskir bardagaunnendur eiga ekki að láta þennan viðburð framhjá sér fara og má benda á að verið er að skipuleggja hópferð út hann. Hægt er að fá nánari upplýsingar um það á opinni Facebook grúppu sem stofnuð hefur verið um málefnið.
MMA Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Í beinni: Ísland - Ítalía | Tekst aftur að vinna Ítali? Körfubolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Tekst aftur að vinna Ítali? Ísland tapaði með minnsta mun Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Valgeir til Breiðabliks „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Sjá meira