Allt í járnum á kjördegi í Noregi Atli Ísleifsson skrifar 11. september 2017 10:59 Erna Solberg forsætisráðherra greiddi atkvæði í Bergen í morgun. Vísir/AFP Norðmenn flykkjast nú á kjörstaði til að greiða atkvæði í þingkosningum sem fram fara í dag. Skoðanakannanir benda til að mjótt sé á munum milli fylkinga hægri- og vinstriflokka. Kjörstaðir loka klukkan 21 að staðartíma, eða 19 að íslenskum tíma, en þeir voru einnig opnir í gær víða um land. Útgönguspár verða birtar um leið og kjörstaðir loka en vera kann að endanleg úrslit kunni að dragast þar sem mjótt verði á munum. Flokksformenn munu mætast í sjónvarpssal í beinni útsendingu á miðnætti líkt og hefð er fyrir á kjördag í Noregi. Ný skoðanakönnun sýnir að Erna Solberg, forsætisráðherra og formaður Hægriflokksins, njóti meiri stuðnings en Jonas Gahr Støre, formaður Verkamannaflokksins, til að gegna forsætisráðherraembættinu. Hægriflokkurinn og Framfaraflokkurinn hafa starfað saman í ríkisstjórn síðustu fjögur árin með stuðningi Kristilega þjóðarflokksins og Venstre. Fimm smáflokkar berjast nú fyrir því að tryggja sér nægilega mikið fylgi til að ná mönnum á þing og er ljóst að fylgi þeirra muni hafa mikil áhrif á stjórnarmyndun. Þess er beðið með nokkurri eftirvæntingu hvort að Knut Arild Hareide, formaður Kristilega þjóðarflokksins, muni mögulega opna á að starfa með Verkamannaflokknum en hann hefur verið gagnrýninn á stefnu Framfaraflokksins í innflytjendamálum. Solberg heimsótti síðasta heimilið í kosningabaráttunni í Fana í Bergen í gærkvöldi, en áætlað er að samflokksmenn forsætisráðherrans hafi bankað upp á á um 800 þúsund norskum heimilum í kosningabaráttunni. Solberg hefur sagst hafa meiri trú á persónulegum heimsóknum en sms-sendingum. Í kosningabaráttunni hefur mikið verið rætt um atvinnumál, framtíð olíuiðnaðarins og innflytjendamál. Könnun Ipsos, sem birt var í lok síðustu viku í Dagbladet, sýnir að 53 prósent aðspurðra telji að Solberg sé best til þess fallin að skipa embætti forsætisráðherra. 42 prósent sögðust telja Støre best til þess fallinn. Þingkosningar í Noregi Tengdar fréttir Mjótt á mununum í Noregi Ríkisstjórn Íhaldsflokksins og Framfaraflokksins undir forystu Ernu Solberg forsætisráðherra og með stuðningi Kristilegra demókrata og Frjálslynda flokksins heldur samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem TV2 birti um helgina. 11. september 2017 10:00 Verkamannaflokkurinn mælist enn með mest fylgi í Noregi Verkamannaflokkurinn undir forystu Jonas Gahr Støre mælist stærstur í aðdraganda norsku þingkosninganna, með 28,1 prósents fylgi. Þetta er niðurstaða könnunar sem TNS gerði fyrir TV2 og birtist í gær. Íhaldsflokkur forsætisráðherrans Ernu Solberg mælist með 23,4 prósenta stuðning. 8. september 2017 06:00 Eiríkur Bergmann um norsku kosningabaráttuna: „Stjórnmál í Noregi eru mjög kurteisisleg“ Norðmenn munu kjósa sér nýtt þing mánudaginn 11. september þar sem vinstri flokkarnir undir forystu Jonas Gahr Støre munu leitast við að fella ríkisstjórn Ernu Solberg. 29. ágúst 2017 13:00 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Fleiri fréttir Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Sjá meira
Norðmenn flykkjast nú á kjörstaði til að greiða atkvæði í þingkosningum sem fram fara í dag. Skoðanakannanir benda til að mjótt sé á munum milli fylkinga hægri- og vinstriflokka. Kjörstaðir loka klukkan 21 að staðartíma, eða 19 að íslenskum tíma, en þeir voru einnig opnir í gær víða um land. Útgönguspár verða birtar um leið og kjörstaðir loka en vera kann að endanleg úrslit kunni að dragast þar sem mjótt verði á munum. Flokksformenn munu mætast í sjónvarpssal í beinni útsendingu á miðnætti líkt og hefð er fyrir á kjördag í Noregi. Ný skoðanakönnun sýnir að Erna Solberg, forsætisráðherra og formaður Hægriflokksins, njóti meiri stuðnings en Jonas Gahr Støre, formaður Verkamannaflokksins, til að gegna forsætisráðherraembættinu. Hægriflokkurinn og Framfaraflokkurinn hafa starfað saman í ríkisstjórn síðustu fjögur árin með stuðningi Kristilega þjóðarflokksins og Venstre. Fimm smáflokkar berjast nú fyrir því að tryggja sér nægilega mikið fylgi til að ná mönnum á þing og er ljóst að fylgi þeirra muni hafa mikil áhrif á stjórnarmyndun. Þess er beðið með nokkurri eftirvæntingu hvort að Knut Arild Hareide, formaður Kristilega þjóðarflokksins, muni mögulega opna á að starfa með Verkamannaflokknum en hann hefur verið gagnrýninn á stefnu Framfaraflokksins í innflytjendamálum. Solberg heimsótti síðasta heimilið í kosningabaráttunni í Fana í Bergen í gærkvöldi, en áætlað er að samflokksmenn forsætisráðherrans hafi bankað upp á á um 800 þúsund norskum heimilum í kosningabaráttunni. Solberg hefur sagst hafa meiri trú á persónulegum heimsóknum en sms-sendingum. Í kosningabaráttunni hefur mikið verið rætt um atvinnumál, framtíð olíuiðnaðarins og innflytjendamál. Könnun Ipsos, sem birt var í lok síðustu viku í Dagbladet, sýnir að 53 prósent aðspurðra telji að Solberg sé best til þess fallin að skipa embætti forsætisráðherra. 42 prósent sögðust telja Støre best til þess fallinn.
Þingkosningar í Noregi Tengdar fréttir Mjótt á mununum í Noregi Ríkisstjórn Íhaldsflokksins og Framfaraflokksins undir forystu Ernu Solberg forsætisráðherra og með stuðningi Kristilegra demókrata og Frjálslynda flokksins heldur samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem TV2 birti um helgina. 11. september 2017 10:00 Verkamannaflokkurinn mælist enn með mest fylgi í Noregi Verkamannaflokkurinn undir forystu Jonas Gahr Støre mælist stærstur í aðdraganda norsku þingkosninganna, með 28,1 prósents fylgi. Þetta er niðurstaða könnunar sem TNS gerði fyrir TV2 og birtist í gær. Íhaldsflokkur forsætisráðherrans Ernu Solberg mælist með 23,4 prósenta stuðning. 8. september 2017 06:00 Eiríkur Bergmann um norsku kosningabaráttuna: „Stjórnmál í Noregi eru mjög kurteisisleg“ Norðmenn munu kjósa sér nýtt þing mánudaginn 11. september þar sem vinstri flokkarnir undir forystu Jonas Gahr Støre munu leitast við að fella ríkisstjórn Ernu Solberg. 29. ágúst 2017 13:00 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Fleiri fréttir Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Sjá meira
Mjótt á mununum í Noregi Ríkisstjórn Íhaldsflokksins og Framfaraflokksins undir forystu Ernu Solberg forsætisráðherra og með stuðningi Kristilegra demókrata og Frjálslynda flokksins heldur samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem TV2 birti um helgina. 11. september 2017 10:00
Verkamannaflokkurinn mælist enn með mest fylgi í Noregi Verkamannaflokkurinn undir forystu Jonas Gahr Støre mælist stærstur í aðdraganda norsku þingkosninganna, með 28,1 prósents fylgi. Þetta er niðurstaða könnunar sem TNS gerði fyrir TV2 og birtist í gær. Íhaldsflokkur forsætisráðherrans Ernu Solberg mælist með 23,4 prósenta stuðning. 8. september 2017 06:00
Eiríkur Bergmann um norsku kosningabaráttuna: „Stjórnmál í Noregi eru mjög kurteisisleg“ Norðmenn munu kjósa sér nýtt þing mánudaginn 11. september þar sem vinstri flokkarnir undir forystu Jonas Gahr Støre munu leitast við að fella ríkisstjórn Ernu Solberg. 29. ágúst 2017 13:00