Allt í járnum á kjördegi í Noregi Atli Ísleifsson skrifar 11. september 2017 10:59 Erna Solberg forsætisráðherra greiddi atkvæði í Bergen í morgun. Vísir/AFP Norðmenn flykkjast nú á kjörstaði til að greiða atkvæði í þingkosningum sem fram fara í dag. Skoðanakannanir benda til að mjótt sé á munum milli fylkinga hægri- og vinstriflokka. Kjörstaðir loka klukkan 21 að staðartíma, eða 19 að íslenskum tíma, en þeir voru einnig opnir í gær víða um land. Útgönguspár verða birtar um leið og kjörstaðir loka en vera kann að endanleg úrslit kunni að dragast þar sem mjótt verði á munum. Flokksformenn munu mætast í sjónvarpssal í beinni útsendingu á miðnætti líkt og hefð er fyrir á kjördag í Noregi. Ný skoðanakönnun sýnir að Erna Solberg, forsætisráðherra og formaður Hægriflokksins, njóti meiri stuðnings en Jonas Gahr Støre, formaður Verkamannaflokksins, til að gegna forsætisráðherraembættinu. Hægriflokkurinn og Framfaraflokkurinn hafa starfað saman í ríkisstjórn síðustu fjögur árin með stuðningi Kristilega þjóðarflokksins og Venstre. Fimm smáflokkar berjast nú fyrir því að tryggja sér nægilega mikið fylgi til að ná mönnum á þing og er ljóst að fylgi þeirra muni hafa mikil áhrif á stjórnarmyndun. Þess er beðið með nokkurri eftirvæntingu hvort að Knut Arild Hareide, formaður Kristilega þjóðarflokksins, muni mögulega opna á að starfa með Verkamannaflokknum en hann hefur verið gagnrýninn á stefnu Framfaraflokksins í innflytjendamálum. Solberg heimsótti síðasta heimilið í kosningabaráttunni í Fana í Bergen í gærkvöldi, en áætlað er að samflokksmenn forsætisráðherrans hafi bankað upp á á um 800 þúsund norskum heimilum í kosningabaráttunni. Solberg hefur sagst hafa meiri trú á persónulegum heimsóknum en sms-sendingum. Í kosningabaráttunni hefur mikið verið rætt um atvinnumál, framtíð olíuiðnaðarins og innflytjendamál. Könnun Ipsos, sem birt var í lok síðustu viku í Dagbladet, sýnir að 53 prósent aðspurðra telji að Solberg sé best til þess fallin að skipa embætti forsætisráðherra. 42 prósent sögðust telja Støre best til þess fallinn. Þingkosningar í Noregi Tengdar fréttir Mjótt á mununum í Noregi Ríkisstjórn Íhaldsflokksins og Framfaraflokksins undir forystu Ernu Solberg forsætisráðherra og með stuðningi Kristilegra demókrata og Frjálslynda flokksins heldur samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem TV2 birti um helgina. 11. september 2017 10:00 Verkamannaflokkurinn mælist enn með mest fylgi í Noregi Verkamannaflokkurinn undir forystu Jonas Gahr Støre mælist stærstur í aðdraganda norsku þingkosninganna, með 28,1 prósents fylgi. Þetta er niðurstaða könnunar sem TNS gerði fyrir TV2 og birtist í gær. Íhaldsflokkur forsætisráðherrans Ernu Solberg mælist með 23,4 prósenta stuðning. 8. september 2017 06:00 Eiríkur Bergmann um norsku kosningabaráttuna: „Stjórnmál í Noregi eru mjög kurteisisleg“ Norðmenn munu kjósa sér nýtt þing mánudaginn 11. september þar sem vinstri flokkarnir undir forystu Jonas Gahr Støre munu leitast við að fella ríkisstjórn Ernu Solberg. 29. ágúst 2017 13:00 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Fleiri fréttir Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Sjá meira
Norðmenn flykkjast nú á kjörstaði til að greiða atkvæði í þingkosningum sem fram fara í dag. Skoðanakannanir benda til að mjótt sé á munum milli fylkinga hægri- og vinstriflokka. Kjörstaðir loka klukkan 21 að staðartíma, eða 19 að íslenskum tíma, en þeir voru einnig opnir í gær víða um land. Útgönguspár verða birtar um leið og kjörstaðir loka en vera kann að endanleg úrslit kunni að dragast þar sem mjótt verði á munum. Flokksformenn munu mætast í sjónvarpssal í beinni útsendingu á miðnætti líkt og hefð er fyrir á kjördag í Noregi. Ný skoðanakönnun sýnir að Erna Solberg, forsætisráðherra og formaður Hægriflokksins, njóti meiri stuðnings en Jonas Gahr Støre, formaður Verkamannaflokksins, til að gegna forsætisráðherraembættinu. Hægriflokkurinn og Framfaraflokkurinn hafa starfað saman í ríkisstjórn síðustu fjögur árin með stuðningi Kristilega þjóðarflokksins og Venstre. Fimm smáflokkar berjast nú fyrir því að tryggja sér nægilega mikið fylgi til að ná mönnum á þing og er ljóst að fylgi þeirra muni hafa mikil áhrif á stjórnarmyndun. Þess er beðið með nokkurri eftirvæntingu hvort að Knut Arild Hareide, formaður Kristilega þjóðarflokksins, muni mögulega opna á að starfa með Verkamannaflokknum en hann hefur verið gagnrýninn á stefnu Framfaraflokksins í innflytjendamálum. Solberg heimsótti síðasta heimilið í kosningabaráttunni í Fana í Bergen í gærkvöldi, en áætlað er að samflokksmenn forsætisráðherrans hafi bankað upp á á um 800 þúsund norskum heimilum í kosningabaráttunni. Solberg hefur sagst hafa meiri trú á persónulegum heimsóknum en sms-sendingum. Í kosningabaráttunni hefur mikið verið rætt um atvinnumál, framtíð olíuiðnaðarins og innflytjendamál. Könnun Ipsos, sem birt var í lok síðustu viku í Dagbladet, sýnir að 53 prósent aðspurðra telji að Solberg sé best til þess fallin að skipa embætti forsætisráðherra. 42 prósent sögðust telja Støre best til þess fallinn.
Þingkosningar í Noregi Tengdar fréttir Mjótt á mununum í Noregi Ríkisstjórn Íhaldsflokksins og Framfaraflokksins undir forystu Ernu Solberg forsætisráðherra og með stuðningi Kristilegra demókrata og Frjálslynda flokksins heldur samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem TV2 birti um helgina. 11. september 2017 10:00 Verkamannaflokkurinn mælist enn með mest fylgi í Noregi Verkamannaflokkurinn undir forystu Jonas Gahr Støre mælist stærstur í aðdraganda norsku þingkosninganna, með 28,1 prósents fylgi. Þetta er niðurstaða könnunar sem TNS gerði fyrir TV2 og birtist í gær. Íhaldsflokkur forsætisráðherrans Ernu Solberg mælist með 23,4 prósenta stuðning. 8. september 2017 06:00 Eiríkur Bergmann um norsku kosningabaráttuna: „Stjórnmál í Noregi eru mjög kurteisisleg“ Norðmenn munu kjósa sér nýtt þing mánudaginn 11. september þar sem vinstri flokkarnir undir forystu Jonas Gahr Støre munu leitast við að fella ríkisstjórn Ernu Solberg. 29. ágúst 2017 13:00 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Fleiri fréttir Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Sjá meira
Mjótt á mununum í Noregi Ríkisstjórn Íhaldsflokksins og Framfaraflokksins undir forystu Ernu Solberg forsætisráðherra og með stuðningi Kristilegra demókrata og Frjálslynda flokksins heldur samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem TV2 birti um helgina. 11. september 2017 10:00
Verkamannaflokkurinn mælist enn með mest fylgi í Noregi Verkamannaflokkurinn undir forystu Jonas Gahr Støre mælist stærstur í aðdraganda norsku þingkosninganna, með 28,1 prósents fylgi. Þetta er niðurstaða könnunar sem TNS gerði fyrir TV2 og birtist í gær. Íhaldsflokkur forsætisráðherrans Ernu Solberg mælist með 23,4 prósenta stuðning. 8. september 2017 06:00
Eiríkur Bergmann um norsku kosningabaráttuna: „Stjórnmál í Noregi eru mjög kurteisisleg“ Norðmenn munu kjósa sér nýtt þing mánudaginn 11. september þar sem vinstri flokkarnir undir forystu Jonas Gahr Støre munu leitast við að fella ríkisstjórn Ernu Solberg. 29. ágúst 2017 13:00