Jafnrétti kynjanna er málefni kvenna og karla Eva Magnúsdóttir skrifar 13. september 2017 07:00 ,,Þú skalt aldrei gifta þig, Eva mín, þá ræðurðu ekki framtíðinni, farðu í háskóla!“ Þetta sagði föðuramma mín, sem fæddist árið 1900, við mig tíu ára gamla. Þarna talaði sú aldna af reynslu síns tíðaranda. Ég fylgdi ekki alfarið ráði ömmu minnar því ég gifti mig en fer með jöfnu millibili í háskóla. En þarna í stofunni hjá henni kviknaði áhugi minn á tvennu; háskólamenntun og jafnrétti kynjanna og hef ég lagt mig fram um að hvetja stúlkur og konur til góðra verka síðan. Hvatning og efling stúlkna og kvenna hefur allt frá hippatímabilinu verið í umræðunni og sýnist sitt hverjum um stöðuna nú. Flestir eru þó á því að það halli frekar á konur og hugsanlega er jafnrétti ekki náð ef við þurfum ennþá að ræða það. Árið 1999 var átakinu AUÐUR í krafti kvenna hleypt af stokkunum til að efla konur í atvinnulífinu. Þegar verkefninu lauk í janúar 2003 höfðu 1.480 konur tekið þátt í AUÐI og ómældur fjöldi notið ávaxtanna af þeim sex þáttum sem AUÐUR bauð; FjármálaAUÐUR, FrumkvöðlaAUÐUR, FramtíðarAUÐUR, LeiðtogaAUÐUR, AUÐARdætur með í vinnuna og AUÐARverðlaunin. Síðan hefur vegur kvenna aukist nokkuð á vinnumarkaði. LeiðtogaAuður lifði og er nú deild innan Félags kvenna í atvinnulífinu með þann tilgang að efla tengsl kvenna í leiðtoga- og stjórnunarstörfum hjá íslenskum fyrirtækjum. Nú verður hleypt af stokkunum verkefni sem lýtur að þjálfun og leiðsögn leiðtoga á meðal ungra og efnilegra kvenna í atvinnulífinu. Settur hefur verið saman samstarfshópur sem ásamt FKA framtíð ætlar að móta starfið en FKA framtíð er nefnd innan FKA. Nefndin er sameiningarafl fyrir ungar og efnilegar konur í atvinnulífinu. Markmiðið með verkefninu er að konur sem náð hafa þroska og frama á vinnumarkaði leiðbeini ungum, efnilegum konum, þjálfi þær og efli með þeim leiðtogahæfileika þeirra. Til að breyta heimsmyndinni til frambúðar þarf jafnréttisfræðsla þó að hefjast miklu fyrr, jafnvel á leikskólastiginu og framleiðendur leikfanga þurfa að hætta að skilgreina hlutverkin með litum. Jafnrétti kynjanna er ekki bara málefni kvenna; bræður, eiginmenn, feður og afar vilja almennt veg sinna kvenna sem mestan.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Magnúsdóttir Markaðir Skoðun Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Sjá meira
,,Þú skalt aldrei gifta þig, Eva mín, þá ræðurðu ekki framtíðinni, farðu í háskóla!“ Þetta sagði föðuramma mín, sem fæddist árið 1900, við mig tíu ára gamla. Þarna talaði sú aldna af reynslu síns tíðaranda. Ég fylgdi ekki alfarið ráði ömmu minnar því ég gifti mig en fer með jöfnu millibili í háskóla. En þarna í stofunni hjá henni kviknaði áhugi minn á tvennu; háskólamenntun og jafnrétti kynjanna og hef ég lagt mig fram um að hvetja stúlkur og konur til góðra verka síðan. Hvatning og efling stúlkna og kvenna hefur allt frá hippatímabilinu verið í umræðunni og sýnist sitt hverjum um stöðuna nú. Flestir eru þó á því að það halli frekar á konur og hugsanlega er jafnrétti ekki náð ef við þurfum ennþá að ræða það. Árið 1999 var átakinu AUÐUR í krafti kvenna hleypt af stokkunum til að efla konur í atvinnulífinu. Þegar verkefninu lauk í janúar 2003 höfðu 1.480 konur tekið þátt í AUÐI og ómældur fjöldi notið ávaxtanna af þeim sex þáttum sem AUÐUR bauð; FjármálaAUÐUR, FrumkvöðlaAUÐUR, FramtíðarAUÐUR, LeiðtogaAUÐUR, AUÐARdætur með í vinnuna og AUÐARverðlaunin. Síðan hefur vegur kvenna aukist nokkuð á vinnumarkaði. LeiðtogaAuður lifði og er nú deild innan Félags kvenna í atvinnulífinu með þann tilgang að efla tengsl kvenna í leiðtoga- og stjórnunarstörfum hjá íslenskum fyrirtækjum. Nú verður hleypt af stokkunum verkefni sem lýtur að þjálfun og leiðsögn leiðtoga á meðal ungra og efnilegra kvenna í atvinnulífinu. Settur hefur verið saman samstarfshópur sem ásamt FKA framtíð ætlar að móta starfið en FKA framtíð er nefnd innan FKA. Nefndin er sameiningarafl fyrir ungar og efnilegar konur í atvinnulífinu. Markmiðið með verkefninu er að konur sem náð hafa þroska og frama á vinnumarkaði leiðbeini ungum, efnilegum konum, þjálfi þær og efli með þeim leiðtogahæfileika þeirra. Til að breyta heimsmyndinni til frambúðar þarf jafnréttisfræðsla þó að hefjast miklu fyrr, jafnvel á leikskólastiginu og framleiðendur leikfanga þurfa að hætta að skilgreina hlutverkin með litum. Jafnrétti kynjanna er ekki bara málefni kvenna; bræður, eiginmenn, feður og afar vilja almennt veg sinna kvenna sem mestan.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun