Tók sjúkrabíl klukkutíma að komast á Ólafsfjörð: „Þetta er ófremdarástand“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. september 2017 22:26 Sjúkrabíllinn þurfti að koma frá Dalvík, sækja sjúklinginn á Ólafsfjörð og flytja hann svo til Siglufjarðar. Það tók því rúman klukkutíma frá því að hringt var á Neyðarlínuna og þar til sjúklingurinn var kominn undir læknishendur. loftmyndir.is Það tók sjúkrabíl heilan klukkutíma að komast í útkall á Ólafsfirði í hádeginu í dag en bakvakt sjúkrabíls í bænum var lögð af í sumar. Sjúkrabílar eru nú tiltækir á Siglufirði og Dalvík. Nanna Árnadóttir, íbúi á Ólafsfirði, hringdi klukkan 12:39 í dag í Neyðarlínuna og bað um sjúkrabíl fyrir bakveikan föður sinn sem var kvalinn af verkjum. „Við biðum og biðum og svo klukkan 13:10 þá hringir læknirinn í föður minn og spyr hann út í hvernig hann er og segir að það verði sendur bíll. En ég vissi að það myndi taka tíma því við vorum búin að sjá að bíllinn sem er staðsettur á Siglufirði fór í gegnum bæinn hjá okkur en hann var ekki að koma til okkar heldur að fara með annan sjúkling á Akureyri,“ segir Nanna í samtali við Vísi. Sjúkrabíllinn þurfti því að koma frá Dalvík og því leið klukkutími þar til hann kom og náði í föður Nönnu. Þá átti síðan eftir að keyra honum á heilbrigðisstofnunina á Siglufirði en 17 kílómetrar eru frá Ólafsfirði til Siglufjarðar. Því leið í raun meira en klukkutími frá því að Nanna hringdi á sjúkrabílinn og þar til faðir hennar var kominn undir læknishendur. „Þetta er ófremdarástand og fólk hér í bænum er mjög reitt og sárt yfir því að bílnum skuli hafa verið lagt. Þetta er örugglega ekkert einsdæmi því heilbrigðiskerfinu okkar er alltaf að hraka. Bæjarbúar eru frekar óttaslegnir og bíða bara eftir því að eitthvað komi upp á,“ segir Nanna og bendir á að fyrsti vetur íbúa Ólafsfjarðar án sjúkrabíls sé framundan.Klukkutími alls ekki ásættanlegur tími Jón Valgeir Baldursson er einn í minnihluta í bæjarstjórn Fjallabyggðar og íbúi á Ólafsfirði. Hann segir það leggjast mjög illa í bæjarbúa að enginn sjúkrabíll sé í bænum og þó að hann geti ekki talað fyrir meirihlutann í bæjarstjórn þá viti hann að þetta leggist heldur ekki vel í bæjarfulltrúana. Upphaflega átti að leggja sjúkrabílnum á Ólafsfirði á seinasta ári en íbúar mótmæltu því harðlega og söfnuðu undirskriftum gegn þeirri ákvörðun. Nú er bíllinn hins vegar farinn og segir Jón Valgeir ákvörðunin liggja hjá stjórn Heilbrigðisstofnunar Norðurlands. Hann segist ekki hafa fengið skýr svör varðandi það hvers vegna bílnum var lagt. „Við fáum ekki þau svör að þetta sé til þess að spara pening heldur að þetta hafi með menntun sjúkraflutningamannanna að gera. Ég var einn af þeim sem var í sjúkraflutningunum og er með grunnmenntunina auk fleiri manna og svo voru aðrir sem voru að bíða eftir því að taka grunnmenntunina til að geta sinnt þessu starfi. Forstjóri HSN bar samt menntun sjúkraflutningamanna fyrir sig en það er bara ekki rétt þannig að við fengum aldrei nein skýr svör um þetta,“ segir Jón Valgeir. Þá hafi hann leitað til heilbrigðisráðherra vegna málsins en ekki fengið nein svör þaðan. Jón Valgeir segir það alls ekki ásættanlegt að það taki sjúkrabíl klukkutíma að komast á staðinn og að málið varði allan Tröllaskaga. „Þegar við vorum í þessu þá var okkur sagt að ásættanlegur tími væri tíu mínútur.“ Heilbrigðismál Mest lesið Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Sjá meira
Það tók sjúkrabíl heilan klukkutíma að komast í útkall á Ólafsfirði í hádeginu í dag en bakvakt sjúkrabíls í bænum var lögð af í sumar. Sjúkrabílar eru nú tiltækir á Siglufirði og Dalvík. Nanna Árnadóttir, íbúi á Ólafsfirði, hringdi klukkan 12:39 í dag í Neyðarlínuna og bað um sjúkrabíl fyrir bakveikan föður sinn sem var kvalinn af verkjum. „Við biðum og biðum og svo klukkan 13:10 þá hringir læknirinn í föður minn og spyr hann út í hvernig hann er og segir að það verði sendur bíll. En ég vissi að það myndi taka tíma því við vorum búin að sjá að bíllinn sem er staðsettur á Siglufirði fór í gegnum bæinn hjá okkur en hann var ekki að koma til okkar heldur að fara með annan sjúkling á Akureyri,“ segir Nanna í samtali við Vísi. Sjúkrabíllinn þurfti því að koma frá Dalvík og því leið klukkutími þar til hann kom og náði í föður Nönnu. Þá átti síðan eftir að keyra honum á heilbrigðisstofnunina á Siglufirði en 17 kílómetrar eru frá Ólafsfirði til Siglufjarðar. Því leið í raun meira en klukkutími frá því að Nanna hringdi á sjúkrabílinn og þar til faðir hennar var kominn undir læknishendur. „Þetta er ófremdarástand og fólk hér í bænum er mjög reitt og sárt yfir því að bílnum skuli hafa verið lagt. Þetta er örugglega ekkert einsdæmi því heilbrigðiskerfinu okkar er alltaf að hraka. Bæjarbúar eru frekar óttaslegnir og bíða bara eftir því að eitthvað komi upp á,“ segir Nanna og bendir á að fyrsti vetur íbúa Ólafsfjarðar án sjúkrabíls sé framundan.Klukkutími alls ekki ásættanlegur tími Jón Valgeir Baldursson er einn í minnihluta í bæjarstjórn Fjallabyggðar og íbúi á Ólafsfirði. Hann segir það leggjast mjög illa í bæjarbúa að enginn sjúkrabíll sé í bænum og þó að hann geti ekki talað fyrir meirihlutann í bæjarstjórn þá viti hann að þetta leggist heldur ekki vel í bæjarfulltrúana. Upphaflega átti að leggja sjúkrabílnum á Ólafsfirði á seinasta ári en íbúar mótmæltu því harðlega og söfnuðu undirskriftum gegn þeirri ákvörðun. Nú er bíllinn hins vegar farinn og segir Jón Valgeir ákvörðunin liggja hjá stjórn Heilbrigðisstofnunar Norðurlands. Hann segist ekki hafa fengið skýr svör varðandi það hvers vegna bílnum var lagt. „Við fáum ekki þau svör að þetta sé til þess að spara pening heldur að þetta hafi með menntun sjúkraflutningamannanna að gera. Ég var einn af þeim sem var í sjúkraflutningunum og er með grunnmenntunina auk fleiri manna og svo voru aðrir sem voru að bíða eftir því að taka grunnmenntunina til að geta sinnt þessu starfi. Forstjóri HSN bar samt menntun sjúkraflutningamanna fyrir sig en það er bara ekki rétt þannig að við fengum aldrei nein skýr svör um þetta,“ segir Jón Valgeir. Þá hafi hann leitað til heilbrigðisráðherra vegna málsins en ekki fengið nein svör þaðan. Jón Valgeir segir það alls ekki ásættanlegt að það taki sjúkrabíl klukkutíma að komast á staðinn og að málið varði allan Tröllaskaga. „Þegar við vorum í þessu þá var okkur sagt að ásættanlegur tími væri tíu mínútur.“
Heilbrigðismál Mest lesið Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Sjá meira