Að refsa fólki fyrir að brjóta gegn sjálfu sér Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson og Kjartan Þór Ingason skrifar 14. september 2017 08:00 Kannabis er ekki hættulaust en réttlætir það að fólki sé refsað fyrir vörslu þess? Rannsóknir hafa bent til þess að endurtekin neysla kannabisefna sé sjálfstæður áhættuþáttur fyrir geðrof og að fráhvarfseinkenni kunni að koma fram við lok langvarandi neyslu, það er alveg rétt. Við það ber þó að bæta að þótt kannabisefni séu ávanabindandi þá eru ýmis önnur efni leyfð sem eru bæði skaðleg og líklegri til að valda ávana. Þrátt fyrir að ýmis önnur skaðleg efni, á borð við tóbak og áfengi, séu leyfð er staðreyndin sú að meðferð kannabisefna er bönnuð með lögum og liggur sekt eða fangelsisvist við meðferð þeirra. Samkvæmt fyrirmælum ríkislögreglustjóra um brot sem ljúka má með lögreglustjórasátt er grunnsekt fyrir meðferð kannabisefna kr. 50.000, með undantekningu ef um er að ræða smávægilegt fyrsta brot ungmennis. Að öðrum kosti gildir grunnsektin, sem aðeins beitt við allra smæstu brot. Þegar brot rata fyrir dómstóla er miðað við sekt og 30 daga til 3 mánaða fangelsisvist, eftir magni efnanna, fyrir vörslu, kaup og öflun til eigin nota. Allir geta ánetjast fíkniefnum en rannsóknir hafa sýnt að félagsleg staða og fjárhagur þeirra sem eru í reglulegri neyslu er yfirleitt langt undir meðaltali heildarinnar. Refsingarnar sem kveðið er á um í lögum um ávana- og fíkniefni eru ekki til þess fallnar að bæta stöðu fíkniefnaneytenda. Þegar sektir eru lagðar á þá sem eru fjárþurfi er hætta á að þær hrindi fólki dýpra ofan í vítahring skulda og ýti undir okurlánastarfsemi. Enn fremur gera sektir, sem lagðar eru á þá sem njóta fjárhagslegrar aðstoðar félagsyfirvalda, lítið annað en að færa fé úr einum vasa stjórnvalda yfir í annan, og skilja einstaklinginn eftir í verri stöðu en áður. Þá þarf varla að nefna hættuna sem fylgir því að sakborningur, sem situr inni fyrir smávægilegt brot, myndi sér skaðlegt tengslanet innan fangelsisins, eða langvinnan skaða sem brot á sakaskrá veldur atvinnumöguleikum fólks. Þótt kannabisefni séu skaðleg heilsu einstaklinga þá geta refsingar einnig haft víðtækar félagslegar og fjárhagslegar afleiðingar. Í raun má færa rök fyrir því að skaðsemi efnanna blikni í samanburði við skaðsemi refsistefnu stjórnvalda. Hver eru þá markmið refsinga stjórnvalda? Varla er hægt að taka þessa umræðu án þess að vekja á því athygli að ýmsar rannsóknir hafa bent á jákvæð áhrif kannabisefna, til dæmis sem verkjastillandi lyf fyrir krabbameinssjúklinga og sem meðferðarúrræði fyrir flogaveika. Mögulegir kostir eða gallar kannabisefna eru þó ekki áhrifaþáttur í þessari umræðu heldur fyrst og fremst að skaðsemi refsinganna er í mörgum tilvikum þungbærari fyrir einstaklinga og samfélagið en efnin sjálf, auk þess að siðferðilega vafasamt er að refsa fólki fyrir skaðlegar athafnir sem bitna ekki á neinum nema einstaklingnum sjálfum. Hvernig væri að leyfa bara fullorðnu fólki að taka sjálfstæðar ákvarðanir um líf sitt? Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson, lögfræðingur og formaður Ungliðahreyfingar Viðreisnar Kjartan Þór Ingason, félagsfræðingur og viðburðastjóri Ungliðahreyfingar Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjartan Þór Ingason Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Kannabis er ekki hættulaust en réttlætir það að fólki sé refsað fyrir vörslu þess? Rannsóknir hafa bent til þess að endurtekin neysla kannabisefna sé sjálfstæður áhættuþáttur fyrir geðrof og að fráhvarfseinkenni kunni að koma fram við lok langvarandi neyslu, það er alveg rétt. Við það ber þó að bæta að þótt kannabisefni séu ávanabindandi þá eru ýmis önnur efni leyfð sem eru bæði skaðleg og líklegri til að valda ávana. Þrátt fyrir að ýmis önnur skaðleg efni, á borð við tóbak og áfengi, séu leyfð er staðreyndin sú að meðferð kannabisefna er bönnuð með lögum og liggur sekt eða fangelsisvist við meðferð þeirra. Samkvæmt fyrirmælum ríkislögreglustjóra um brot sem ljúka má með lögreglustjórasátt er grunnsekt fyrir meðferð kannabisefna kr. 50.000, með undantekningu ef um er að ræða smávægilegt fyrsta brot ungmennis. Að öðrum kosti gildir grunnsektin, sem aðeins beitt við allra smæstu brot. Þegar brot rata fyrir dómstóla er miðað við sekt og 30 daga til 3 mánaða fangelsisvist, eftir magni efnanna, fyrir vörslu, kaup og öflun til eigin nota. Allir geta ánetjast fíkniefnum en rannsóknir hafa sýnt að félagsleg staða og fjárhagur þeirra sem eru í reglulegri neyslu er yfirleitt langt undir meðaltali heildarinnar. Refsingarnar sem kveðið er á um í lögum um ávana- og fíkniefni eru ekki til þess fallnar að bæta stöðu fíkniefnaneytenda. Þegar sektir eru lagðar á þá sem eru fjárþurfi er hætta á að þær hrindi fólki dýpra ofan í vítahring skulda og ýti undir okurlánastarfsemi. Enn fremur gera sektir, sem lagðar eru á þá sem njóta fjárhagslegrar aðstoðar félagsyfirvalda, lítið annað en að færa fé úr einum vasa stjórnvalda yfir í annan, og skilja einstaklinginn eftir í verri stöðu en áður. Þá þarf varla að nefna hættuna sem fylgir því að sakborningur, sem situr inni fyrir smávægilegt brot, myndi sér skaðlegt tengslanet innan fangelsisins, eða langvinnan skaða sem brot á sakaskrá veldur atvinnumöguleikum fólks. Þótt kannabisefni séu skaðleg heilsu einstaklinga þá geta refsingar einnig haft víðtækar félagslegar og fjárhagslegar afleiðingar. Í raun má færa rök fyrir því að skaðsemi efnanna blikni í samanburði við skaðsemi refsistefnu stjórnvalda. Hver eru þá markmið refsinga stjórnvalda? Varla er hægt að taka þessa umræðu án þess að vekja á því athygli að ýmsar rannsóknir hafa bent á jákvæð áhrif kannabisefna, til dæmis sem verkjastillandi lyf fyrir krabbameinssjúklinga og sem meðferðarúrræði fyrir flogaveika. Mögulegir kostir eða gallar kannabisefna eru þó ekki áhrifaþáttur í þessari umræðu heldur fyrst og fremst að skaðsemi refsinganna er í mörgum tilvikum þungbærari fyrir einstaklinga og samfélagið en efnin sjálf, auk þess að siðferðilega vafasamt er að refsa fólki fyrir skaðlegar athafnir sem bitna ekki á neinum nema einstaklingnum sjálfum. Hvernig væri að leyfa bara fullorðnu fólki að taka sjálfstæðar ákvarðanir um líf sitt? Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson, lögfræðingur og formaður Ungliðahreyfingar Viðreisnar Kjartan Þór Ingason, félagsfræðingur og viðburðastjóri Ungliðahreyfingar Viðreisnar
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun