Að refsa fólki fyrir að brjóta gegn sjálfu sér Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson og Kjartan Þór Ingason skrifar 14. september 2017 08:00 Kannabis er ekki hættulaust en réttlætir það að fólki sé refsað fyrir vörslu þess? Rannsóknir hafa bent til þess að endurtekin neysla kannabisefna sé sjálfstæður áhættuþáttur fyrir geðrof og að fráhvarfseinkenni kunni að koma fram við lok langvarandi neyslu, það er alveg rétt. Við það ber þó að bæta að þótt kannabisefni séu ávanabindandi þá eru ýmis önnur efni leyfð sem eru bæði skaðleg og líklegri til að valda ávana. Þrátt fyrir að ýmis önnur skaðleg efni, á borð við tóbak og áfengi, séu leyfð er staðreyndin sú að meðferð kannabisefna er bönnuð með lögum og liggur sekt eða fangelsisvist við meðferð þeirra. Samkvæmt fyrirmælum ríkislögreglustjóra um brot sem ljúka má með lögreglustjórasátt er grunnsekt fyrir meðferð kannabisefna kr. 50.000, með undantekningu ef um er að ræða smávægilegt fyrsta brot ungmennis. Að öðrum kosti gildir grunnsektin, sem aðeins beitt við allra smæstu brot. Þegar brot rata fyrir dómstóla er miðað við sekt og 30 daga til 3 mánaða fangelsisvist, eftir magni efnanna, fyrir vörslu, kaup og öflun til eigin nota. Allir geta ánetjast fíkniefnum en rannsóknir hafa sýnt að félagsleg staða og fjárhagur þeirra sem eru í reglulegri neyslu er yfirleitt langt undir meðaltali heildarinnar. Refsingarnar sem kveðið er á um í lögum um ávana- og fíkniefni eru ekki til þess fallnar að bæta stöðu fíkniefnaneytenda. Þegar sektir eru lagðar á þá sem eru fjárþurfi er hætta á að þær hrindi fólki dýpra ofan í vítahring skulda og ýti undir okurlánastarfsemi. Enn fremur gera sektir, sem lagðar eru á þá sem njóta fjárhagslegrar aðstoðar félagsyfirvalda, lítið annað en að færa fé úr einum vasa stjórnvalda yfir í annan, og skilja einstaklinginn eftir í verri stöðu en áður. Þá þarf varla að nefna hættuna sem fylgir því að sakborningur, sem situr inni fyrir smávægilegt brot, myndi sér skaðlegt tengslanet innan fangelsisins, eða langvinnan skaða sem brot á sakaskrá veldur atvinnumöguleikum fólks. Þótt kannabisefni séu skaðleg heilsu einstaklinga þá geta refsingar einnig haft víðtækar félagslegar og fjárhagslegar afleiðingar. Í raun má færa rök fyrir því að skaðsemi efnanna blikni í samanburði við skaðsemi refsistefnu stjórnvalda. Hver eru þá markmið refsinga stjórnvalda? Varla er hægt að taka þessa umræðu án þess að vekja á því athygli að ýmsar rannsóknir hafa bent á jákvæð áhrif kannabisefna, til dæmis sem verkjastillandi lyf fyrir krabbameinssjúklinga og sem meðferðarúrræði fyrir flogaveika. Mögulegir kostir eða gallar kannabisefna eru þó ekki áhrifaþáttur í þessari umræðu heldur fyrst og fremst að skaðsemi refsinganna er í mörgum tilvikum þungbærari fyrir einstaklinga og samfélagið en efnin sjálf, auk þess að siðferðilega vafasamt er að refsa fólki fyrir skaðlegar athafnir sem bitna ekki á neinum nema einstaklingnum sjálfum. Hvernig væri að leyfa bara fullorðnu fólki að taka sjálfstæðar ákvarðanir um líf sitt? Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson, lögfræðingur og formaður Ungliðahreyfingar Viðreisnar Kjartan Þór Ingason, félagsfræðingur og viðburðastjóri Ungliðahreyfingar Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjartan Þór Ingason Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson Mest lesið Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Kannabis er ekki hættulaust en réttlætir það að fólki sé refsað fyrir vörslu þess? Rannsóknir hafa bent til þess að endurtekin neysla kannabisefna sé sjálfstæður áhættuþáttur fyrir geðrof og að fráhvarfseinkenni kunni að koma fram við lok langvarandi neyslu, það er alveg rétt. Við það ber þó að bæta að þótt kannabisefni séu ávanabindandi þá eru ýmis önnur efni leyfð sem eru bæði skaðleg og líklegri til að valda ávana. Þrátt fyrir að ýmis önnur skaðleg efni, á borð við tóbak og áfengi, séu leyfð er staðreyndin sú að meðferð kannabisefna er bönnuð með lögum og liggur sekt eða fangelsisvist við meðferð þeirra. Samkvæmt fyrirmælum ríkislögreglustjóra um brot sem ljúka má með lögreglustjórasátt er grunnsekt fyrir meðferð kannabisefna kr. 50.000, með undantekningu ef um er að ræða smávægilegt fyrsta brot ungmennis. Að öðrum kosti gildir grunnsektin, sem aðeins beitt við allra smæstu brot. Þegar brot rata fyrir dómstóla er miðað við sekt og 30 daga til 3 mánaða fangelsisvist, eftir magni efnanna, fyrir vörslu, kaup og öflun til eigin nota. Allir geta ánetjast fíkniefnum en rannsóknir hafa sýnt að félagsleg staða og fjárhagur þeirra sem eru í reglulegri neyslu er yfirleitt langt undir meðaltali heildarinnar. Refsingarnar sem kveðið er á um í lögum um ávana- og fíkniefni eru ekki til þess fallnar að bæta stöðu fíkniefnaneytenda. Þegar sektir eru lagðar á þá sem eru fjárþurfi er hætta á að þær hrindi fólki dýpra ofan í vítahring skulda og ýti undir okurlánastarfsemi. Enn fremur gera sektir, sem lagðar eru á þá sem njóta fjárhagslegrar aðstoðar félagsyfirvalda, lítið annað en að færa fé úr einum vasa stjórnvalda yfir í annan, og skilja einstaklinginn eftir í verri stöðu en áður. Þá þarf varla að nefna hættuna sem fylgir því að sakborningur, sem situr inni fyrir smávægilegt brot, myndi sér skaðlegt tengslanet innan fangelsisins, eða langvinnan skaða sem brot á sakaskrá veldur atvinnumöguleikum fólks. Þótt kannabisefni séu skaðleg heilsu einstaklinga þá geta refsingar einnig haft víðtækar félagslegar og fjárhagslegar afleiðingar. Í raun má færa rök fyrir því að skaðsemi efnanna blikni í samanburði við skaðsemi refsistefnu stjórnvalda. Hver eru þá markmið refsinga stjórnvalda? Varla er hægt að taka þessa umræðu án þess að vekja á því athygli að ýmsar rannsóknir hafa bent á jákvæð áhrif kannabisefna, til dæmis sem verkjastillandi lyf fyrir krabbameinssjúklinga og sem meðferðarúrræði fyrir flogaveika. Mögulegir kostir eða gallar kannabisefna eru þó ekki áhrifaþáttur í þessari umræðu heldur fyrst og fremst að skaðsemi refsinganna er í mörgum tilvikum þungbærari fyrir einstaklinga og samfélagið en efnin sjálf, auk þess að siðferðilega vafasamt er að refsa fólki fyrir skaðlegar athafnir sem bitna ekki á neinum nema einstaklingnum sjálfum. Hvernig væri að leyfa bara fullorðnu fólki að taka sjálfstæðar ákvarðanir um líf sitt? Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson, lögfræðingur og formaður Ungliðahreyfingar Viðreisnar Kjartan Þór Ingason, félagsfræðingur og viðburðastjóri Ungliðahreyfingar Viðreisnar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun