Sveinn Gestur neitar sök Birgir Olgeirsson skrifar 14. september 2017 10:45 Sveinn Gestur Tryggvason neitaði sök við þingfestingu í máli embættis héraðssaksóknara gegn honum. Þá hafnaði Sveinn Gestur einnig bótakröfu í málinu. Við þingfestinguna sagðist Sveinn Gestur „að sjálfsögðu“ neita sök og hafna bótakröfu. Sveinn Gestur er ákærður fyrir stórfellda líkamsárás þegar ráðist var á Arnar Jónsson Aspar á Æsustöðum í Mosfellsbæ þann 7. júní síðastliðinn með þeim afleiðingum að Arnar beið bana. Sex voru handteknir í upphafi en Sveinn Gestur var sá eini sem var ákærður. Getur brotið sem hann er sakaður um varðað allt að sextán ára fangelsi. Barnsmóðir Arnars hefur krafist fimmtíu milljóna í skaðabætur fyrir sig og dóttur sína úr hendi Sveins Gests. Við þingfestinguna í morgun gerði réttargæslumaður bótakrefjenda kröfu um að Sveinn Gestur víki þegar bótakrefjendur gefa skýrslu fyrir dómi, en verjandi mótmælti þeirri kröfu. Sveinn Gestur hefur alfarið neitað sök í yfirlýsingu sem send var fjölmiðlum í ágúst síðastliðnum en þar var því haldið fram að Sveinn Gestur hefði aldrei veist að hinum látna heldur hafi hann verið að verjast árás. Í gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að andlát Arnars sé rakið til nokkurra samverkandi þátta en „en þvinguð frambeygð staða sem brotaþola hafi verið haldið í, með hendur fyrir aftan bak, meðan kærði hafi þrýst með líkama sínum á brjósthol brotaþola og hálstakið sem kærði hafi haldið brotaþola í, samkvæmt framburði vitna, sé talið hafa leitt til mikillar minnkunar á öndunargetu sem að lokum hafi leitt til köfnunar brotaþola.“ Við þingfestinguna í morgun sagði Sveinn að ekki hefði verið um stórfellda líkamsárás að ræða. Hann hafi haldið höndum Arnars fyrir aftan bak en ekki á þann veg sem lýst er í ákæru. Sagðist hann hafa setið á rasskinnunum til að beita ekki þrýstingi á bakið og að annar maður hefði slegið Arnar sem er ekki ákærður. Þá hefur komið fram að samkvæmt krufningskýrslu réttarmeinafræðings sé einnig talið að svokallað æsingsóráðsheilkenni hafi dregið Arnar til dauða, en um afar sjaldgæft heilkenni er að ræða. Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Tengdar fréttir Snapchat-upptökur af árásinni í Mosfellsdal Hálstak er talinn aðalþátturinn í því sem leiddi Arnar Jónsson Aspar til dauða, samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum krufningar. 27. júní 2017 18:28 Ósáttur við umfjöllun og segir hið sanna munu koma í ljós Sveinn Gestur Tryggvason, sem grunaður er um að hafa ráðið manni bana í Mosfellsdal í júní, neitar því alfarið að hafa slegið til hins látna eða tekið hann hálstaki. 4. ágúst 2017 12:55 Manndráp í Mosfellsdal: Talinn hafa þrýst líkamanum á brjósthol mannsins og tekið hann hálstaki Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að Sveinn Gestur Tryggvason skuli sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna til 18. ágúst næstkomandi. 26. júlí 2017 11:45 Sveinn Gestur ekki ákærður fyrir manndráp Héraðssaksóknari hefur ákært Svein Gest Tryggvason fyrir stórfellda líkamsárás. 31. ágúst 2017 16:04 Æsingsóráðið banvæna Afar sjaldgæft er að æsingsóráðsheilkenni valdi dauða í kjölfar átaka milli tveggja óbreyttra borgara, segir réttarmeinafræðingurinn Sebastian Kunz. 14. september 2017 07:00 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Sjá meira
Sveinn Gestur Tryggvason neitaði sök við þingfestingu í máli embættis héraðssaksóknara gegn honum. Þá hafnaði Sveinn Gestur einnig bótakröfu í málinu. Við þingfestinguna sagðist Sveinn Gestur „að sjálfsögðu“ neita sök og hafna bótakröfu. Sveinn Gestur er ákærður fyrir stórfellda líkamsárás þegar ráðist var á Arnar Jónsson Aspar á Æsustöðum í Mosfellsbæ þann 7. júní síðastliðinn með þeim afleiðingum að Arnar beið bana. Sex voru handteknir í upphafi en Sveinn Gestur var sá eini sem var ákærður. Getur brotið sem hann er sakaður um varðað allt að sextán ára fangelsi. Barnsmóðir Arnars hefur krafist fimmtíu milljóna í skaðabætur fyrir sig og dóttur sína úr hendi Sveins Gests. Við þingfestinguna í morgun gerði réttargæslumaður bótakrefjenda kröfu um að Sveinn Gestur víki þegar bótakrefjendur gefa skýrslu fyrir dómi, en verjandi mótmælti þeirri kröfu. Sveinn Gestur hefur alfarið neitað sök í yfirlýsingu sem send var fjölmiðlum í ágúst síðastliðnum en þar var því haldið fram að Sveinn Gestur hefði aldrei veist að hinum látna heldur hafi hann verið að verjast árás. Í gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að andlát Arnars sé rakið til nokkurra samverkandi þátta en „en þvinguð frambeygð staða sem brotaþola hafi verið haldið í, með hendur fyrir aftan bak, meðan kærði hafi þrýst með líkama sínum á brjósthol brotaþola og hálstakið sem kærði hafi haldið brotaþola í, samkvæmt framburði vitna, sé talið hafa leitt til mikillar minnkunar á öndunargetu sem að lokum hafi leitt til köfnunar brotaþola.“ Við þingfestinguna í morgun sagði Sveinn að ekki hefði verið um stórfellda líkamsárás að ræða. Hann hafi haldið höndum Arnars fyrir aftan bak en ekki á þann veg sem lýst er í ákæru. Sagðist hann hafa setið á rasskinnunum til að beita ekki þrýstingi á bakið og að annar maður hefði slegið Arnar sem er ekki ákærður. Þá hefur komið fram að samkvæmt krufningskýrslu réttarmeinafræðings sé einnig talið að svokallað æsingsóráðsheilkenni hafi dregið Arnar til dauða, en um afar sjaldgæft heilkenni er að ræða.
Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Tengdar fréttir Snapchat-upptökur af árásinni í Mosfellsdal Hálstak er talinn aðalþátturinn í því sem leiddi Arnar Jónsson Aspar til dauða, samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum krufningar. 27. júní 2017 18:28 Ósáttur við umfjöllun og segir hið sanna munu koma í ljós Sveinn Gestur Tryggvason, sem grunaður er um að hafa ráðið manni bana í Mosfellsdal í júní, neitar því alfarið að hafa slegið til hins látna eða tekið hann hálstaki. 4. ágúst 2017 12:55 Manndráp í Mosfellsdal: Talinn hafa þrýst líkamanum á brjósthol mannsins og tekið hann hálstaki Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að Sveinn Gestur Tryggvason skuli sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna til 18. ágúst næstkomandi. 26. júlí 2017 11:45 Sveinn Gestur ekki ákærður fyrir manndráp Héraðssaksóknari hefur ákært Svein Gest Tryggvason fyrir stórfellda líkamsárás. 31. ágúst 2017 16:04 Æsingsóráðið banvæna Afar sjaldgæft er að æsingsóráðsheilkenni valdi dauða í kjölfar átaka milli tveggja óbreyttra borgara, segir réttarmeinafræðingurinn Sebastian Kunz. 14. september 2017 07:00 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Sjá meira
Snapchat-upptökur af árásinni í Mosfellsdal Hálstak er talinn aðalþátturinn í því sem leiddi Arnar Jónsson Aspar til dauða, samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum krufningar. 27. júní 2017 18:28
Ósáttur við umfjöllun og segir hið sanna munu koma í ljós Sveinn Gestur Tryggvason, sem grunaður er um að hafa ráðið manni bana í Mosfellsdal í júní, neitar því alfarið að hafa slegið til hins látna eða tekið hann hálstaki. 4. ágúst 2017 12:55
Manndráp í Mosfellsdal: Talinn hafa þrýst líkamanum á brjósthol mannsins og tekið hann hálstaki Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að Sveinn Gestur Tryggvason skuli sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna til 18. ágúst næstkomandi. 26. júlí 2017 11:45
Sveinn Gestur ekki ákærður fyrir manndráp Héraðssaksóknari hefur ákært Svein Gest Tryggvason fyrir stórfellda líkamsárás. 31. ágúst 2017 16:04
Æsingsóráðið banvæna Afar sjaldgæft er að æsingsóráðsheilkenni valdi dauða í kjölfar átaka milli tveggja óbreyttra borgara, segir réttarmeinafræðingurinn Sebastian Kunz. 14. september 2017 07:00
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent