Fyrrverandi alþingismanni svarað Tómas Guðbjartsson og Ólafur Már Björnsson skrifar 15. september 2017 07:00 Kristinn H. Gunnarsson sendir okkur tóninn í Fréttablaðinu í gær. Eins og titill greinarinnar ber með sér: „Tómas á lágu plani“, kýs hann að hjóla í manninn og gera lítið úr þeim sem ekki deila gildismati hans. Sleggjudómar Kristins eru engin nýlunda, hann hefur áður sagt okkur með „uppblásið egó“ og farið niðrandi orðum um hæfni annars okkar sem læknis. Sú aðferð hentar þeim sem forðast málefnalega umræðu. Markmið okkar er þó aðeins að tala máli náttúrinnar á Ströndum – náttúru sem við teljum að ekki hafi fengið að njóta sannmælis þegar Hvalárvirkjun var metin sem virkjanakostur. Við stöndum við það sem við skrifuðum í Fréttablaðinu þann 30. ágúst sl., enda þótt sum atriði, sem varla teljast aðalatriði, hefðu getað verið orðuð af meiri nákvæmni. Það má t.d. lesa úr orðum okkar að þeir sem vinna Rammaáætlun ákveði hvaða virkjunarkostir séu settir í nýtingarflokk, en þeirra hlutverk er að raða upp virkjanakostum. Síðan er það í höndum Alþingis að ákveða hvaða virkjanakostir eru settir í nýtingarflokk. Við höfum ekki sakað neina um óheilindi í þessu sambandi en höfum lýst þeirri skoðun okkar að skortur á upplýsingum gæti hafa orðið til þess að virkjuninni var veitt brautargengi.Ónefndur foss í Hvalá.Við teljum Rammaáætlun að mörgu leyti gallaða aðferðafræði og of virkjanamiðaða. Okkur finnst einnig skorta mjög upp á upplýsingagjöf til almennings um Hvalárvirkjun og breyttar fyrirætlanir framkvæmdaaðila oft óskýrar. Nafnið Hvalárvirkjun gefur ekki rétta mynd af umfangi virkjunarinnar, enda teljum við eins og heimamenn að mest eftirsjá sé af fossaröðinni í Evyindarfjarðará, en hún mun þurrkast upp. Ennfremur stenst sú fullyrðing að virkjunin hafi stækkað á teikniborðinu úr 35 í 55 MW, en vissum ekki að skýringin væri sú að vatnsrennsli hefði reynst meira á svæðinu. Okkur leikur forvitni á að vita hvernig svo mikil mæliskekkja á vatnsmagni geti verið frá upprunalegum áætlunum um virkjunina og hvort fleiri mælingar sem liggi til grundvallar henni séu eins ónákvæmar? Þar sem áætlanir gerðu ráð fyrir 35 MW virkjun, sem stækka á í 55 MW, hlýtur að vera eðlilegt að spyrja hvort ekki megi þá hlífa Eyvindarfjarðará? Þannig yrði stórbrotnu vatnasviði Eyvindarfjarðar hlíft og kostnaður við virkjunina yrði minni. Við föllumst ekki á þá röksemd að aukningin á vatnsmagni verði á kostnað náttúru svæðisins. Annars er rétt að halda því til haga að okkur hugnast engin virkjun á þessu stórbrotna svæði við dyragætt Hornstranda. Við ætlum ekki að munnhöggvast frekar við þingmanninn fyrrverandi í fjölmiðlum eða á samfélagsmiðlum. Við bíðum þó enn eftir svari við tveimur spurningum sem við höfum lagt fyrir hann endurtekið:1) Truflar það hann ekki að vatnsréttindi í Eyvindarfjarðará séu í eigu ítalsks huldubaróns, Felix von Longo-Liebenstein, sem seldi þau til VesturVerks sem nú er í 70% eigu HS Orku, sem aftur er í 68% eigu kanadíska milljarðamæringsins, Ross Beaty, að því er virðist í gegnum skúffufyrirtæki í Svíþjóð?2) Hefur hann skoðað fossana í návígi, og þá ekki eingöngu Hvalárfossa, heldur fossaraðirnar upp með ánum Rjúkandi, Hvalá og Evindarfjarðará?Höfundar eru læknar og náttúruverndarsinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Guðbjartsson Mest lesið Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland skrifar Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson skrifar Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Sjá meira
Kristinn H. Gunnarsson sendir okkur tóninn í Fréttablaðinu í gær. Eins og titill greinarinnar ber með sér: „Tómas á lágu plani“, kýs hann að hjóla í manninn og gera lítið úr þeim sem ekki deila gildismati hans. Sleggjudómar Kristins eru engin nýlunda, hann hefur áður sagt okkur með „uppblásið egó“ og farið niðrandi orðum um hæfni annars okkar sem læknis. Sú aðferð hentar þeim sem forðast málefnalega umræðu. Markmið okkar er þó aðeins að tala máli náttúrinnar á Ströndum – náttúru sem við teljum að ekki hafi fengið að njóta sannmælis þegar Hvalárvirkjun var metin sem virkjanakostur. Við stöndum við það sem við skrifuðum í Fréttablaðinu þann 30. ágúst sl., enda þótt sum atriði, sem varla teljast aðalatriði, hefðu getað verið orðuð af meiri nákvæmni. Það má t.d. lesa úr orðum okkar að þeir sem vinna Rammaáætlun ákveði hvaða virkjunarkostir séu settir í nýtingarflokk, en þeirra hlutverk er að raða upp virkjanakostum. Síðan er það í höndum Alþingis að ákveða hvaða virkjanakostir eru settir í nýtingarflokk. Við höfum ekki sakað neina um óheilindi í þessu sambandi en höfum lýst þeirri skoðun okkar að skortur á upplýsingum gæti hafa orðið til þess að virkjuninni var veitt brautargengi.Ónefndur foss í Hvalá.Við teljum Rammaáætlun að mörgu leyti gallaða aðferðafræði og of virkjanamiðaða. Okkur finnst einnig skorta mjög upp á upplýsingagjöf til almennings um Hvalárvirkjun og breyttar fyrirætlanir framkvæmdaaðila oft óskýrar. Nafnið Hvalárvirkjun gefur ekki rétta mynd af umfangi virkjunarinnar, enda teljum við eins og heimamenn að mest eftirsjá sé af fossaröðinni í Evyindarfjarðará, en hún mun þurrkast upp. Ennfremur stenst sú fullyrðing að virkjunin hafi stækkað á teikniborðinu úr 35 í 55 MW, en vissum ekki að skýringin væri sú að vatnsrennsli hefði reynst meira á svæðinu. Okkur leikur forvitni á að vita hvernig svo mikil mæliskekkja á vatnsmagni geti verið frá upprunalegum áætlunum um virkjunina og hvort fleiri mælingar sem liggi til grundvallar henni séu eins ónákvæmar? Þar sem áætlanir gerðu ráð fyrir 35 MW virkjun, sem stækka á í 55 MW, hlýtur að vera eðlilegt að spyrja hvort ekki megi þá hlífa Eyvindarfjarðará? Þannig yrði stórbrotnu vatnasviði Eyvindarfjarðar hlíft og kostnaður við virkjunina yrði minni. Við föllumst ekki á þá röksemd að aukningin á vatnsmagni verði á kostnað náttúru svæðisins. Annars er rétt að halda því til haga að okkur hugnast engin virkjun á þessu stórbrotna svæði við dyragætt Hornstranda. Við ætlum ekki að munnhöggvast frekar við þingmanninn fyrrverandi í fjölmiðlum eða á samfélagsmiðlum. Við bíðum þó enn eftir svari við tveimur spurningum sem við höfum lagt fyrir hann endurtekið:1) Truflar það hann ekki að vatnsréttindi í Eyvindarfjarðará séu í eigu ítalsks huldubaróns, Felix von Longo-Liebenstein, sem seldi þau til VesturVerks sem nú er í 70% eigu HS Orku, sem aftur er í 68% eigu kanadíska milljarðamæringsins, Ross Beaty, að því er virðist í gegnum skúffufyrirtæki í Svíþjóð?2) Hefur hann skoðað fossana í návígi, og þá ekki eingöngu Hvalárfossa, heldur fossaraðirnar upp með ánum Rjúkandi, Hvalá og Evindarfjarðará?Höfundar eru læknar og náttúruverndarsinnar.
Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun
Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun