44 prósent fengu uppreist æru fyrr „af því sérstaklega stóð á“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. september 2017 15:34 Rober Downey hlaut uppreist æru í september í fyrra. Tæplega helmingur þeirra sem fengu uppreist æru undanfarin tuttugu ár fengu undanþágu frá meginreglu af því sérstaklega stóð á. Kompás Robert Downey var einn fjórtán einstaklinga af 32 sem fengu uppreist æru þrátt fyrir að hafa sótt um uppreist æru áður en fimm ár voru liðin frá því að afplánun refsingar hans lauk. Um er að ræða undanþágu frá þeirri meginreglu að fimm ár þurfi að líða frá því afplánun lýkur. Þetta kemur fram í frétt á vef Stjórnarráðsins það sem vísað er á bug að fréttum þess efnis að Robert Downey hafi fengið sérmeðferð hjá ráðuneytinu. Heimild er í lögum til að veita uppreist æru þegar tvö ár eru liðin frá afplánun refsingar „þegar sérstaklega stendur á“. Fram hefur komið að Robert Downey fékk uppreist æru í september 2016. Hann var dæmdur í þriggja ára fangelsi árið 2008 fyrir kynferðisbrot gegn fjórum stúlkum undir lögaldri. Hann hóf afplánun í febrúar 2009 og fékk reynslulausn tæpum tveimur árum síðar, í desember 2010. Þar sem dómur Roberts var þyngri en eitt ár átti hann að geta sótt um uppreist æru fimm árum eftir að refsing var að fullu úttekin. Hann sótti þó um uppreist æru í september árið 2014, fjórum árum eftir að hafa verið veitt reynslulausn, og fékk tveimur árum síðar. Í tilkynningunni á vef Stjórnarráðsins kemur fram að 32 hafi fengið uppreist æru frá árinu 1995 til dagsins í dag. Fjórtán þeirra hafi sótt um uppreist æru innan fimm ára rammans sem þó á aðeins að taka til greina þegar sérstaklega standi á. Hinir átján sóttu um uppreist æru eftir að fimm ára rammanum lauk. Dómsmálaráðuneytið ætlar að birta gögn allra þeirra sem fengið hafa uppreist æru frá árinu 1995 með vísun í úrskurð Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli Roberts Downey. Jóhannes Tómasson ráðuneytisstjóri segir að gögnin verði birt á næstu dögum.Tilkynningin frá Stjórnarráðinu í heild Í tilefni af umfjöllun fjölmiðla um nýuppkveðinn úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál vill dómsmálaráðuneytið taka fram að samkvæmt áralangri stjórnsýsluvenju hefur uppreist æru verið veitt með vísan til 3. mgr. 85. gr. almennra hegningarlaga sem heimilar þegar sérstaklega stendur á að veita uppreist æru þegar 2 ár eru liðin frá afplánun refsingar. Í máli því sem úrskurður nefndarinnar tók til var ekki um að ræða sérmeðferð á máli viðkomandi umsækjenda. Þvert á móti fékk mál hans sömu meðferð og önnur mál sambærileg mál undanfarna áratugi.Frá árunum 1995-2017 fengu 32 uppreist æru. Af þeim eru 14 sem fengu uppreist æru innan fimm ára eða 44%. Hinir, þ.e. 18 einstaklingar, sóttu um uppreist æru eftir að fimm ár höfðu liðið frá afplánun refsinga. Engum var hafnað á grundvelli þess að viðkomandi uppfyllti ekki skilyrði um fimm árin. Uppreist æru Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Robert Downey var einn fjórtán einstaklinga af 32 sem fengu uppreist æru þrátt fyrir að hafa sótt um uppreist æru áður en fimm ár voru liðin frá því að afplánun refsingar hans lauk. Um er að ræða undanþágu frá þeirri meginreglu að fimm ár þurfi að líða frá því afplánun lýkur. Þetta kemur fram í frétt á vef Stjórnarráðsins það sem vísað er á bug að fréttum þess efnis að Robert Downey hafi fengið sérmeðferð hjá ráðuneytinu. Heimild er í lögum til að veita uppreist æru þegar tvö ár eru liðin frá afplánun refsingar „þegar sérstaklega stendur á“. Fram hefur komið að Robert Downey fékk uppreist æru í september 2016. Hann var dæmdur í þriggja ára fangelsi árið 2008 fyrir kynferðisbrot gegn fjórum stúlkum undir lögaldri. Hann hóf afplánun í febrúar 2009 og fékk reynslulausn tæpum tveimur árum síðar, í desember 2010. Þar sem dómur Roberts var þyngri en eitt ár átti hann að geta sótt um uppreist æru fimm árum eftir að refsing var að fullu úttekin. Hann sótti þó um uppreist æru í september árið 2014, fjórum árum eftir að hafa verið veitt reynslulausn, og fékk tveimur árum síðar. Í tilkynningunni á vef Stjórnarráðsins kemur fram að 32 hafi fengið uppreist æru frá árinu 1995 til dagsins í dag. Fjórtán þeirra hafi sótt um uppreist æru innan fimm ára rammans sem þó á aðeins að taka til greina þegar sérstaklega standi á. Hinir átján sóttu um uppreist æru eftir að fimm ára rammanum lauk. Dómsmálaráðuneytið ætlar að birta gögn allra þeirra sem fengið hafa uppreist æru frá árinu 1995 með vísun í úrskurð Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli Roberts Downey. Jóhannes Tómasson ráðuneytisstjóri segir að gögnin verði birt á næstu dögum.Tilkynningin frá Stjórnarráðinu í heild Í tilefni af umfjöllun fjölmiðla um nýuppkveðinn úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál vill dómsmálaráðuneytið taka fram að samkvæmt áralangri stjórnsýsluvenju hefur uppreist æru verið veitt með vísan til 3. mgr. 85. gr. almennra hegningarlaga sem heimilar þegar sérstaklega stendur á að veita uppreist æru þegar 2 ár eru liðin frá afplánun refsingar. Í máli því sem úrskurður nefndarinnar tók til var ekki um að ræða sérmeðferð á máli viðkomandi umsækjenda. Þvert á móti fékk mál hans sömu meðferð og önnur mál sambærileg mál undanfarna áratugi.Frá árunum 1995-2017 fengu 32 uppreist æru. Af þeim eru 14 sem fengu uppreist æru innan fimm ára eða 44%. Hinir, þ.e. 18 einstaklingar, sóttu um uppreist æru eftir að fimm ár höfðu liðið frá afplánun refsinga. Engum var hafnað á grundvelli þess að viðkomandi uppfyllti ekki skilyrði um fimm árin.
Uppreist æru Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira