Finnst fráleitt að Hjalti hafi sjálfur skrifað bréfið sem faðir forsætisráðherra undirritaði Haraldur Guðmundsson skrifar 15. september 2017 06:00 Benedikt Sveinsson segist hafa þekkt Hjalta í gegnum kunningjafólk sitt. Hjalti hafi skrifað bréf sem Benedikt hafi svo skrifað undir. visir/hari „Það er fáránlegt að það sé í alvörunni staðreynd að ráðuneytið fái umsagnarbréf inn á sitt borð og það er ekki einu sinni kannað hvort viðkomandi hafi skrifað bréfið,“ segir kona sem sætti langvarandi kynferðisofbeldi af hálfu þáverandi stjúpföður síns, Hjalta Sigurjóns Haukssonar, sem fékk uppreist æru í fyrrahaust. Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra, bað í gær þá afsökunar sem eiga um sárt að binda vegna máls Hjalta eftir að Vísir greindi frá því að Benedikt hefði veitt meðmæli vegna umsóknar um uppreist æru. Í yfirlýsingu Benedikts kom fram að Hjalti, sem hlaut fimm og hálfs árs dóm fyrir að hafa brotið gróflega og ítrekað gegn stjúpdóttur sinni frá því hún var fimm til sex ára ára og þangað til hún náði átján aldri, hefði komið með bréf, tilbúið til undirritunar, og Benedikt skrifað undir. Hann hefði litið á meðmæli sín sem góðverk við dæmdan barnaníðing. „Ég myndi ekki skrifa upp á eitthvað sem ég er ekki tilbúin til að bera ábyrgð á í kjölfarið. Að viðkomandi geti skilað inn gögnum frá hverjum sem er, að þú getir komið við niðri á Hlemmi á leiðinni í ráðuneytið að sækja um uppreist æru og fengið fólk til að kvitta undir fyrir þig, það er fáránlegt,“ segir konan. Hún fundaði í gær með Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra í ráðuneyti hennar. Þar fékk hún að sjá þau gögn sem fylgdu umsókn Hjalta um uppreist æru og kynningu á verklagi ráðuneytisins við afgreiðslu hennar. „Ég sagði mjög lítið á fundinum og hlustaði en ráðherra útskýrði fyrir mér þetta ferli sem eiginlega ítrekaði hvað þetta var ofboðslega vélrænt og fáránlegt allt saman.“ Birtist í Fréttablaðinu Uppreist æru Tengdar fréttir Mæltu með Hjalta Sigurjóni eins og Benedikt Sveinsson Haraldur Þór Teitsson og Sveinn Eyjólfur Matthíasson, yfirmenn hjá hópbílafyrirtækjum, veittu Hjalta Sigurjóni Haukssyni, dæmdum kynferðisbrotamanni og bílstjóra, meðmæli um uppreist æru. 14. september 2017 17:45 Yfirlýsing frá Benedikt Sveinssyni: Sér eftir því að hafa skrifað undir hjá Hjalta Benedikt Sveinsson segist ekki hafa verið að rétta stöðu Hjalta gagnvart fórnarlambi hans. 14. september 2017 16:34 Faðir forsætisráðherra ábyrgðist Hjalta Sigurjón Benedikt Sveinsson skrifaði upp á umsókn Hjalta Sigurjóns Haukssonar um uppreist æru. 14. september 2017 15:45 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Fleiri fréttir Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Sjá meira
„Það er fáránlegt að það sé í alvörunni staðreynd að ráðuneytið fái umsagnarbréf inn á sitt borð og það er ekki einu sinni kannað hvort viðkomandi hafi skrifað bréfið,“ segir kona sem sætti langvarandi kynferðisofbeldi af hálfu þáverandi stjúpföður síns, Hjalta Sigurjóns Haukssonar, sem fékk uppreist æru í fyrrahaust. Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra, bað í gær þá afsökunar sem eiga um sárt að binda vegna máls Hjalta eftir að Vísir greindi frá því að Benedikt hefði veitt meðmæli vegna umsóknar um uppreist æru. Í yfirlýsingu Benedikts kom fram að Hjalti, sem hlaut fimm og hálfs árs dóm fyrir að hafa brotið gróflega og ítrekað gegn stjúpdóttur sinni frá því hún var fimm til sex ára ára og þangað til hún náði átján aldri, hefði komið með bréf, tilbúið til undirritunar, og Benedikt skrifað undir. Hann hefði litið á meðmæli sín sem góðverk við dæmdan barnaníðing. „Ég myndi ekki skrifa upp á eitthvað sem ég er ekki tilbúin til að bera ábyrgð á í kjölfarið. Að viðkomandi geti skilað inn gögnum frá hverjum sem er, að þú getir komið við niðri á Hlemmi á leiðinni í ráðuneytið að sækja um uppreist æru og fengið fólk til að kvitta undir fyrir þig, það er fáránlegt,“ segir konan. Hún fundaði í gær með Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra í ráðuneyti hennar. Þar fékk hún að sjá þau gögn sem fylgdu umsókn Hjalta um uppreist æru og kynningu á verklagi ráðuneytisins við afgreiðslu hennar. „Ég sagði mjög lítið á fundinum og hlustaði en ráðherra útskýrði fyrir mér þetta ferli sem eiginlega ítrekaði hvað þetta var ofboðslega vélrænt og fáránlegt allt saman.“
Birtist í Fréttablaðinu Uppreist æru Tengdar fréttir Mæltu með Hjalta Sigurjóni eins og Benedikt Sveinsson Haraldur Þór Teitsson og Sveinn Eyjólfur Matthíasson, yfirmenn hjá hópbílafyrirtækjum, veittu Hjalta Sigurjóni Haukssyni, dæmdum kynferðisbrotamanni og bílstjóra, meðmæli um uppreist æru. 14. september 2017 17:45 Yfirlýsing frá Benedikt Sveinssyni: Sér eftir því að hafa skrifað undir hjá Hjalta Benedikt Sveinsson segist ekki hafa verið að rétta stöðu Hjalta gagnvart fórnarlambi hans. 14. september 2017 16:34 Faðir forsætisráðherra ábyrgðist Hjalta Sigurjón Benedikt Sveinsson skrifaði upp á umsókn Hjalta Sigurjóns Haukssonar um uppreist æru. 14. september 2017 15:45 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Fleiri fréttir Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Sjá meira
Mæltu með Hjalta Sigurjóni eins og Benedikt Sveinsson Haraldur Þór Teitsson og Sveinn Eyjólfur Matthíasson, yfirmenn hjá hópbílafyrirtækjum, veittu Hjalta Sigurjóni Haukssyni, dæmdum kynferðisbrotamanni og bílstjóra, meðmæli um uppreist æru. 14. september 2017 17:45
Yfirlýsing frá Benedikt Sveinssyni: Sér eftir því að hafa skrifað undir hjá Hjalta Benedikt Sveinsson segist ekki hafa verið að rétta stöðu Hjalta gagnvart fórnarlambi hans. 14. september 2017 16:34
Faðir forsætisráðherra ábyrgðist Hjalta Sigurjón Benedikt Sveinsson skrifaði upp á umsókn Hjalta Sigurjóns Haukssonar um uppreist æru. 14. september 2017 15:45