Bjarni um aðkomu föður síns að máli Hjalta: „Það var mér áfall að heyra af því“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. september 2017 16:48 Bjarni í Valhöll í dag. vísir/ernir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, segir að það hafi verið sér áfall að heyra af því að faðir hans, Benedikt Sveinsson, hefði skrifað undir umsögn fyrir Hjalta Sigurjón Hauksson, dæmdan kynferðisbrotamanns, á umsókn hans um uppreist æru í fyrra. Þetta kom fram á blaðamannafundi í Valhöll í dag. Bjarni sagði að hann hefði heyrt af því í júlí frá Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, að faðir hans hefði verið umsagnaraðili. „Það var mér áfall að heyra af því. Ég hefði ekki getað sjálfur skrifað undir slíkt meðmælabréf og ég mun aldrei reyna að verja þá gjörð,“ sagði Bjarni. Hann segir að þá hafi hann verið kominn í vandasama stöðu. „Þarna var ég kominn með upplýsingar um það að inni í kerfinu væri mál sem var ekki í fjölmiðlaumræðunni“ Hann segist hafa tekið ákvörðun að hann myndi meðhöndla málið sem trúnaðarmál. Honum hafi verið mest umhugað að ekkert mál fengi sérmeðferð og sagðist á engum tímapunkti hafa stungið neinu undir stól eða haldið upplýsingum frá fólki. Hann hafi lögum samkvæmt ekki getað deilt upplýsingunum með samráðherrum sínum. Bjarni lét síðan fyrrverandi samstarfsflokk sinn í ríkisstjórn, Bjarta framtíð, heyra það en Björt framtíð sleit ríkisstjórnarsamstarfinu í gærkvöldi. Nánar má lesa um það hér. Þá tilkynnti Bjarni það einnig á fundinum að hann myndi boða til kosninga og horfir hann til nóvembers í þeim efnum. Nánar má lesa um það hér. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, mun funda með Bjarna klukkan 11 á Bessastöðum á morgun. Kosningar 2017 Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Boðað verður til þingkosninga Þetta tilkynnti Bjarni Benediktsson nú rétt í þessu á blaðamannafundi í Valhöll. 15. september 2017 16:54 Bjarni lét Bjarta framtíð heyra það Segir ákvörðunina að slíta stjórnarsamstarfinu ákveðið veikleikamerki. 15. september 2017 16:59 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum til heiðurs Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, segir að það hafi verið sér áfall að heyra af því að faðir hans, Benedikt Sveinsson, hefði skrifað undir umsögn fyrir Hjalta Sigurjón Hauksson, dæmdan kynferðisbrotamanns, á umsókn hans um uppreist æru í fyrra. Þetta kom fram á blaðamannafundi í Valhöll í dag. Bjarni sagði að hann hefði heyrt af því í júlí frá Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, að faðir hans hefði verið umsagnaraðili. „Það var mér áfall að heyra af því. Ég hefði ekki getað sjálfur skrifað undir slíkt meðmælabréf og ég mun aldrei reyna að verja þá gjörð,“ sagði Bjarni. Hann segir að þá hafi hann verið kominn í vandasama stöðu. „Þarna var ég kominn með upplýsingar um það að inni í kerfinu væri mál sem var ekki í fjölmiðlaumræðunni“ Hann segist hafa tekið ákvörðun að hann myndi meðhöndla málið sem trúnaðarmál. Honum hafi verið mest umhugað að ekkert mál fengi sérmeðferð og sagðist á engum tímapunkti hafa stungið neinu undir stól eða haldið upplýsingum frá fólki. Hann hafi lögum samkvæmt ekki getað deilt upplýsingunum með samráðherrum sínum. Bjarni lét síðan fyrrverandi samstarfsflokk sinn í ríkisstjórn, Bjarta framtíð, heyra það en Björt framtíð sleit ríkisstjórnarsamstarfinu í gærkvöldi. Nánar má lesa um það hér. Þá tilkynnti Bjarni það einnig á fundinum að hann myndi boða til kosninga og horfir hann til nóvembers í þeim efnum. Nánar má lesa um það hér. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, mun funda með Bjarna klukkan 11 á Bessastöðum á morgun.
Kosningar 2017 Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Boðað verður til þingkosninga Þetta tilkynnti Bjarni Benediktsson nú rétt í þessu á blaðamannafundi í Valhöll. 15. september 2017 16:54 Bjarni lét Bjarta framtíð heyra það Segir ákvörðunina að slíta stjórnarsamstarfinu ákveðið veikleikamerki. 15. september 2017 16:59 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum til heiðurs Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Boðað verður til þingkosninga Þetta tilkynnti Bjarni Benediktsson nú rétt í þessu á blaðamannafundi í Valhöll. 15. september 2017 16:54
Bjarni lét Bjarta framtíð heyra það Segir ákvörðunina að slíta stjórnarsamstarfinu ákveðið veikleikamerki. 15. september 2017 16:59