Blasti við að boða til kosninga Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. september 2017 17:27 Katrín Jakobsdóttir segir að boðun kosninga hafi verið augljósi kosturinn í stöðunni. vísir/anton brink Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segist hafa fundið í töluverðan tíma að ekki væri mikið traust á milli flokkanna í ríkisstjórn. Það hafi verið augljóst í umræðu um fjárlög, hælisleitendur og í málum um uppreist æru. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra tilkynnti á blaðamannafundi síðdegis að hann vildi boða til kosninga. Það er í takt við skoðun annarra flokka en formenn þeirra hafa hver á fætur öðrum líst því sem besta kostinum í stöðunni. Katrín er ein þeirra.Mistök að vinna ekki breiðar saman „Ég tel að þetta hafi verið sá kostur sem blasti við í morgun, að boða til kosninga. Að mörgu leyti hefur þetta mál kannski komið inn í ríkisstjórnarsamstarf sem var mjög brothætt fyrir,“ segir Katrín. Ríkisstjórnin hafði eins þingsmanns meirihluta á Alþingi og segir Katrín ríkisstjórnina hafa gert mistök að nýta ekki tímann til að vinna breiðar saman á þinginu. Bjarni gagnrýndi harðlega Bjarta framtíð fyrir að stökkva frá borði í samstarfinu. Katrín segir að Björt framtíð verði sjálf að svara fyrir þá gagnrýni. Bjarni var sömuleiðis harðorður um aðra flokka og sagði þá fasta í sama fari og þeir voru í árið 2016 þegar erfiðlega gekk að mynda ríkisstjórn þar til Björt framtíð og Viðreisn stukku um borð með Sjálfstæðisflokknum.„Ástæðan fyrir því að það voru ekki margir möguleikar í spilunum er að það hefur verið mjög skýr víglína á milli stjórnarandstöðunnar og ríkisstjórnarflokkanna um uppbyggingu í heilbrigðis- og menntamálum, og svo ríkisfjármálastefnu,“ segir Katrín. Það séu einu átökin sem hafi verið frá áramótum en þau hafi verið mjög hörð. Fáum hugnist að vinna með Sjálfstæðisflokknum, nú eins og í fyrra.Vonast eftir breytti menningu er varðar kynferðisofbeldi„Það er mjög merkilegt að upplifa þá miklu samstöðu sem mun vonandi leiða til góðs með fórnarlömbum kynferðisofbeldis,“ segir Katrín um stöðu mála í þjóðfélaginu í dag. Hún segist, óháð allri flokkapólitík, að umræðan verði til þess að menningin breytist að því er varðar „hvernig við umgöngumst kynferðisofbeldi.“Um er að ræða þriðja ríkisstjórnarsamstarfið sem upp úr slitnar undanfarin áratug. Um er að ræða stysta tíma sem ríkisstjórn hefur setið við völd, eða 247 daga. Eina ríkisstjórnin sem hélt velli var ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, samstarf Samfylkingar og Vinstri grænna, sem tók við árið 2009 af ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingar. Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segist hafa fundið í töluverðan tíma að ekki væri mikið traust á milli flokkanna í ríkisstjórn. Það hafi verið augljóst í umræðu um fjárlög, hælisleitendur og í málum um uppreist æru. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra tilkynnti á blaðamannafundi síðdegis að hann vildi boða til kosninga. Það er í takt við skoðun annarra flokka en formenn þeirra hafa hver á fætur öðrum líst því sem besta kostinum í stöðunni. Katrín er ein þeirra.Mistök að vinna ekki breiðar saman „Ég tel að þetta hafi verið sá kostur sem blasti við í morgun, að boða til kosninga. Að mörgu leyti hefur þetta mál kannski komið inn í ríkisstjórnarsamstarf sem var mjög brothætt fyrir,“ segir Katrín. Ríkisstjórnin hafði eins þingsmanns meirihluta á Alþingi og segir Katrín ríkisstjórnina hafa gert mistök að nýta ekki tímann til að vinna breiðar saman á þinginu. Bjarni gagnrýndi harðlega Bjarta framtíð fyrir að stökkva frá borði í samstarfinu. Katrín segir að Björt framtíð verði sjálf að svara fyrir þá gagnrýni. Bjarni var sömuleiðis harðorður um aðra flokka og sagði þá fasta í sama fari og þeir voru í árið 2016 þegar erfiðlega gekk að mynda ríkisstjórn þar til Björt framtíð og Viðreisn stukku um borð með Sjálfstæðisflokknum.„Ástæðan fyrir því að það voru ekki margir möguleikar í spilunum er að það hefur verið mjög skýr víglína á milli stjórnarandstöðunnar og ríkisstjórnarflokkanna um uppbyggingu í heilbrigðis- og menntamálum, og svo ríkisfjármálastefnu,“ segir Katrín. Það séu einu átökin sem hafi verið frá áramótum en þau hafi verið mjög hörð. Fáum hugnist að vinna með Sjálfstæðisflokknum, nú eins og í fyrra.Vonast eftir breytti menningu er varðar kynferðisofbeldi„Það er mjög merkilegt að upplifa þá miklu samstöðu sem mun vonandi leiða til góðs með fórnarlömbum kynferðisofbeldis,“ segir Katrín um stöðu mála í þjóðfélaginu í dag. Hún segist, óháð allri flokkapólitík, að umræðan verði til þess að menningin breytist að því er varðar „hvernig við umgöngumst kynferðisofbeldi.“Um er að ræða þriðja ríkisstjórnarsamstarfið sem upp úr slitnar undanfarin áratug. Um er að ræða stysta tíma sem ríkisstjórn hefur setið við völd, eða 247 daga. Eina ríkisstjórnin sem hélt velli var ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, samstarf Samfylkingar og Vinstri grænna, sem tók við árið 2009 af ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingar.
Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira