Benedikt Jóhannesson mun ekki svara fyrir flokkinn í málum er varða uppreist æru Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 16. september 2017 00:08 Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, felur Þorsteini Víglundssyni og Hönnu Katrínu Friðriksson að svara fyrir hönd flokksins í málum uppreist æru. Vísir/Vilhelm Á fundi ráðgjafaráðs Viðreisnar, sem haldinn var síðdegis, ákvað Benedikt Jóhannesson, að eigin frumkvæði, að fela öðrum það að svara fyrir hönd Viðreisnar í málum er varða uppreist æru.Fréttastofa RÚV greindi fyrst frá þessu. Ákvörðunina tekur Benedikt vegna vensla við Benedikt Sveinsson sem mælti með því að Hjalti Sigurjón Hauksson hlyti uppreist æru. Benedikt Sveinsson er, eins og áður hefur komið fram, faðir forsætisráðherra. „Hann tilkynnti það við upphaf fundar ráðgjafaráðs í dag að hann teldi að í ljósi sinna tengsla við aðila máls að þá væri réttast og heppilegast að hann væri ekki talsmaður flokksins í þessu tiltekna máli,” segir Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra í samtali við Vísi.’Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra talar um vaxandi óþol gagnvart meðhöndlun kynferðisbrota.vísir/ernirÞorsteinn segir einnig að hann sjálfur og Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, myndu taka við af Benedikt sem talsmenn Viðreisnar í þessum málum. Benedikt bar upp tillögu þessa. Þorsteinn vill árétta það að af hálfu fundarmanna nyti Benedikt fulls trausts sem formaður og engar efasemdir væru þar að lútandi.Vilja ganga til kosninga„Atburðarásin hefur verið gríðarlega hröð og staðan er alvarleg,” segir Þorsteinn sem segir brýnt að leysa úr þeirri stöðu sem komin er upp. „Sú afstaða okkar er ítrekuð að við þessar kringumstæður væri réttast að ganga til kosninga. Um leið er nauðsynlegt, vegna þessa máls alls, ekki síst vegna brotaþola í málinu, að það yrði tekið til gagngerrar skoðunar, kannað ofan í kjölinn og allar upplýsingar lagðar á borð,” segir Þorsteinn.Vaxandi óþol gagnvart meðhöndlun kynferðisbrotaSpurður hvort hann sé sama sinnis og flokkssystir hans Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sem sagði á Twittersíðu sinni að stjórnarslitin sýndu að fólk hefði fengið nóg af leyndarhyggjukerfi þar sem “ofbeldi gegn konum og börnum er tekið af léttúð og andvaraleysi,” svarar Þorsteinn að það sé vaxandi óþol í samfélaginu gagnvart meðhöndlun slíkra mála. „Í þessum tilteknu málum verður það bara að vera alveg skýrt að allar upplýsingar sem máli skipta hafi verið veittar og liggi fyrir þannig að maður geti tekið afstöðu til málsmeðhöndlunar stjórnvalda og það er auðvitað kjarni málsins í þessu.”Ekki náðist í Benedikt Jóhannesson við gerð þessarar fréttar. Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Uppreist æru Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Á fundi ráðgjafaráðs Viðreisnar, sem haldinn var síðdegis, ákvað Benedikt Jóhannesson, að eigin frumkvæði, að fela öðrum það að svara fyrir hönd Viðreisnar í málum er varða uppreist æru.Fréttastofa RÚV greindi fyrst frá þessu. Ákvörðunina tekur Benedikt vegna vensla við Benedikt Sveinsson sem mælti með því að Hjalti Sigurjón Hauksson hlyti uppreist æru. Benedikt Sveinsson er, eins og áður hefur komið fram, faðir forsætisráðherra. „Hann tilkynnti það við upphaf fundar ráðgjafaráðs í dag að hann teldi að í ljósi sinna tengsla við aðila máls að þá væri réttast og heppilegast að hann væri ekki talsmaður flokksins í þessu tiltekna máli,” segir Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra í samtali við Vísi.’Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra talar um vaxandi óþol gagnvart meðhöndlun kynferðisbrota.vísir/ernirÞorsteinn segir einnig að hann sjálfur og Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, myndu taka við af Benedikt sem talsmenn Viðreisnar í þessum málum. Benedikt bar upp tillögu þessa. Þorsteinn vill árétta það að af hálfu fundarmanna nyti Benedikt fulls trausts sem formaður og engar efasemdir væru þar að lútandi.Vilja ganga til kosninga„Atburðarásin hefur verið gríðarlega hröð og staðan er alvarleg,” segir Þorsteinn sem segir brýnt að leysa úr þeirri stöðu sem komin er upp. „Sú afstaða okkar er ítrekuð að við þessar kringumstæður væri réttast að ganga til kosninga. Um leið er nauðsynlegt, vegna þessa máls alls, ekki síst vegna brotaþola í málinu, að það yrði tekið til gagngerrar skoðunar, kannað ofan í kjölinn og allar upplýsingar lagðar á borð,” segir Þorsteinn.Vaxandi óþol gagnvart meðhöndlun kynferðisbrotaSpurður hvort hann sé sama sinnis og flokkssystir hans Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sem sagði á Twittersíðu sinni að stjórnarslitin sýndu að fólk hefði fengið nóg af leyndarhyggjukerfi þar sem “ofbeldi gegn konum og börnum er tekið af léttúð og andvaraleysi,” svarar Þorsteinn að það sé vaxandi óþol í samfélaginu gagnvart meðhöndlun slíkra mála. „Í þessum tilteknu málum verður það bara að vera alveg skýrt að allar upplýsingar sem máli skipta hafi verið veittar og liggi fyrir þannig að maður geti tekið afstöðu til málsmeðhöndlunar stjórnvalda og það er auðvitað kjarni málsins í þessu.”Ekki náðist í Benedikt Jóhannesson við gerð þessarar fréttar.
Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Uppreist æru Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira