Benedikt Jóhannesson mun ekki svara fyrir flokkinn í málum er varða uppreist æru Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 16. september 2017 00:08 Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, felur Þorsteini Víglundssyni og Hönnu Katrínu Friðriksson að svara fyrir hönd flokksins í málum uppreist æru. Vísir/Vilhelm Á fundi ráðgjafaráðs Viðreisnar, sem haldinn var síðdegis, ákvað Benedikt Jóhannesson, að eigin frumkvæði, að fela öðrum það að svara fyrir hönd Viðreisnar í málum er varða uppreist æru.Fréttastofa RÚV greindi fyrst frá þessu. Ákvörðunina tekur Benedikt vegna vensla við Benedikt Sveinsson sem mælti með því að Hjalti Sigurjón Hauksson hlyti uppreist æru. Benedikt Sveinsson er, eins og áður hefur komið fram, faðir forsætisráðherra. „Hann tilkynnti það við upphaf fundar ráðgjafaráðs í dag að hann teldi að í ljósi sinna tengsla við aðila máls að þá væri réttast og heppilegast að hann væri ekki talsmaður flokksins í þessu tiltekna máli,” segir Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra í samtali við Vísi.’Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra talar um vaxandi óþol gagnvart meðhöndlun kynferðisbrota.vísir/ernirÞorsteinn segir einnig að hann sjálfur og Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, myndu taka við af Benedikt sem talsmenn Viðreisnar í þessum málum. Benedikt bar upp tillögu þessa. Þorsteinn vill árétta það að af hálfu fundarmanna nyti Benedikt fulls trausts sem formaður og engar efasemdir væru þar að lútandi.Vilja ganga til kosninga„Atburðarásin hefur verið gríðarlega hröð og staðan er alvarleg,” segir Þorsteinn sem segir brýnt að leysa úr þeirri stöðu sem komin er upp. „Sú afstaða okkar er ítrekuð að við þessar kringumstæður væri réttast að ganga til kosninga. Um leið er nauðsynlegt, vegna þessa máls alls, ekki síst vegna brotaþola í málinu, að það yrði tekið til gagngerrar skoðunar, kannað ofan í kjölinn og allar upplýsingar lagðar á borð,” segir Þorsteinn.Vaxandi óþol gagnvart meðhöndlun kynferðisbrotaSpurður hvort hann sé sama sinnis og flokkssystir hans Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sem sagði á Twittersíðu sinni að stjórnarslitin sýndu að fólk hefði fengið nóg af leyndarhyggjukerfi þar sem “ofbeldi gegn konum og börnum er tekið af léttúð og andvaraleysi,” svarar Þorsteinn að það sé vaxandi óþol í samfélaginu gagnvart meðhöndlun slíkra mála. „Í þessum tilteknu málum verður það bara að vera alveg skýrt að allar upplýsingar sem máli skipta hafi verið veittar og liggi fyrir þannig að maður geti tekið afstöðu til málsmeðhöndlunar stjórnvalda og það er auðvitað kjarni málsins í þessu.”Ekki náðist í Benedikt Jóhannesson við gerð þessarar fréttar. Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Uppreist æru Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Fleiri fréttir Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Sjá meira
Á fundi ráðgjafaráðs Viðreisnar, sem haldinn var síðdegis, ákvað Benedikt Jóhannesson, að eigin frumkvæði, að fela öðrum það að svara fyrir hönd Viðreisnar í málum er varða uppreist æru.Fréttastofa RÚV greindi fyrst frá þessu. Ákvörðunina tekur Benedikt vegna vensla við Benedikt Sveinsson sem mælti með því að Hjalti Sigurjón Hauksson hlyti uppreist æru. Benedikt Sveinsson er, eins og áður hefur komið fram, faðir forsætisráðherra. „Hann tilkynnti það við upphaf fundar ráðgjafaráðs í dag að hann teldi að í ljósi sinna tengsla við aðila máls að þá væri réttast og heppilegast að hann væri ekki talsmaður flokksins í þessu tiltekna máli,” segir Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra í samtali við Vísi.’Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra talar um vaxandi óþol gagnvart meðhöndlun kynferðisbrota.vísir/ernirÞorsteinn segir einnig að hann sjálfur og Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, myndu taka við af Benedikt sem talsmenn Viðreisnar í þessum málum. Benedikt bar upp tillögu þessa. Þorsteinn vill árétta það að af hálfu fundarmanna nyti Benedikt fulls trausts sem formaður og engar efasemdir væru þar að lútandi.Vilja ganga til kosninga„Atburðarásin hefur verið gríðarlega hröð og staðan er alvarleg,” segir Þorsteinn sem segir brýnt að leysa úr þeirri stöðu sem komin er upp. „Sú afstaða okkar er ítrekuð að við þessar kringumstæður væri réttast að ganga til kosninga. Um leið er nauðsynlegt, vegna þessa máls alls, ekki síst vegna brotaþola í málinu, að það yrði tekið til gagngerrar skoðunar, kannað ofan í kjölinn og allar upplýsingar lagðar á borð,” segir Þorsteinn.Vaxandi óþol gagnvart meðhöndlun kynferðisbrotaSpurður hvort hann sé sama sinnis og flokkssystir hans Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sem sagði á Twittersíðu sinni að stjórnarslitin sýndu að fólk hefði fengið nóg af leyndarhyggjukerfi þar sem “ofbeldi gegn konum og börnum er tekið af léttúð og andvaraleysi,” svarar Þorsteinn að það sé vaxandi óþol í samfélaginu gagnvart meðhöndlun slíkra mála. „Í þessum tilteknu málum verður það bara að vera alveg skýrt að allar upplýsingar sem máli skipta hafi verið veittar og liggi fyrir þannig að maður geti tekið afstöðu til málsmeðhöndlunar stjórnvalda og það er auðvitað kjarni málsins í þessu.”Ekki náðist í Benedikt Jóhannesson við gerð þessarar fréttar.
Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Uppreist æru Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Fleiri fréttir Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Sjá meira