Hjalti heldur ærunni þrátt fyrir meint meðmælasvik á umsókn Sigurður Mikael Jónsson skrifar 18. september 2017 06:00 Bréfin sem undirrituð eru af Benedikt Sveinssyni og Sveini Matthíassyni eru eins uppsett og með sömu dagsetningu. Ákvörðun um að veita Hjalta Sigurjóni Haukssyni uppreist æru stendur þrátt fyrir að svo virðist sem tvær af þremur umsögnum með umsókn hans hafi ekki verið skrifaðar í þeim tilgangi. Skila þarf inn tveimur vottorðum um góða hegðun frá valinkunnum einstaklingum, t.d. vinnuveitanda, þegar sótt er um uppreist æru til dómsmálaráðuneytisins. Lagaprófessor segir að þeir sem telji að bréf sín hafi verið misnotuð í þessum tilgangi gætu leitað til lögreglu.Benedikt Sveinsson veitti Hjalta umsögn.Vísir/HariKomið aftan að grandalausu fólki Haraldur Þór Teitsson, framkvæmdastjóri hópferðabílafyrirtækisins Teits Jónassonar ehf., sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hann fullyrðir að hann hafi ekki skrifað meðmælabréf til handa Hjalta Sigurjóni vegna umsóknar hans um uppreist æru heldur hafi verið um að ræða meðmæli í vinnu þar sem hann væri að staðfesta að Hjalti hefði starfað hjá fyrirtækinu og hann gæti mælt með bílstjóra. „Það að þessi bréf voru notuð sem meðmæli um uppreist æru Hjalta var án minnar vitundar og samþykkis. Undirrituðum var aldrei tjáð að þessi bréf yrðu notuð í þeim tilgangi enda hefðu þau aldrei verið veitt sem slík,“ sagði Haraldur Þór í yfirlýsingunni og gagnrýndi forkastanleg vinnubrögð ráðuneytisins að koma með þessum hætti „aftan að grandalausu fólki“. Áður hafði Sveinn Matthíasson, yfirmaður Hjalta hjá Kynnisferðum, sagt að í bréfinu sem hann hafi skrifað undir fyrir Hjalta hafi verið að finna texta sem hann neitar að hafa skrifað undir. Hann hafi aðeins skrifað undir bréf þar sem hann staðfesti hæfni Hjalta í starfi sem bílstjóra. Þriðji umsagnaraðilinn var svo Benedikt Sveinsson, eigandi Kynnisferða og faðir Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra, sem sagði í sinni yfirlýsingu að hann hefði skrifað undir bréf sem Hjalti hefði fært honum útfyllt.Björg Thorarensen, lagaprófessor við Háskóla Íslands.Vísir/VilhelmUndir Haraldi og Sveini komið Ef marka má yfirlýsingar Haralds og Sveins þá virðist þeim ekki hafa verið kunnugt um að bréfin sem þeir skrifuðu undir yrðu notuð í þeim tilgangi að aðstoða Hjalta, dæmdan barnaníðing, við að fá uppreist æru. Líklegt er þó að ákvörðunin um að veita Hjalta uppreist æru standi, nema bréfritarar taki til sinna ráða. „Þessi ákvörðun stendur á meðan ekki er leitt í ljós að lögð hafi verið fram hugsanlega fölsuð gögn. Þá þarf að vega og meta hvort beri að endurupptaka málið,“ segir Björg Thorarensen, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands. „Ef þessir menn segjast aldrei hafa skrifað undir það sem það var notað í eða hafi því verið breytt hlýtur að hvíla á þeim að kæra það til lögreglu ef um skjalafals er að ræða. Það er eitt úrræði.“ Birtist í Fréttablaðinu Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Uppreist æru Tengdar fréttir Segist heldur ekki hafa veitt Hjalta meðmæli vegna umsóknar um uppreist æru Haraldur Þór Teitsson segir að almenn meðmæli sem hann veitti Hjalta Sigurjóni Haukssyni til að sækja um vinnu hafi verið notuð án hans vitundar í umsókn Hjalta um uppreist æru, 17. september 2017 17:48 Segist ekki hafa skrifað undir bréfið sem Hjalti Sigurjón skilaði í ráðuneytið Umsagnaraðili með Hjalta Sigurjóni Haukssyni segist ekki hafa skrifað undir bréf í þeirri mynd sem það barst ráðuneytinu og í allt öðrum tilgangi. Hjalti þvertekur fyrir að hafa falsað bréfið. 17. september 2017 07:30 Yfirlýsing frá Benedikt Sveinssyni: Sér eftir því að hafa skrifað undir hjá Hjalta Benedikt Sveinsson segist ekki hafa verið að rétta stöðu Hjalta gagnvart fórnarlambi hans. 14. september 2017 16:34 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Ákvörðun um að veita Hjalta Sigurjóni Haukssyni uppreist æru stendur þrátt fyrir að svo virðist sem tvær af þremur umsögnum með umsókn hans hafi ekki verið skrifaðar í þeim tilgangi. Skila þarf inn tveimur vottorðum um góða hegðun frá valinkunnum einstaklingum, t.d. vinnuveitanda, þegar sótt er um uppreist æru til dómsmálaráðuneytisins. Lagaprófessor segir að þeir sem telji að bréf sín hafi verið misnotuð í þessum tilgangi gætu leitað til lögreglu.Benedikt Sveinsson veitti Hjalta umsögn.Vísir/HariKomið aftan að grandalausu fólki Haraldur Þór Teitsson, framkvæmdastjóri hópferðabílafyrirtækisins Teits Jónassonar ehf., sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hann fullyrðir að hann hafi ekki skrifað meðmælabréf til handa Hjalta Sigurjóni vegna umsóknar hans um uppreist æru heldur hafi verið um að ræða meðmæli í vinnu þar sem hann væri að staðfesta að Hjalti hefði starfað hjá fyrirtækinu og hann gæti mælt með bílstjóra. „Það að þessi bréf voru notuð sem meðmæli um uppreist æru Hjalta var án minnar vitundar og samþykkis. Undirrituðum var aldrei tjáð að þessi bréf yrðu notuð í þeim tilgangi enda hefðu þau aldrei verið veitt sem slík,“ sagði Haraldur Þór í yfirlýsingunni og gagnrýndi forkastanleg vinnubrögð ráðuneytisins að koma með þessum hætti „aftan að grandalausu fólki“. Áður hafði Sveinn Matthíasson, yfirmaður Hjalta hjá Kynnisferðum, sagt að í bréfinu sem hann hafi skrifað undir fyrir Hjalta hafi verið að finna texta sem hann neitar að hafa skrifað undir. Hann hafi aðeins skrifað undir bréf þar sem hann staðfesti hæfni Hjalta í starfi sem bílstjóra. Þriðji umsagnaraðilinn var svo Benedikt Sveinsson, eigandi Kynnisferða og faðir Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra, sem sagði í sinni yfirlýsingu að hann hefði skrifað undir bréf sem Hjalti hefði fært honum útfyllt.Björg Thorarensen, lagaprófessor við Háskóla Íslands.Vísir/VilhelmUndir Haraldi og Sveini komið Ef marka má yfirlýsingar Haralds og Sveins þá virðist þeim ekki hafa verið kunnugt um að bréfin sem þeir skrifuðu undir yrðu notuð í þeim tilgangi að aðstoða Hjalta, dæmdan barnaníðing, við að fá uppreist æru. Líklegt er þó að ákvörðunin um að veita Hjalta uppreist æru standi, nema bréfritarar taki til sinna ráða. „Þessi ákvörðun stendur á meðan ekki er leitt í ljós að lögð hafi verið fram hugsanlega fölsuð gögn. Þá þarf að vega og meta hvort beri að endurupptaka málið,“ segir Björg Thorarensen, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands. „Ef þessir menn segjast aldrei hafa skrifað undir það sem það var notað í eða hafi því verið breytt hlýtur að hvíla á þeim að kæra það til lögreglu ef um skjalafals er að ræða. Það er eitt úrræði.“
Birtist í Fréttablaðinu Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Uppreist æru Tengdar fréttir Segist heldur ekki hafa veitt Hjalta meðmæli vegna umsóknar um uppreist æru Haraldur Þór Teitsson segir að almenn meðmæli sem hann veitti Hjalta Sigurjóni Haukssyni til að sækja um vinnu hafi verið notuð án hans vitundar í umsókn Hjalta um uppreist æru, 17. september 2017 17:48 Segist ekki hafa skrifað undir bréfið sem Hjalti Sigurjón skilaði í ráðuneytið Umsagnaraðili með Hjalta Sigurjóni Haukssyni segist ekki hafa skrifað undir bréf í þeirri mynd sem það barst ráðuneytinu og í allt öðrum tilgangi. Hjalti þvertekur fyrir að hafa falsað bréfið. 17. september 2017 07:30 Yfirlýsing frá Benedikt Sveinssyni: Sér eftir því að hafa skrifað undir hjá Hjalta Benedikt Sveinsson segist ekki hafa verið að rétta stöðu Hjalta gagnvart fórnarlambi hans. 14. september 2017 16:34 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Segist heldur ekki hafa veitt Hjalta meðmæli vegna umsóknar um uppreist æru Haraldur Þór Teitsson segir að almenn meðmæli sem hann veitti Hjalta Sigurjóni Haukssyni til að sækja um vinnu hafi verið notuð án hans vitundar í umsókn Hjalta um uppreist æru, 17. september 2017 17:48
Segist ekki hafa skrifað undir bréfið sem Hjalti Sigurjón skilaði í ráðuneytið Umsagnaraðili með Hjalta Sigurjóni Haukssyni segist ekki hafa skrifað undir bréf í þeirri mynd sem það barst ráðuneytinu og í allt öðrum tilgangi. Hjalti þvertekur fyrir að hafa falsað bréfið. 17. september 2017 07:30
Yfirlýsing frá Benedikt Sveinssyni: Sér eftir því að hafa skrifað undir hjá Hjalta Benedikt Sveinsson segist ekki hafa verið að rétta stöðu Hjalta gagnvart fórnarlambi hans. 14. september 2017 16:34