Launasetning opinberra starfsmanna og styttri vinnuvika Guðríður Arnardóttir skrifar 18. september 2017 16:00 Um áramótin breytti Alþingi lögum um lífeyrissjóði opinberra starfsmanna. Tilgangur breyttra laga var að mati Alþingis að jafna lífeyrisréttindi á milli almenna og opinbera markaðarins. Frumvarpið var fyrst lagt fyrir Alþingi á 146. löggjafarþingi (haustið 2015) en í kjölfar harðra mótmæla fulltrúa opinberu stéttarfélaganna var málið tekið af dagskrá. Og á næsta þingi á eftir, sem er það sem nú tiltölulega óvænt hefur verið slitið var málið afgreitt og enn við hávær mótmæli fulltrúa opinberra starfsmanna. En úr því sem komið er þykir rétt að halda því til haga að samhliða jöfnun á lífeyrisréttindum átti að stefna að jöfnun launa á milli markaða. Það felur í sér að jafn verðmæt störf verði jafn launasett á báðum mörkuðum. Sú ríkisstjórn sem nú hefur vikið frá setti ramma um komandi kjarasamninga opinberra starfsmanna. Nýleg samningsmarkmið ríkisins voru kynnt af fráfarandi fjármálaráðherra nýverið. Þar fór lítið fyrir beinum launahækkunum en þess í stað átti að bæta aðbúnað og starfsaðstæður, hvað svo sem það nú þýðir. Nú spyr ég þau framboð sem bjóða fram í næstu kosningum eftirfarandi spurninga: Munið þið beita ykkur fyrir því að laun á almennum og opinberum markaði verði jöfnuð og menntun, reynsla og ábyrgð metin að jöfnu á milli markaða? Munið þið beita ykkur fyrir styttingu vinnuviku á Íslandi? En allar rannsóknir á líðan starfsfólks og framlegð í vinnu benda til þess að álag í starfi sé of mikið, togstreita sé milli einkalífs og vinnu og framlegð á vinnustað verði meiri sé vinnudagur styttri. Opinberir starfsmenn hjá ríki og sveitarfélögum eru yfir 40 þúsund. Auk þess má telja þúsundir lífeyrisþega sem eiga að baki starfsferil í opinberri þjónustu. Þetta eru mörg atkvæði sem munar um. Þessi hópur mun örugglega láta afstöðu flokkanna til þessara mála ráða för þegar inn í kjörklefann er komið. Höfundur er formaður félags framhaldsskólakennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Arnardóttir Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Sjá meira
Um áramótin breytti Alþingi lögum um lífeyrissjóði opinberra starfsmanna. Tilgangur breyttra laga var að mati Alþingis að jafna lífeyrisréttindi á milli almenna og opinbera markaðarins. Frumvarpið var fyrst lagt fyrir Alþingi á 146. löggjafarþingi (haustið 2015) en í kjölfar harðra mótmæla fulltrúa opinberu stéttarfélaganna var málið tekið af dagskrá. Og á næsta þingi á eftir, sem er það sem nú tiltölulega óvænt hefur verið slitið var málið afgreitt og enn við hávær mótmæli fulltrúa opinberra starfsmanna. En úr því sem komið er þykir rétt að halda því til haga að samhliða jöfnun á lífeyrisréttindum átti að stefna að jöfnun launa á milli markaða. Það felur í sér að jafn verðmæt störf verði jafn launasett á báðum mörkuðum. Sú ríkisstjórn sem nú hefur vikið frá setti ramma um komandi kjarasamninga opinberra starfsmanna. Nýleg samningsmarkmið ríkisins voru kynnt af fráfarandi fjármálaráðherra nýverið. Þar fór lítið fyrir beinum launahækkunum en þess í stað átti að bæta aðbúnað og starfsaðstæður, hvað svo sem það nú þýðir. Nú spyr ég þau framboð sem bjóða fram í næstu kosningum eftirfarandi spurninga: Munið þið beita ykkur fyrir því að laun á almennum og opinberum markaði verði jöfnuð og menntun, reynsla og ábyrgð metin að jöfnu á milli markaða? Munið þið beita ykkur fyrir styttingu vinnuviku á Íslandi? En allar rannsóknir á líðan starfsfólks og framlegð í vinnu benda til þess að álag í starfi sé of mikið, togstreita sé milli einkalífs og vinnu og framlegð á vinnustað verði meiri sé vinnudagur styttri. Opinberir starfsmenn hjá ríki og sveitarfélögum eru yfir 40 þúsund. Auk þess má telja þúsundir lífeyrisþega sem eiga að baki starfsferil í opinberri þjónustu. Þetta eru mörg atkvæði sem munar um. Þessi hópur mun örugglega láta afstöðu flokkanna til þessara mála ráða för þegar inn í kjörklefann er komið. Höfundur er formaður félags framhaldsskólakennara.
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun