„Hér var engin tilraun til þöggunar eða þöggun yfirhöfuð“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. september 2017 11:24 Dómsmálaráðherra situr fyrir svörum þingmanna á fundi stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar. vísir/anton brink Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, frábiður sér ásakanir á hendur henni og ráðuneyti hennar um að þöggun og leyndarhyggja hafi ríkt í kringum mál tengd uppreist æru. Þetta kom fram í máli hennar á opnum fundi stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar þegar hún svaraði spurningu Oddnýjar G. Harðardóttur, þingmanni Samfylkingarinnar. Fram hefur komið að Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins, skrifað undir umsögn á umsókn dæmds kynferðisbrotamanns, Hjalta Sigurjóns Haukssonar, um uppreist æru. Sigríður greindi Bjarna frá aðkomu föður hans að því máli í júlí síðastliðnum. „Hér var gerð tilraun til þess að þagga niður og gera ekki opinber nöfnin á þeim sem skrifuðu undir bréfin. Hver ber ábyrgð á því? Er það ráðherrann, stjórnarþingmenn sem lögðu mikið á sig til að sannfæra almenning um að nöfnin skiptu engumáli í ferlinu eða var það forsætisráðherra?“ spurði Oddný Sigríði.Ómaklegt að saka sérfræðinga ráðuneytisins um þöggun Ráðherrann svaraði því til að í spurningunni fælust ósannindi og að hún yrði að fá að svara þeim. „Hér var engin tilraun til þöggunar eða þöggun yfirhöfuð,“ sagði Sigríður og spurði hvort að Oddný væri að vísa í það að fjölmiðlum hefði verið ekki verið veittur aðgangur að gögnum í máli Roberts Downey strax. Sigríður sagði það afskaplega ómaklegt að saka sérfræðinga ráðuneytisins um þöggun þar sem þeir hefðu það eitt að markmiði að fara vel og varfærnislega með trúnaðarupplýsingar. Ráðuneytið neitaði að afhenda fjölmiðlum gögnum en sá úrskurður var kærður til úrskurðarnefndar upplýsingamála. „Þá lá fyrir að það yrði úrskurðað um þetta. Ég hef bent á það að það verður ekki aftur tekið þegar menn birta upplýsingar sem leynt eiga að fara en ef það er skortur á upplýsingum þá er alltaf hægt að bæta úr því,“ sagði Sigríður.Sá enga ástæðu til að farið yrði öðruvísi með gögn í máli Hjalta Hún sagði síðan að þegar hún heyrði af því að faðir forsætisráðherra væri umsagnaraðili í einu máli sem sneri að uppreist æru þá sá hún enga ástæðu til þess að um það yrði fjallað á annan hátt en önnur sambærileg mál. „Þau gögn yrðu þá gerð opinber ef gera ætti gögn í þessum málum opinber samkvæmt úrskurði úrskurðarnefndar. Þannig að ég frábið mér þennan málflutning og ásakanir á hendur mér og ráðuneytinu um að það hafi verið einhver þöggun og leyndarhygga í kringum þetta mál.“ Þá hafði ráðherrann áður svarað því að hún hefði ekki hlutast til um það innan ráðuneytisins með hvaða hætti beiðni fjölmiðla um afhendingu á gögnum í máli Roberts Downey yrði háttað. Alþingi Uppreist æru Tengdar fréttir Dæmdur kynferðisbrotamaður dró umsókn um uppreist æru til baka Maður sem dæmdur var fyrir kynferðisbrot gegn barni og hafði sótt um uppreist æru dró umsókn sína til baka í morgun. 19. september 2017 10:49 Ræða hvort hægt sé að taka uppreist æru Hjalta til baka vegna gruns um skjalafals Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra verður á opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í dag. 19. september 2017 09:00 Bein útsending: Opinn fundur stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar um uppreist æru Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, er gestur fundarins. 19. september 2017 09:53 Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira
Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, frábiður sér ásakanir á hendur henni og ráðuneyti hennar um að þöggun og leyndarhyggja hafi ríkt í kringum mál tengd uppreist æru. Þetta kom fram í máli hennar á opnum fundi stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar þegar hún svaraði spurningu Oddnýjar G. Harðardóttur, þingmanni Samfylkingarinnar. Fram hefur komið að Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins, skrifað undir umsögn á umsókn dæmds kynferðisbrotamanns, Hjalta Sigurjóns Haukssonar, um uppreist æru. Sigríður greindi Bjarna frá aðkomu föður hans að því máli í júlí síðastliðnum. „Hér var gerð tilraun til þess að þagga niður og gera ekki opinber nöfnin á þeim sem skrifuðu undir bréfin. Hver ber ábyrgð á því? Er það ráðherrann, stjórnarþingmenn sem lögðu mikið á sig til að sannfæra almenning um að nöfnin skiptu engumáli í ferlinu eða var það forsætisráðherra?“ spurði Oddný Sigríði.Ómaklegt að saka sérfræðinga ráðuneytisins um þöggun Ráðherrann svaraði því til að í spurningunni fælust ósannindi og að hún yrði að fá að svara þeim. „Hér var engin tilraun til þöggunar eða þöggun yfirhöfuð,“ sagði Sigríður og spurði hvort að Oddný væri að vísa í það að fjölmiðlum hefði verið ekki verið veittur aðgangur að gögnum í máli Roberts Downey strax. Sigríður sagði það afskaplega ómaklegt að saka sérfræðinga ráðuneytisins um þöggun þar sem þeir hefðu það eitt að markmiði að fara vel og varfærnislega með trúnaðarupplýsingar. Ráðuneytið neitaði að afhenda fjölmiðlum gögnum en sá úrskurður var kærður til úrskurðarnefndar upplýsingamála. „Þá lá fyrir að það yrði úrskurðað um þetta. Ég hef bent á það að það verður ekki aftur tekið þegar menn birta upplýsingar sem leynt eiga að fara en ef það er skortur á upplýsingum þá er alltaf hægt að bæta úr því,“ sagði Sigríður.Sá enga ástæðu til að farið yrði öðruvísi með gögn í máli Hjalta Hún sagði síðan að þegar hún heyrði af því að faðir forsætisráðherra væri umsagnaraðili í einu máli sem sneri að uppreist æru þá sá hún enga ástæðu til þess að um það yrði fjallað á annan hátt en önnur sambærileg mál. „Þau gögn yrðu þá gerð opinber ef gera ætti gögn í þessum málum opinber samkvæmt úrskurði úrskurðarnefndar. Þannig að ég frábið mér þennan málflutning og ásakanir á hendur mér og ráðuneytinu um að það hafi verið einhver þöggun og leyndarhygga í kringum þetta mál.“ Þá hafði ráðherrann áður svarað því að hún hefði ekki hlutast til um það innan ráðuneytisins með hvaða hætti beiðni fjölmiðla um afhendingu á gögnum í máli Roberts Downey yrði háttað.
Alþingi Uppreist æru Tengdar fréttir Dæmdur kynferðisbrotamaður dró umsókn um uppreist æru til baka Maður sem dæmdur var fyrir kynferðisbrot gegn barni og hafði sótt um uppreist æru dró umsókn sína til baka í morgun. 19. september 2017 10:49 Ræða hvort hægt sé að taka uppreist æru Hjalta til baka vegna gruns um skjalafals Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra verður á opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í dag. 19. september 2017 09:00 Bein útsending: Opinn fundur stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar um uppreist æru Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, er gestur fundarins. 19. september 2017 09:53 Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira
Dæmdur kynferðisbrotamaður dró umsókn um uppreist æru til baka Maður sem dæmdur var fyrir kynferðisbrot gegn barni og hafði sótt um uppreist æru dró umsókn sína til baka í morgun. 19. september 2017 10:49
Ræða hvort hægt sé að taka uppreist æru Hjalta til baka vegna gruns um skjalafals Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra verður á opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í dag. 19. september 2017 09:00
Bein útsending: Opinn fundur stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar um uppreist æru Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, er gestur fundarins. 19. september 2017 09:53