Þarf mjög sterk rök til að loka þinghaldi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. september 2017 10:38 Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins vísir/stefán Formaður Blaðamannafélagsins segir að mjög sterk rök þurfi að vera til að hafa þinghald lokað. Dómsformaður í máli ákæruvaldsins gegn Thomasi Olsen tilkynnti í morgun að skýrslutaka yfir þýskum réttarmeinafræðingi, Sebastian Kuntz, myndi fara fram fyrir lokuðum dyrum. Aðalmeðferð í málinu hófst í síðustu viku. Vigfús Bjarni Albertsson sjúkrahússprestur, sem stutt hefur við bakið á aðstandendum Birnu Brjánsdóttur, skrifaði skilaboð að beiðni foreldra Birnu á Facebook. „Aðstoð við foreldra í sorg. Ég skrifa þetta að beiðni foreldra Birnu Brjánsdóttur. Sumir fjölmiðlar hafa verið mjög nákvæmir í lýsingum sínum á atburðinum hræðilega. Sumar lýsingar eru þess eðlis að þær valda óbærilegum sársauka, skapa hryllilegar myndir í hugskotum þeirra sem þjást mest, fjölskyldunnar. Það er ósk okkar að fjölmiðlar fari gætilega um leið og hugur þjóðarinnar er með fjölskyldunni. Þið megið gjarnan deila þessu ef þið eruð sammála.“ Skilaboðin fóru í mikla dreifingu en á sjöunda þúsund manns dreifðu þeim. Réttarmeinafræðingurinn Sebastian Kunz í dómsal í morgun.Vísir/Vilhelm Skylda að koma upplýsingum á framfæri Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins, er ekki sammála þessum sjónarmiðum þótt um óhemju sorglegan atburð sé að ræða. „Maður getur skilið lokuð þinghöld eins og í kynferðisbrotamálum og þar sem börn eiga í hlut,“ segir Hjálmar. Þetta sé hins vegar mjög heitt fréttamál og ekki óeðlilegt að sýna því áhuga. „Það er skylda fjölmiðla að koma upplýsingum á framfæri, þótt hún sé oft þungbær eins og ég þekki af eigin reynslu sem blaðamaður í aldarfjórðung.“ Hann bendir á að skýrsla réttarmeinafræðings sem krufði líkið hljóti að skipta miklu máli upp á framvindu málsins. Þær upplýsingar hljóti að eiga erindi við almenning.Krafa um upplýsingar „Þetta er lykilatriði í málsmeðferðinni. Ef hann (dómsformaðurinn) metur það svo að þetta sé svo viðkvæmt að fjölmiðlar geti ekki verið í dómssalnum þá hlýtur að vera gerð sú krafa til dómara að koma því sem fram kom á framfæri í einhvers konar samantekt.“ Það sé lykilatriði fyrir lýðræðislegt samfélag að dómshald sé opið. „Ég skil það sjónarmið að umfjöllun sé þungbær fyrir aðstandendur. En því verður ekki breytt að þessi óhemju sorglegi atburður gerðist. Fjölmiðlar eru að framfylgja sínu hlutverki og skyldu.“ Birna Brjánsdóttir Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fleiri fréttir Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Sjá meira
Formaður Blaðamannafélagsins segir að mjög sterk rök þurfi að vera til að hafa þinghald lokað. Dómsformaður í máli ákæruvaldsins gegn Thomasi Olsen tilkynnti í morgun að skýrslutaka yfir þýskum réttarmeinafræðingi, Sebastian Kuntz, myndi fara fram fyrir lokuðum dyrum. Aðalmeðferð í málinu hófst í síðustu viku. Vigfús Bjarni Albertsson sjúkrahússprestur, sem stutt hefur við bakið á aðstandendum Birnu Brjánsdóttur, skrifaði skilaboð að beiðni foreldra Birnu á Facebook. „Aðstoð við foreldra í sorg. Ég skrifa þetta að beiðni foreldra Birnu Brjánsdóttur. Sumir fjölmiðlar hafa verið mjög nákvæmir í lýsingum sínum á atburðinum hræðilega. Sumar lýsingar eru þess eðlis að þær valda óbærilegum sársauka, skapa hryllilegar myndir í hugskotum þeirra sem þjást mest, fjölskyldunnar. Það er ósk okkar að fjölmiðlar fari gætilega um leið og hugur þjóðarinnar er með fjölskyldunni. Þið megið gjarnan deila þessu ef þið eruð sammála.“ Skilaboðin fóru í mikla dreifingu en á sjöunda þúsund manns dreifðu þeim. Réttarmeinafræðingurinn Sebastian Kunz í dómsal í morgun.Vísir/Vilhelm Skylda að koma upplýsingum á framfæri Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins, er ekki sammála þessum sjónarmiðum þótt um óhemju sorglegan atburð sé að ræða. „Maður getur skilið lokuð þinghöld eins og í kynferðisbrotamálum og þar sem börn eiga í hlut,“ segir Hjálmar. Þetta sé hins vegar mjög heitt fréttamál og ekki óeðlilegt að sýna því áhuga. „Það er skylda fjölmiðla að koma upplýsingum á framfæri, þótt hún sé oft þungbær eins og ég þekki af eigin reynslu sem blaðamaður í aldarfjórðung.“ Hann bendir á að skýrsla réttarmeinafræðings sem krufði líkið hljóti að skipta miklu máli upp á framvindu málsins. Þær upplýsingar hljóti að eiga erindi við almenning.Krafa um upplýsingar „Þetta er lykilatriði í málsmeðferðinni. Ef hann (dómsformaðurinn) metur það svo að þetta sé svo viðkvæmt að fjölmiðlar geti ekki verið í dómssalnum þá hlýtur að vera gerð sú krafa til dómara að koma því sem fram kom á framfæri í einhvers konar samantekt.“ Það sé lykilatriði fyrir lýðræðislegt samfélag að dómshald sé opið. „Ég skil það sjónarmið að umfjöllun sé þungbær fyrir aðstandendur. En því verður ekki breytt að þessi óhemju sorglegi atburður gerðist. Fjölmiðlar eru að framfylgja sínu hlutverki og skyldu.“
Birna Brjánsdóttir Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fleiri fréttir Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Sjá meira