„Átján ára fangelsisrefsing er algjört lágmark“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. september 2017 14:22 Thomas Olsen bar vitni í síðusut viku. Hann mætti ekki í þingsal í dag. vísir/eyþór Kolbrún Benediktsdóttir, saksóknari, telur það algjört lágmark að Héraðsdómur Reykjaness dæmi Thomas Olsen í átján ára fangelsi en hann er ákærður bæði fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana þann 14. janúar og fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Þetta kom fram við munnlegan málflutning í málinu í héraðsdómi eftir hádegi í dag. Saksóknari fór yfir það að engin hefð er fyrir því hér á landi að dæma einstaklinga í lengra fangelsi fyrir manndráp en sextán ár þó heimilt sé að dæma menn í allt að ævilangt fangelsi fyrir brotið. Þá væri það þumalputtaregla að eitt kíló af kannabisefnum þýddi einn mánuður í fangelsi en Thomas er ákærður fyrir að hafa haft 23 kíló af kannabisefnum í vörslu sinni. Það myndi því bæta tveimur árum við sextán ára fangelsisdóm fyrir manndráp. Kolbrún beindi því þó til dómsins að hún teldi tilefni til þess að fara upp fyrir sextán ára fangelsi hvað varðaði ákæruliðinn sem snýr að manndrápinu vegna þess hversu hrottafenginn glæpurinn var. Þá benti hún jafnframt á Thomas hefði nýlega fengið refsidóm í Grænlandi og það gæti haft ítrekunaráhrif. „En það er algjört lágmark ef bara er horft á dómafordæmi og þessi tvö ár sem myndu bætast við vegna fíkniefnalagabrotsins þá er algjört lágmark átján ára fangelsi. Það er þó tilefni til þyngingar að mati ákæruvaldsins [...] en átján ára fangelsi er algjört lágmark.“ Megininntakið í málflutningi Kolbrúnar var að ekki væri hægt að byggja á framburði Thomasar, hvorki hjá lögreglu né fyrir dómi, þegar tekin væri afstaða til sektar eða sakleysis hans. Sagði hún nær öll rannsóknargögn í málinu benda á Thomas og rakti hún hvernig hrekja mætti frásagnir hans af því sem gerðist nóttina sem Birna hvarf með gögnum málsins. Thomas hefur ávallt neitað sök í málinu. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Réttarmeinafræðingur ber vitni fyrir luktum dyrum Áframhald aðalmeðferðar í máli ákæruvaldsins gegn Thomasi Olsen hófst í Héraðsdómi Reykjaness klukkan 9 í morgun. 1. september 2017 09:18 Geðlæknir lýsti Thomasi sem óeðlilega eðlilegum manni Það er mat geðlæknis sem dómkvaddur var til að meta sakhæfi Thomasar Olsen að hann sé sakhæfur. 1. september 2017 11:59 Í beinni: Grímur Grímsson ber vitni í Birnumálinu Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Thomas Frederik Møller Olsen heldur áfram í Héraðsdómi Reykjaness klukkan 9:15 í dag. 1. september 2017 07:00 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Sjá meira
Kolbrún Benediktsdóttir, saksóknari, telur það algjört lágmark að Héraðsdómur Reykjaness dæmi Thomas Olsen í átján ára fangelsi en hann er ákærður bæði fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana þann 14. janúar og fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Þetta kom fram við munnlegan málflutning í málinu í héraðsdómi eftir hádegi í dag. Saksóknari fór yfir það að engin hefð er fyrir því hér á landi að dæma einstaklinga í lengra fangelsi fyrir manndráp en sextán ár þó heimilt sé að dæma menn í allt að ævilangt fangelsi fyrir brotið. Þá væri það þumalputtaregla að eitt kíló af kannabisefnum þýddi einn mánuður í fangelsi en Thomas er ákærður fyrir að hafa haft 23 kíló af kannabisefnum í vörslu sinni. Það myndi því bæta tveimur árum við sextán ára fangelsisdóm fyrir manndráp. Kolbrún beindi því þó til dómsins að hún teldi tilefni til þess að fara upp fyrir sextán ára fangelsi hvað varðaði ákæruliðinn sem snýr að manndrápinu vegna þess hversu hrottafenginn glæpurinn var. Þá benti hún jafnframt á Thomas hefði nýlega fengið refsidóm í Grænlandi og það gæti haft ítrekunaráhrif. „En það er algjört lágmark ef bara er horft á dómafordæmi og þessi tvö ár sem myndu bætast við vegna fíkniefnalagabrotsins þá er algjört lágmark átján ára fangelsi. Það er þó tilefni til þyngingar að mati ákæruvaldsins [...] en átján ára fangelsi er algjört lágmark.“ Megininntakið í málflutningi Kolbrúnar var að ekki væri hægt að byggja á framburði Thomasar, hvorki hjá lögreglu né fyrir dómi, þegar tekin væri afstaða til sektar eða sakleysis hans. Sagði hún nær öll rannsóknargögn í málinu benda á Thomas og rakti hún hvernig hrekja mætti frásagnir hans af því sem gerðist nóttina sem Birna hvarf með gögnum málsins. Thomas hefur ávallt neitað sök í málinu.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Réttarmeinafræðingur ber vitni fyrir luktum dyrum Áframhald aðalmeðferðar í máli ákæruvaldsins gegn Thomasi Olsen hófst í Héraðsdómi Reykjaness klukkan 9 í morgun. 1. september 2017 09:18 Geðlæknir lýsti Thomasi sem óeðlilega eðlilegum manni Það er mat geðlæknis sem dómkvaddur var til að meta sakhæfi Thomasar Olsen að hann sé sakhæfur. 1. september 2017 11:59 Í beinni: Grímur Grímsson ber vitni í Birnumálinu Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Thomas Frederik Møller Olsen heldur áfram í Héraðsdómi Reykjaness klukkan 9:15 í dag. 1. september 2017 07:00 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Sjá meira
Réttarmeinafræðingur ber vitni fyrir luktum dyrum Áframhald aðalmeðferðar í máli ákæruvaldsins gegn Thomasi Olsen hófst í Héraðsdómi Reykjaness klukkan 9 í morgun. 1. september 2017 09:18
Geðlæknir lýsti Thomasi sem óeðlilega eðlilegum manni Það er mat geðlæknis sem dómkvaddur var til að meta sakhæfi Thomasar Olsen að hann sé sakhæfur. 1. september 2017 11:59
Í beinni: Grímur Grímsson ber vitni í Birnumálinu Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Thomas Frederik Møller Olsen heldur áfram í Héraðsdómi Reykjaness klukkan 9:15 í dag. 1. september 2017 07:00