Réttargæslumaður foreldra Birnu gagnrýndi fjölmiðla harðlega Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. september 2017 15:20 Kolbrún Benediktsdóttir saksóknari hefur sótt málið fyrir hönd ákæruvaldsins. Hanna Lára Helgadóttir, réttargæslumaður foreldra Birnu Brjánsdóttur fór hörðum orðum um fjölmiðla og umfjöllun þeirra um málið við munnlegan málflutning í Héraðsdómi Reykjaness eftir hádegi í dag. Sagði hún umfjöllun fjölmiðla hafa haft mikil áhrif á fjölskylduna og aukið vanlíðan foreldranna. Hanna Lára gerði grein fyrir kröfum foreldra Birnu í málinu en Thomas Olsen er ákærður fyrir að hafa orðið dóttur þeirra að bana þann 14. janúar síðastliðinn. Foreldrar Birnu leggja fram einkaréttarkröfur í málinu og krefjast hvort um sig miskabóta frá Thomasi. Réttargæslumaðurinn fór yfir það hversu mikil og slæm áhrif málið allt hefur haft á líðan þeirra.Margfalt áfall fyrir fjölskyldu Birnu Í máli hennar kom fram að bæði faðir og móðir Birnu séu greind með áfallastreitu á háu stigi enda væri það mikið áfall að missa barn sitt með þeim hrottafengna hætti sem um ræddi í málinu. Áfallið væri margfalt. Hanna Lára sagði að bæði foreldrar Birnu sem og bróðir hennar væru í raun að bíða af sér veðrið. Þannig hafi umræða, afskipti og fréttaflutningur haft mikil áhrif á fjölskylduna og þættir eins og breyttur framburður Thomasar lengt áfallið þannig að sorgarferli hafi ekki byrjað. Margir viljað vera í beinum samskiptum við fjölskylduna Umræður á samfélagsmiðlum hafi einnig reynt mikið á auk þess sem margir hafi viljað vera í beinum samskiptum við fjölskylduna. Þannig hafi ókunnugir bankað upp á fjölskyldunni, eitthvað sem ekki hafi þjónað neinum tilgangi. Þá gagnrýndi Hanna Lára fjölmiðla og umfjöllun þeirra af réttarhöldunum harðlega. Sagði hann að fjölmiðlafár og nánast beinar útsendingar úr réttarhöldunum hefðu aukið vanlíðan foreldranna. Vissulega hefðu fjölmiðlar skyldum að gegna en sumir fjölmiðlar hefðu farið offari og verið nákvæmir í lýsingum. Þetta hefði valdið óbærilegum sársauka og sagði réttargæslumaðurinn að fjölmiðlar ættu að endurskoða það hvernig fréttaflutningur er af málum sem þessum. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir „Átján ára fangelsisrefsing er algjört lágmark“ Kolbrún Benediktsdóttir, saksóknari, telur það algjört lágmark að Héraðsdómur Reykjaness dæmi Thomas Olsen í átján ára fangelsi en hann er ákærður bæði fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana þann 14. janúar og fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. 1. september 2017 14:22 Í beinni: Grímur Grímsson ber vitni í Birnumálinu Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Thomas Frederik Møller Olsen heldur áfram í Héraðsdómi Reykjaness klukkan 9:15 í dag. 1. september 2017 07:00 „Þú myrtir þessa stelpu“ Var Grímur Grímsson spurður hvort að fullyrðingar lögreglumanns við skýrslutöku rímuðu við hlutlægnisskyldu lögreglunnar. 1. september 2017 12:52 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Nokkuð um hávaðaútköll Innlent Fleiri fréttir Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Sjá meira
Hanna Lára Helgadóttir, réttargæslumaður foreldra Birnu Brjánsdóttur fór hörðum orðum um fjölmiðla og umfjöllun þeirra um málið við munnlegan málflutning í Héraðsdómi Reykjaness eftir hádegi í dag. Sagði hún umfjöllun fjölmiðla hafa haft mikil áhrif á fjölskylduna og aukið vanlíðan foreldranna. Hanna Lára gerði grein fyrir kröfum foreldra Birnu í málinu en Thomas Olsen er ákærður fyrir að hafa orðið dóttur þeirra að bana þann 14. janúar síðastliðinn. Foreldrar Birnu leggja fram einkaréttarkröfur í málinu og krefjast hvort um sig miskabóta frá Thomasi. Réttargæslumaðurinn fór yfir það hversu mikil og slæm áhrif málið allt hefur haft á líðan þeirra.Margfalt áfall fyrir fjölskyldu Birnu Í máli hennar kom fram að bæði faðir og móðir Birnu séu greind með áfallastreitu á háu stigi enda væri það mikið áfall að missa barn sitt með þeim hrottafengna hætti sem um ræddi í málinu. Áfallið væri margfalt. Hanna Lára sagði að bæði foreldrar Birnu sem og bróðir hennar væru í raun að bíða af sér veðrið. Þannig hafi umræða, afskipti og fréttaflutningur haft mikil áhrif á fjölskylduna og þættir eins og breyttur framburður Thomasar lengt áfallið þannig að sorgarferli hafi ekki byrjað. Margir viljað vera í beinum samskiptum við fjölskylduna Umræður á samfélagsmiðlum hafi einnig reynt mikið á auk þess sem margir hafi viljað vera í beinum samskiptum við fjölskylduna. Þannig hafi ókunnugir bankað upp á fjölskyldunni, eitthvað sem ekki hafi þjónað neinum tilgangi. Þá gagnrýndi Hanna Lára fjölmiðla og umfjöllun þeirra af réttarhöldunum harðlega. Sagði hann að fjölmiðlafár og nánast beinar útsendingar úr réttarhöldunum hefðu aukið vanlíðan foreldranna. Vissulega hefðu fjölmiðlar skyldum að gegna en sumir fjölmiðlar hefðu farið offari og verið nákvæmir í lýsingum. Þetta hefði valdið óbærilegum sársauka og sagði réttargæslumaðurinn að fjölmiðlar ættu að endurskoða það hvernig fréttaflutningur er af málum sem þessum.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir „Átján ára fangelsisrefsing er algjört lágmark“ Kolbrún Benediktsdóttir, saksóknari, telur það algjört lágmark að Héraðsdómur Reykjaness dæmi Thomas Olsen í átján ára fangelsi en hann er ákærður bæði fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana þann 14. janúar og fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. 1. september 2017 14:22 Í beinni: Grímur Grímsson ber vitni í Birnumálinu Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Thomas Frederik Møller Olsen heldur áfram í Héraðsdómi Reykjaness klukkan 9:15 í dag. 1. september 2017 07:00 „Þú myrtir þessa stelpu“ Var Grímur Grímsson spurður hvort að fullyrðingar lögreglumanns við skýrslutöku rímuðu við hlutlægnisskyldu lögreglunnar. 1. september 2017 12:52 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Nokkuð um hávaðaútköll Innlent Fleiri fréttir Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Sjá meira
„Átján ára fangelsisrefsing er algjört lágmark“ Kolbrún Benediktsdóttir, saksóknari, telur það algjört lágmark að Héraðsdómur Reykjaness dæmi Thomas Olsen í átján ára fangelsi en hann er ákærður bæði fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana þann 14. janúar og fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. 1. september 2017 14:22
Í beinni: Grímur Grímsson ber vitni í Birnumálinu Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Thomas Frederik Møller Olsen heldur áfram í Héraðsdómi Reykjaness klukkan 9:15 í dag. 1. september 2017 07:00
„Þú myrtir þessa stelpu“ Var Grímur Grímsson spurður hvort að fullyrðingar lögreglumanns við skýrslutöku rímuðu við hlutlægnisskyldu lögreglunnar. 1. september 2017 12:52