Réttargæslumaður foreldra Birnu gagnrýndi fjölmiðla harðlega Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. september 2017 15:20 Kolbrún Benediktsdóttir saksóknari hefur sótt málið fyrir hönd ákæruvaldsins. Hanna Lára Helgadóttir, réttargæslumaður foreldra Birnu Brjánsdóttur fór hörðum orðum um fjölmiðla og umfjöllun þeirra um málið við munnlegan málflutning í Héraðsdómi Reykjaness eftir hádegi í dag. Sagði hún umfjöllun fjölmiðla hafa haft mikil áhrif á fjölskylduna og aukið vanlíðan foreldranna. Hanna Lára gerði grein fyrir kröfum foreldra Birnu í málinu en Thomas Olsen er ákærður fyrir að hafa orðið dóttur þeirra að bana þann 14. janúar síðastliðinn. Foreldrar Birnu leggja fram einkaréttarkröfur í málinu og krefjast hvort um sig miskabóta frá Thomasi. Réttargæslumaðurinn fór yfir það hversu mikil og slæm áhrif málið allt hefur haft á líðan þeirra.Margfalt áfall fyrir fjölskyldu Birnu Í máli hennar kom fram að bæði faðir og móðir Birnu séu greind með áfallastreitu á háu stigi enda væri það mikið áfall að missa barn sitt með þeim hrottafengna hætti sem um ræddi í málinu. Áfallið væri margfalt. Hanna Lára sagði að bæði foreldrar Birnu sem og bróðir hennar væru í raun að bíða af sér veðrið. Þannig hafi umræða, afskipti og fréttaflutningur haft mikil áhrif á fjölskylduna og þættir eins og breyttur framburður Thomasar lengt áfallið þannig að sorgarferli hafi ekki byrjað. Margir viljað vera í beinum samskiptum við fjölskylduna Umræður á samfélagsmiðlum hafi einnig reynt mikið á auk þess sem margir hafi viljað vera í beinum samskiptum við fjölskylduna. Þannig hafi ókunnugir bankað upp á fjölskyldunni, eitthvað sem ekki hafi þjónað neinum tilgangi. Þá gagnrýndi Hanna Lára fjölmiðla og umfjöllun þeirra af réttarhöldunum harðlega. Sagði hann að fjölmiðlafár og nánast beinar útsendingar úr réttarhöldunum hefðu aukið vanlíðan foreldranna. Vissulega hefðu fjölmiðlar skyldum að gegna en sumir fjölmiðlar hefðu farið offari og verið nákvæmir í lýsingum. Þetta hefði valdið óbærilegum sársauka og sagði réttargæslumaðurinn að fjölmiðlar ættu að endurskoða það hvernig fréttaflutningur er af málum sem þessum. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir „Átján ára fangelsisrefsing er algjört lágmark“ Kolbrún Benediktsdóttir, saksóknari, telur það algjört lágmark að Héraðsdómur Reykjaness dæmi Thomas Olsen í átján ára fangelsi en hann er ákærður bæði fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana þann 14. janúar og fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. 1. september 2017 14:22 Í beinni: Grímur Grímsson ber vitni í Birnumálinu Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Thomas Frederik Møller Olsen heldur áfram í Héraðsdómi Reykjaness klukkan 9:15 í dag. 1. september 2017 07:00 „Þú myrtir þessa stelpu“ Var Grímur Grímsson spurður hvort að fullyrðingar lögreglumanns við skýrslutöku rímuðu við hlutlægnisskyldu lögreglunnar. 1. september 2017 12:52 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Hanna Lára Helgadóttir, réttargæslumaður foreldra Birnu Brjánsdóttur fór hörðum orðum um fjölmiðla og umfjöllun þeirra um málið við munnlegan málflutning í Héraðsdómi Reykjaness eftir hádegi í dag. Sagði hún umfjöllun fjölmiðla hafa haft mikil áhrif á fjölskylduna og aukið vanlíðan foreldranna. Hanna Lára gerði grein fyrir kröfum foreldra Birnu í málinu en Thomas Olsen er ákærður fyrir að hafa orðið dóttur þeirra að bana þann 14. janúar síðastliðinn. Foreldrar Birnu leggja fram einkaréttarkröfur í málinu og krefjast hvort um sig miskabóta frá Thomasi. Réttargæslumaðurinn fór yfir það hversu mikil og slæm áhrif málið allt hefur haft á líðan þeirra.Margfalt áfall fyrir fjölskyldu Birnu Í máli hennar kom fram að bæði faðir og móðir Birnu séu greind með áfallastreitu á háu stigi enda væri það mikið áfall að missa barn sitt með þeim hrottafengna hætti sem um ræddi í málinu. Áfallið væri margfalt. Hanna Lára sagði að bæði foreldrar Birnu sem og bróðir hennar væru í raun að bíða af sér veðrið. Þannig hafi umræða, afskipti og fréttaflutningur haft mikil áhrif á fjölskylduna og þættir eins og breyttur framburður Thomasar lengt áfallið þannig að sorgarferli hafi ekki byrjað. Margir viljað vera í beinum samskiptum við fjölskylduna Umræður á samfélagsmiðlum hafi einnig reynt mikið á auk þess sem margir hafi viljað vera í beinum samskiptum við fjölskylduna. Þannig hafi ókunnugir bankað upp á fjölskyldunni, eitthvað sem ekki hafi þjónað neinum tilgangi. Þá gagnrýndi Hanna Lára fjölmiðla og umfjöllun þeirra af réttarhöldunum harðlega. Sagði hann að fjölmiðlafár og nánast beinar útsendingar úr réttarhöldunum hefðu aukið vanlíðan foreldranna. Vissulega hefðu fjölmiðlar skyldum að gegna en sumir fjölmiðlar hefðu farið offari og verið nákvæmir í lýsingum. Þetta hefði valdið óbærilegum sársauka og sagði réttargæslumaðurinn að fjölmiðlar ættu að endurskoða það hvernig fréttaflutningur er af málum sem þessum.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir „Átján ára fangelsisrefsing er algjört lágmark“ Kolbrún Benediktsdóttir, saksóknari, telur það algjört lágmark að Héraðsdómur Reykjaness dæmi Thomas Olsen í átján ára fangelsi en hann er ákærður bæði fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana þann 14. janúar og fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. 1. september 2017 14:22 Í beinni: Grímur Grímsson ber vitni í Birnumálinu Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Thomas Frederik Møller Olsen heldur áfram í Héraðsdómi Reykjaness klukkan 9:15 í dag. 1. september 2017 07:00 „Þú myrtir þessa stelpu“ Var Grímur Grímsson spurður hvort að fullyrðingar lögreglumanns við skýrslutöku rímuðu við hlutlægnisskyldu lögreglunnar. 1. september 2017 12:52 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
„Átján ára fangelsisrefsing er algjört lágmark“ Kolbrún Benediktsdóttir, saksóknari, telur það algjört lágmark að Héraðsdómur Reykjaness dæmi Thomas Olsen í átján ára fangelsi en hann er ákærður bæði fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana þann 14. janúar og fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. 1. september 2017 14:22
Í beinni: Grímur Grímsson ber vitni í Birnumálinu Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Thomas Frederik Møller Olsen heldur áfram í Héraðsdómi Reykjaness klukkan 9:15 í dag. 1. september 2017 07:00
„Þú myrtir þessa stelpu“ Var Grímur Grímsson spurður hvort að fullyrðingar lögreglumanns við skýrslutöku rímuðu við hlutlægnisskyldu lögreglunnar. 1. september 2017 12:52