Gekk berserksgang í Skeifunni Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 3. september 2017 07:51 Töluverður erill hefur verið hjá lögreglunni um helgina. Vísir/Eyþór 70 mál komu á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt og voru allar fangageymslur á lögreglustöðinni á Hverfisgötu fullar aðra nóttina í röð. Rétt fyrir miðnætti barst lögreglunni tilkynning um aðila sem var að ganga berserksgang í Skeifunni, bæði á veitingastað og í verslunum. Skemmdir voru á veitingastaðnum og er hann einnig grunaður um þjófnað í einni versluninni. Maðurinn gistir fangageymslu og verður yfirheyrður seinna í dag. Rétt eftir miðnætti var aðili handtekinn í Kvosinni. Hafði hann látið skap sitt bitna á ökutækjum, húsum og örðum munum sem urðu á vegi hans. Hann gistir fangageymslu og verður málið afgreitt með sekt, samkvæmt dagbók lögreglu. Þrisvar var leitað eftir aðstoð lögreglu vegna heimilisofbeldis. Klukkan þrjú var tilkynnt um heimilisofbeldi í Mosfellsbæ. Einn aðili gistir fangageymslur vegna málsins og var félagsþjónusta kölluð til. Klukkan 03:42 var aðili handtekinn vegna gruns um heimilisofbeldi og fyrir að hafa ekið undir áhrifum fíkniefna. Málið er nú til rannsóknar hjá rannsóknardeild. Klukkan 04:44 var tilkynnt um heimilisofbeldi í Kópavogi. Félagsþjónustan og barnavernd voru kölluð til vegna málsins sem er í rannsókn. Þá var tilkynnt um líkamsárás á Hverfisgötu laust eftir klukkan þrjú í nótt. Minniháttar meiðsl voru á þeim sem áttu í átökunum. Önnur líkamsárás á Hverfisgötu var tilkynnt um klukkan fimm í nótt. Gerendur voru farnir af vettvangi þegar lögreglu bar að en málið er í rannsókn. Þá barst lögreglunni tilkynning um slys í vesturbæ Kópavogs klukkan 05:39. Þegar viðbragðsaðilar komu á vettvang dró aðilinn upp hníf og ógnaði þeim. Var hann fluttur á slysadeild vegna meiðsla sinna í lögreglufylgd. Þá kom eldur upp í gámum á tveimur stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Annars vegar var um að ræða eld í gámi í Seljahverfinu í Breiðholti. Eldurinn var slökktur en gámurinn var skemmdur eftir. Hins vegar var tilkynnt um eld í gámi á Smiðjustíg. Mikil hætta skapaðist á vettvangi, enda var gámurinn upp við húsvegg. Lögreglumál Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Fleiri fréttir Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Sjá meira
70 mál komu á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt og voru allar fangageymslur á lögreglustöðinni á Hverfisgötu fullar aðra nóttina í röð. Rétt fyrir miðnætti barst lögreglunni tilkynning um aðila sem var að ganga berserksgang í Skeifunni, bæði á veitingastað og í verslunum. Skemmdir voru á veitingastaðnum og er hann einnig grunaður um þjófnað í einni versluninni. Maðurinn gistir fangageymslu og verður yfirheyrður seinna í dag. Rétt eftir miðnætti var aðili handtekinn í Kvosinni. Hafði hann látið skap sitt bitna á ökutækjum, húsum og örðum munum sem urðu á vegi hans. Hann gistir fangageymslu og verður málið afgreitt með sekt, samkvæmt dagbók lögreglu. Þrisvar var leitað eftir aðstoð lögreglu vegna heimilisofbeldis. Klukkan þrjú var tilkynnt um heimilisofbeldi í Mosfellsbæ. Einn aðili gistir fangageymslur vegna málsins og var félagsþjónusta kölluð til. Klukkan 03:42 var aðili handtekinn vegna gruns um heimilisofbeldi og fyrir að hafa ekið undir áhrifum fíkniefna. Málið er nú til rannsóknar hjá rannsóknardeild. Klukkan 04:44 var tilkynnt um heimilisofbeldi í Kópavogi. Félagsþjónustan og barnavernd voru kölluð til vegna málsins sem er í rannsókn. Þá var tilkynnt um líkamsárás á Hverfisgötu laust eftir klukkan þrjú í nótt. Minniháttar meiðsl voru á þeim sem áttu í átökunum. Önnur líkamsárás á Hverfisgötu var tilkynnt um klukkan fimm í nótt. Gerendur voru farnir af vettvangi þegar lögreglu bar að en málið er í rannsókn. Þá barst lögreglunni tilkynning um slys í vesturbæ Kópavogs klukkan 05:39. Þegar viðbragðsaðilar komu á vettvang dró aðilinn upp hníf og ógnaði þeim. Var hann fluttur á slysadeild vegna meiðsla sinna í lögreglufylgd. Þá kom eldur upp í gámum á tveimur stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Annars vegar var um að ræða eld í gámi í Seljahverfinu í Breiðholti. Eldurinn var slökktur en gámurinn var skemmdur eftir. Hins vegar var tilkynnt um eld í gámi á Smiðjustíg. Mikil hætta skapaðist á vettvangi, enda var gámurinn upp við húsvegg.
Lögreglumál Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Fleiri fréttir Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Sjá meira