Sagðir undirbúa frekari eldflaugaskot Samúel Karl Ólason skrifar 4. september 2017 10:30 Frá æfingum Suður-Kóreu í kjölfar tilraunasprengingarinnar í gær. Vísir/EPA Yfirvöld Suður-Kóreu segja útlit fyrir að nágrannar sínir í noðri ætli sér að skjóta enn einn eldflauginni á loft á næstunni. Mögulega sé um að ræða langdræga eldflaug. Forsvarsmenn leyniþjónustu Suður-Kóreu munu hafa sagt þingmönnum í nótt að líklegt væri að eldflaug yrði skotið á loft þann 10. október, í tilefni af afmæli Verkamannaflokks Norður-Kóreu. Aðfararnótt sunnudags sprengdu Norður-Kóreumenn kjarnorkusprengju í sjötta sinn, sem þeir segja að hafi verið vetnissprengja. Skömmu áður höfðu yfirvöld ríkisins haldið því fram að þeir hefðu þróað öfluga vetnissprengju sem hægt væri að koma fyrir í langdrægum eldflaugum.Vetnissprengjur nota litla kjarnorkusprengju sem hvellettu til að koma enn stærri sprengingu af stað.Vísir/GraphicnewsFærast nær markmiðum sínum Norður-Kórea hefur ítrekað skotið eldflaugum á loft í trássi við ályktanir Sameinuðu þjóðanna og nýlega skutu þeir eldflaug yfir norðurhluta Japan. Þá hafa yfirvöld í Pyongyang hótað því að skjóta eldflaugum að Gvam. Yfirlýst markmið þeirra er að þróa kjarnorkuvopn og eldflaugar sem borið geta þau vopn til meginlands Bandaríkjanna. Neyðarfundur verður haldinn í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í dag.Vilja auka hernaðargetu Viðræður standa nú yfir á milli Suður-Kóreu og Bandaríkjanna um að flugmóðurskipum Bandaríkjanna verði siglt til Kóreuskagans og að sprengjuflugvélum verði flogið á svæðið. Þá eru Suður-Kóreumenn að vinna í því að auka getu sína til að skjóta eldflaugar nágranna sinna niður. Það er að klára uppsetningu THAAD-kerfisins svokallaða sem meðal annars Kínverjar og Rússar hafa mótmælt. Því er ætlað að skjóta niður eldflaugar. Varnarmálaráðherra Suður-Kóreu, Song Young-moo, sagði í nótt að þjóðaröryggisráð Suður-Kóreu væri byrjað að hallast að því að bæta stöðu ríkisins hernaðarlega í stað frekari viðræðna. Eftir tilraunasprengingu Norður-Kóreu héldu Suður-Kóreumenn heræfingar þar sem þeir gerðu ímyndaðar árásir á eldflaugaskotpalla Norður-Kóreu. Til stendur að fjölga æfingum herafla Suður-Kóreu á næstu vikum. Norður-Kórea Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira
Yfirvöld Suður-Kóreu segja útlit fyrir að nágrannar sínir í noðri ætli sér að skjóta enn einn eldflauginni á loft á næstunni. Mögulega sé um að ræða langdræga eldflaug. Forsvarsmenn leyniþjónustu Suður-Kóreu munu hafa sagt þingmönnum í nótt að líklegt væri að eldflaug yrði skotið á loft þann 10. október, í tilefni af afmæli Verkamannaflokks Norður-Kóreu. Aðfararnótt sunnudags sprengdu Norður-Kóreumenn kjarnorkusprengju í sjötta sinn, sem þeir segja að hafi verið vetnissprengja. Skömmu áður höfðu yfirvöld ríkisins haldið því fram að þeir hefðu þróað öfluga vetnissprengju sem hægt væri að koma fyrir í langdrægum eldflaugum.Vetnissprengjur nota litla kjarnorkusprengju sem hvellettu til að koma enn stærri sprengingu af stað.Vísir/GraphicnewsFærast nær markmiðum sínum Norður-Kórea hefur ítrekað skotið eldflaugum á loft í trássi við ályktanir Sameinuðu þjóðanna og nýlega skutu þeir eldflaug yfir norðurhluta Japan. Þá hafa yfirvöld í Pyongyang hótað því að skjóta eldflaugum að Gvam. Yfirlýst markmið þeirra er að þróa kjarnorkuvopn og eldflaugar sem borið geta þau vopn til meginlands Bandaríkjanna. Neyðarfundur verður haldinn í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í dag.Vilja auka hernaðargetu Viðræður standa nú yfir á milli Suður-Kóreu og Bandaríkjanna um að flugmóðurskipum Bandaríkjanna verði siglt til Kóreuskagans og að sprengjuflugvélum verði flogið á svæðið. Þá eru Suður-Kóreumenn að vinna í því að auka getu sína til að skjóta eldflaugar nágranna sinna niður. Það er að klára uppsetningu THAAD-kerfisins svokallaða sem meðal annars Kínverjar og Rússar hafa mótmælt. Því er ætlað að skjóta niður eldflaugar. Varnarmálaráðherra Suður-Kóreu, Song Young-moo, sagði í nótt að þjóðaröryggisráð Suður-Kóreu væri byrjað að hallast að því að bæta stöðu ríkisins hernaðarlega í stað frekari viðræðna. Eftir tilraunasprengingu Norður-Kóreu héldu Suður-Kóreumenn heræfingar þar sem þeir gerðu ímyndaðar árásir á eldflaugaskotpalla Norður-Kóreu. Til stendur að fjölga æfingum herafla Suður-Kóreu á næstu vikum.
Norður-Kórea Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira