Í bréfinu er vitnað til umræðu sem skapaðist í kringum þáttöku íslenska karlalandsliðsins á EM í knattspyrnu á síðasta ári sem og þáttöku íslenska kvennalandsliðsins í sömu íþrótt nú fyrr í sumar. Bæði landslið ákváðu að merkja treyjur sínar með eftirnöfnum, í takt við það sem gengur og gerist inn á knattspyrnuvöllum víða um heim.
Gerðu ýmsir kröfu um að eiginnöfn leikmanna yrðu aftan á treyjum landsliðsins á þessum mótum, í takt við íslenskar málvenjur, en leikmenn sjálfir völdu að hafa eftirnöfnin á treyjunum.
Segir nefndin að henni sé kunnugur rökstuðningur leikmanna en að öllum sé „ljóst að það stríðir gegn aldagömlum nafnahefðum íslensku að kalla fólk kenninöfnum sínum.“
Í bréfinu segir einnig að það sé hlutverk nefndarinnar að gera athugasemdir við það sem henni þykir miður fara varðandi notkun og viðgang móðurmálsins. Það sé þó einnig hlutverk nefndarinnar að vekja athygli á því sem vel er gert.
„Íslensk málnefnd vill því með bréfi þessu hróa stjórn Körfuknattleikssambands Íslands og leikmönnum landsliðsins fyrir að treyjur þeirra skyldu merktar eiginnöfnum á yfirstandandi Evrópumóti í körfubolta.“Biður málnefndin fyrir bestu kveðjum til leikmanna og allra sem máli tengist en bréfið sjálft má lesa hér fyrir neðan.
Íslensk málnefnd sendir ekki aðeins skammarbréf: pic.twitter.com/n3t7okxvOI
— Ármann Jakobsson (@ArmannJa) September 4, 2017