Stelpurnar héldu atkvæðagreiðslu og vildu allar kenninöfnin á treyjurnar sínar Kolbeinn Tumi Daðason í Doetinchem skrifar 21. júlí 2017 14:28 Freyr Alexandersson ræðir við leikmenn landsliðsins eftir 1-0 tapið gegn Frökkum í Tilburg. Vísir/Vilhelm Töluverð umræða hefur skapast á Íslandi um nöfn íslenskra landsliðsmanna og þá staðreynd að á keppnisbúningum kvennalandsliðsins eru þær með kenninöfnin á bakinu en ekki fornöfnin. Sitt sýnist hverjum um þá ákvörðun og hafa ýmsir lagt orð í belg. Umræðan kemur reglulega upp hjá landsliðum Íslands í íþróttum. Leikmenn karlalandsliðsins bera kenninöfn sín á treyjunum að eigin ósk eins og fjallað var um á Vísi á sínum tíma.Horfa til crossfit stjarnanna Glódís Perla Viggósdóttir og Sif Atladóttir útskýrðu á fundi með blaðamönnum í dag að þetta hefði verið rætt fyrir mót og atkvæðagreiðsla farið fram. „Síðustu tvær keppnir hafa verið með fornafninu en við kusum um þetta og ákváðum að vera með eftirnöfnin núna þar sem við erum sameinaðar undir „dóttir“,“ sagði Sif. Vísaði Sif til merkisins #dottir sem hefur verið áberandi á samfélagsmiðlum. Stelpurnar hafa verið duglegar að merkja færslur sínar með merkinu. Glódís útskýrði hvers vegna. „Þetta kemur upprunalega úr crossfit-heiminum þar sem stelpurnar okkar þar fengu þetta nafn á sig,“ sagði Glódís. Vísar hún þar meðal annars til Katrínar Tönju Davíðsdóttur og Ragnheiðar Söru Sigmundsdóttur sem slegið hafa í gegn í crossfit auk Annie Mist. „Þetta stendur fyrir að vera grjótharðar og ógeðslega flottar,“ sagði Glódís.Jessen og Jensen sammála „Okkur langaði að taka þetta með okkur inn í mótið. Þetta gefur okkur auka orku, þetta er svona íslenskt og er skemmtilegt.“ Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari skaut inn að allir 23 leikmenn landsliðsins hefðu greitt atkvæði í sömu átt, þ.e. að vera með eftirnöfn á treyjum sínum. „Meira að segja Jessen og Jensen,“ sagði Freyr og fékk salinn til að hlæja. Átti hann þar við Elínu Mettu Jensen og Söndru Maríu Jessen sem bera ættarnöfn í stað þess að vera kenndar við föður eða móður sína. „Svona erum við meira lið.“Uppfært klukkan 17:25Orðinu kenninafn, sem nær utan um föður-, móður og ættarnöfn, skipt inn fyrir orðið eftirnafn. EM 2017 í Hollandi Mest lesið Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Enski boltinn Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Enski boltinn „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Íslenski boltinn Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið Körfubolti Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Körfubolti Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Sjá meira
Töluverð umræða hefur skapast á Íslandi um nöfn íslenskra landsliðsmanna og þá staðreynd að á keppnisbúningum kvennalandsliðsins eru þær með kenninöfnin á bakinu en ekki fornöfnin. Sitt sýnist hverjum um þá ákvörðun og hafa ýmsir lagt orð í belg. Umræðan kemur reglulega upp hjá landsliðum Íslands í íþróttum. Leikmenn karlalandsliðsins bera kenninöfn sín á treyjunum að eigin ósk eins og fjallað var um á Vísi á sínum tíma.Horfa til crossfit stjarnanna Glódís Perla Viggósdóttir og Sif Atladóttir útskýrðu á fundi með blaðamönnum í dag að þetta hefði verið rætt fyrir mót og atkvæðagreiðsla farið fram. „Síðustu tvær keppnir hafa verið með fornafninu en við kusum um þetta og ákváðum að vera með eftirnöfnin núna þar sem við erum sameinaðar undir „dóttir“,“ sagði Sif. Vísaði Sif til merkisins #dottir sem hefur verið áberandi á samfélagsmiðlum. Stelpurnar hafa verið duglegar að merkja færslur sínar með merkinu. Glódís útskýrði hvers vegna. „Þetta kemur upprunalega úr crossfit-heiminum þar sem stelpurnar okkar þar fengu þetta nafn á sig,“ sagði Glódís. Vísar hún þar meðal annars til Katrínar Tönju Davíðsdóttur og Ragnheiðar Söru Sigmundsdóttur sem slegið hafa í gegn í crossfit auk Annie Mist. „Þetta stendur fyrir að vera grjótharðar og ógeðslega flottar,“ sagði Glódís.Jessen og Jensen sammála „Okkur langaði að taka þetta með okkur inn í mótið. Þetta gefur okkur auka orku, þetta er svona íslenskt og er skemmtilegt.“ Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari skaut inn að allir 23 leikmenn landsliðsins hefðu greitt atkvæði í sömu átt, þ.e. að vera með eftirnöfn á treyjum sínum. „Meira að segja Jessen og Jensen,“ sagði Freyr og fékk salinn til að hlæja. Átti hann þar við Elínu Mettu Jensen og Söndru Maríu Jessen sem bera ættarnöfn í stað þess að vera kenndar við föður eða móður sína. „Svona erum við meira lið.“Uppfært klukkan 17:25Orðinu kenninafn, sem nær utan um föður-, móður og ættarnöfn, skipt inn fyrir orðið eftirnafn.
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Enski boltinn Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Enski boltinn „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Íslenski boltinn Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið Körfubolti Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Körfubolti Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Sjá meira