Ríkið í samningaviðræður við kennara og háskólafólk í haust Jón Hákon Halldórsson skrifar 6. september 2017 06:00 Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra. vísir/eyþór Samningaviðræður ríkisins við 17 aðildarfélög BHM eru hafnar og í nóvember hefjast formlegar kjaraviðræður við Félag framhaldsskólakennara. Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, segir mikilvægt að í komandi kjaraviðræðum leggi ríkið fram áætlun um það hvernig eigi að jafna laun milli opinbera markaðarins og almenna markaðarins. „Svo eru fjölmörg önnur atriði sem varða innri útfærslur á okkar kjarasamningi varðandi vinnutímaákvæði, kennsluskyldu og annað,“ segir Guðríður. Guðríður segir engar áætlanir hafa verið lagðar fram um jöfnun lífeyrisréttinda. „Það hefur bara ekkert komið fram, bara ekki neitt. Það var farið fram með talsverðu offorsi fyrir áramót að breyta lögum um lífeyrissjóð opinberra starfsmanna. Það var talað um að því ætti þá að fylgja jöfnun á launum milli markaða,“ segir Guðríður. Það sé ekki hægt að réttlæta launamun milli opinbera markaðarins og almenna markaðarins þegar búið er að jafna lífeyrisréttindin. Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, sagði á blaðamannafundi í gær að áherslan væri á að viðhalda þeirri kaupmáttaraukningu sem orðið hefur á undanförnum árum og byggja upp samkeppnishæft starfsumhverfi ríkisins. „Við nálgumst þetta verkefni við samningaviðræðurnar sem samstarfsverkefni við verkalýðsfélögin. Það er búið að lýsa því yfir að við ætlum að jafna kjör á almennum og opinberum markaði. Það hafa verði stigin mikilvæg skref í þá átt við samræmingu lífeyrisréttinda sem verður að fullu lokið á miðju næsta ári og í síðustu kjarasamningum lýsti ríkið því yfir að það vildi vinna að þessari samræmingu,“ segir Benedikt. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Markmiðið að viðhalda kaupmætti launa Fjármála- og efnahagsráðherra kynnti í dag áherslur ríkisins í komandi kjaraviðræðum við starfsmenn ríkisins. 5. september 2017 15:17 Meiri áhersla á starfsumhverfi en prósentur Fjármálaráðherra segir mikilvægt að varðveita kaupmáttaraukningu liðinna ára. Í komandi kjaraviðræðum við starfsmenn ríksins verður áhersla því lögð á að bæta vinnuumhverfi og önnur atriði sem ekki snúa beint að launaliðnum. 5. september 2017 20:00 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Fleiri fréttir Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjá meira
Samningaviðræður ríkisins við 17 aðildarfélög BHM eru hafnar og í nóvember hefjast formlegar kjaraviðræður við Félag framhaldsskólakennara. Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, segir mikilvægt að í komandi kjaraviðræðum leggi ríkið fram áætlun um það hvernig eigi að jafna laun milli opinbera markaðarins og almenna markaðarins. „Svo eru fjölmörg önnur atriði sem varða innri útfærslur á okkar kjarasamningi varðandi vinnutímaákvæði, kennsluskyldu og annað,“ segir Guðríður. Guðríður segir engar áætlanir hafa verið lagðar fram um jöfnun lífeyrisréttinda. „Það hefur bara ekkert komið fram, bara ekki neitt. Það var farið fram með talsverðu offorsi fyrir áramót að breyta lögum um lífeyrissjóð opinberra starfsmanna. Það var talað um að því ætti þá að fylgja jöfnun á launum milli markaða,“ segir Guðríður. Það sé ekki hægt að réttlæta launamun milli opinbera markaðarins og almenna markaðarins þegar búið er að jafna lífeyrisréttindin. Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, sagði á blaðamannafundi í gær að áherslan væri á að viðhalda þeirri kaupmáttaraukningu sem orðið hefur á undanförnum árum og byggja upp samkeppnishæft starfsumhverfi ríkisins. „Við nálgumst þetta verkefni við samningaviðræðurnar sem samstarfsverkefni við verkalýðsfélögin. Það er búið að lýsa því yfir að við ætlum að jafna kjör á almennum og opinberum markaði. Það hafa verði stigin mikilvæg skref í þá átt við samræmingu lífeyrisréttinda sem verður að fullu lokið á miðju næsta ári og í síðustu kjarasamningum lýsti ríkið því yfir að það vildi vinna að þessari samræmingu,“ segir Benedikt.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Markmiðið að viðhalda kaupmætti launa Fjármála- og efnahagsráðherra kynnti í dag áherslur ríkisins í komandi kjaraviðræðum við starfsmenn ríkisins. 5. september 2017 15:17 Meiri áhersla á starfsumhverfi en prósentur Fjármálaráðherra segir mikilvægt að varðveita kaupmáttaraukningu liðinna ára. Í komandi kjaraviðræðum við starfsmenn ríksins verður áhersla því lögð á að bæta vinnuumhverfi og önnur atriði sem ekki snúa beint að launaliðnum. 5. september 2017 20:00 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Fleiri fréttir Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjá meira
Markmiðið að viðhalda kaupmætti launa Fjármála- og efnahagsráðherra kynnti í dag áherslur ríkisins í komandi kjaraviðræðum við starfsmenn ríkisins. 5. september 2017 15:17
Meiri áhersla á starfsumhverfi en prósentur Fjármálaráðherra segir mikilvægt að varðveita kaupmáttaraukningu liðinna ára. Í komandi kjaraviðræðum við starfsmenn ríksins verður áhersla því lögð á að bæta vinnuumhverfi og önnur atriði sem ekki snúa beint að launaliðnum. 5. september 2017 20:00
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent