Lögreglan þurfti tvisvar í nótt að aðstoða gæslumenn í miðborginni sem höfðu átt í átökum við ölvaða nátthrafna.
Þannig óskuðu dyraverðir á skemmtistað eftir ósk lögreglu eftir að maður hafði slegið einn þeirra. Þegar lögregla kom á vettvang voru dyraverðirnir með „mann í tökum“ eins og það er orðað í skeyti lögreglunnar og var hann handtekinn, grunaður um höggið. Hann verður vistaður í fangageymslu fram eftir degi. Meiðsl dyravarðarins eru talin minniháttar.
Það var svo á þriðja tímanum í nótt sem næturvörður á hóteli í miðborginni kallaði eftir aðstoð vegna gests sem var ofurölvi. Ekkert var við hann ráðið að sögn lögreglunnar og var hann því fluttur á lögreglustöðina þar sem hann gistir fangageymslu þar til rennur af honum.
Þá rak lögreglun augun í tjónaða, kyrrstæða bifreið skammt frá umferðarskilti sem hafði verið ekið á við Bleikjukvísl í Árbæ. Eigandi bifreiðarinnar var því handtekinn, grunaður um að hafa ekið á umferðarmerkið. Hann var að sama skapi fluttur í fangaklefa eftir að lögreglumenn höfðu tekið úr honum blóðsýni.
Hóteldólgur handtekinn í miðborginni
Stefán Ó. Jónsson skrifar
