Öllum íbúum Miami-Dade og Miami-Beach í Flórída hefur verið gert að yfirgefa heimili sín í dag. Áætlanir gera ráð fyrir að fellibylurinn Irma, sem valdið hefur miklu tjóni í Karíbahafinu síðustu daga, gæti gengið á land í fylkinu á föstudag, í síðasta lagi á laugardagsmorgunn.
Þá hefur verið send út tilkynning þess efnis að öllum spítölum á Florida Keys-eyjaklasanum verði lokað á föstudaginn. Einhverjum aðgerðum hefur verið flýtt vegna lokunarinnar og segja talsmenn spítalans að starfsfólk og sjúklingar séu „gríðarlega stressaðir“ vegna komu Irmu.
Sjá einnig: Irma heldur ótrauð áfram
Flug hefur raskast og eru fjölmargir strandaglópar á flugvöllum jafnt í Miami sem og á Tampa. Flugfélagið JetBlue hafði í gærmorgunn aflýst 130 ferðum en alls hefur rúmlega 300 ferðum frá alþjóðaflugvellinum í Miami verið aflýst. Önnur flugfélög reyna hvað þau geta að fylla vélar sínar til að aðstoða við rýmingu fylkisins.
95% í rúst
Nú hafa átta manns farist í fellibylnum sem er sá sterkasti sem nokkurn tímann hefur myndast í Karíbahafinu. Erfitt hefur verið að sannreyna upplýsingar um fjölda látinna og er sterklega gert ráð fyrir því að fleiri muni finnast látnir. Tveggja ára barn fórst á Barbúda, einn á Anguilla og þá hafa sex farist í franska hluta St. Martin.
Stjórnvöld á síðastnefndu eyjunni, sem er sunnan af Anguilla, segja að „95% eyjunnar séu í rúst“ eftir að Irma gekk þar yfir í gær.
Flórídabúum gert að yfirgefa heimili sín

Tengdar fréttir

Irma á gagnvirku korti
Fellibylurinn gengur nú norðan af Dóminíkanska Lýðveldinu.

Irma veldur tjóni í Karíbahafi
Betur fór en á horfðist þegar Irma gekk yfir Antígva og Barbúda í gær. Minnst tveir létust og aðrir tveir eru alvarlega slasaðir á St. Bart og St. Martin.