Flórídabúum gert að yfirgefa heimili sín Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. september 2017 07:29 Farþegar á flugvellinum í Tampa í gærkvöldi. Vísir/Ap Öllum íbúum Miami-Dade og Miami-Beach í Flórída hefur verið gert að yfirgefa heimili sín í dag. Áætlanir gera ráð fyrir að fellibylurinn Irma, sem valdið hefur miklu tjóni í Karíbahafinu síðustu daga, gæti gengið á land í fylkinu á föstudag, í síðasta lagi á laugardagsmorgunn. Þá hefur verið send út tilkynning þess efnis að öllum spítölum á Florida Keys-eyjaklasanum verði lokað á föstudaginn. Einhverjum aðgerðum hefur verið flýtt vegna lokunarinnar og segja talsmenn spítalans að starfsfólk og sjúklingar séu „gríðarlega stressaðir“ vegna komu Irmu.Sjá einnig: Irma heldur ótrauð áfram Flug hefur raskast og eru fjölmargir strandaglópar á flugvöllum jafnt í Miami sem og á Tampa. Flugfélagið JetBlue hafði í gærmorgunn aflýst 130 ferðum en alls hefur rúmlega 300 ferðum frá alþjóðaflugvellinum í Miami verið aflýst. Önnur flugfélög reyna hvað þau geta að fylla vélar sínar til að aðstoða við rýmingu fylkisins.95% í rúst Nú hafa átta manns farist í fellibylnum sem er sá sterkasti sem nokkurn tímann hefur myndast í Karíbahafinu. Erfitt hefur verið að sannreyna upplýsingar um fjölda látinna og er sterklega gert ráð fyrir því að fleiri muni finnast látnir. Tveggja ára barn fórst á Barbúda, einn á Anguilla og þá hafa sex farist í franska hluta St. Martin. Stjórnvöld á síðastnefndu eyjunni, sem er sunnan af Anguilla, segja að „95% eyjunnar séu í rúst“ eftir að Irma gekk þar yfir í gær. Fellibylurinn Irma Tengdar fréttir Irma á gagnvirku korti Fellibylurinn gengur nú norðan af Dóminíkanska Lýðveldinu. 7. september 2017 05:49 Irma veldur tjóni í Karíbahafi Betur fór en á horfðist þegar Irma gekk yfir Antígva og Barbúda í gær. Minnst tveir létust og aðrir tveir eru alvarlega slasaðir á St. Bart og St. Martin. 7. september 2017 06:00 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Sjá meira
Öllum íbúum Miami-Dade og Miami-Beach í Flórída hefur verið gert að yfirgefa heimili sín í dag. Áætlanir gera ráð fyrir að fellibylurinn Irma, sem valdið hefur miklu tjóni í Karíbahafinu síðustu daga, gæti gengið á land í fylkinu á föstudag, í síðasta lagi á laugardagsmorgunn. Þá hefur verið send út tilkynning þess efnis að öllum spítölum á Florida Keys-eyjaklasanum verði lokað á föstudaginn. Einhverjum aðgerðum hefur verið flýtt vegna lokunarinnar og segja talsmenn spítalans að starfsfólk og sjúklingar séu „gríðarlega stressaðir“ vegna komu Irmu.Sjá einnig: Irma heldur ótrauð áfram Flug hefur raskast og eru fjölmargir strandaglópar á flugvöllum jafnt í Miami sem og á Tampa. Flugfélagið JetBlue hafði í gærmorgunn aflýst 130 ferðum en alls hefur rúmlega 300 ferðum frá alþjóðaflugvellinum í Miami verið aflýst. Önnur flugfélög reyna hvað þau geta að fylla vélar sínar til að aðstoða við rýmingu fylkisins.95% í rúst Nú hafa átta manns farist í fellibylnum sem er sá sterkasti sem nokkurn tímann hefur myndast í Karíbahafinu. Erfitt hefur verið að sannreyna upplýsingar um fjölda látinna og er sterklega gert ráð fyrir því að fleiri muni finnast látnir. Tveggja ára barn fórst á Barbúda, einn á Anguilla og þá hafa sex farist í franska hluta St. Martin. Stjórnvöld á síðastnefndu eyjunni, sem er sunnan af Anguilla, segja að „95% eyjunnar séu í rúst“ eftir að Irma gekk þar yfir í gær.
Fellibylurinn Irma Tengdar fréttir Irma á gagnvirku korti Fellibylurinn gengur nú norðan af Dóminíkanska Lýðveldinu. 7. september 2017 05:49 Irma veldur tjóni í Karíbahafi Betur fór en á horfðist þegar Irma gekk yfir Antígva og Barbúda í gær. Minnst tveir létust og aðrir tveir eru alvarlega slasaðir á St. Bart og St. Martin. 7. september 2017 06:00 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Sjá meira
Irma á gagnvirku korti Fellibylurinn gengur nú norðan af Dóminíkanska Lýðveldinu. 7. september 2017 05:49
Irma veldur tjóni í Karíbahafi Betur fór en á horfðist þegar Irma gekk yfir Antígva og Barbúda í gær. Minnst tveir létust og aðrir tveir eru alvarlega slasaðir á St. Bart og St. Martin. 7. september 2017 06:00