Hverfum mismunað í opnunartíma lauga Sigurður Mikael Jónsson skrifar 9. september 2017 06:00 Árbæjarlaug fær ekki lengri opnunartíma. vísir/teitur Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum í gær að lengja opnunartíma Vesturbæjarlaugar og Breiðholtslaugar á föstudögum og um helgar í vetur. Áheyrnarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina furðar sig á því að íbúar í Grafarvogi og Árbæ séu skildir út undan. Samkvæmt ákvörðun ráðsins verður Vesturbæjarlaug nú opin frá 06.30 til 22.00 alla virka daga og frá 09.00 til 22.00 um helgar. Ríflega 3.200 manns höfðu skrifað undir áskorun leikarans Stefáns Karls Stefánssonar til ráðsins um að halda sumaropnunartíma laugarinnar óbreyttum yfir vetrartímann. Við því var orðið og sami opnunartími samþykktur fyrir Breiðholtslaug sömuleiðis. Trausti Harðarson, áheyrnarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina í ráðinu, mótmælti í bókun harðlega að íbúar Grafarvogs og Árbæjar yrðu skildir út undan. Þeim laugum verður lokað klukkan 20 á föstudögum og 18 um helgar í vetur. „Algjörlega óskiljanlegt er að mismunun sé hér höfð milli íbúa borgarinnar og það ekki haft eins rúmt fyrir opnunartíma sundlauga í þessum stóru fjölskyldu- og barnahverfum borgarinnar sem Grafarvogur og Árbær eru,“ segir Trausti. Þórgnýr Thoroddsen, formaður ráðsins, segir í samtali við Fréttablaðið að með þessu sé verið að svara eftirspurn. Aðsókn að Vesturbæjar- og Breiðholtslaugum hafi aukist verulega með lengri opnunartíma í sumar en sömu aukningu hafi ekki mátt greina í öðrum laugum. „Hún jókst lítillega en ekki eins mikið. Með því að lengja opnunartíma þar værum við ekki að svara eftirspurn. En það er ekkert sem útilokar að það verði prufað síðar. Eins og staðan er í dag eru þessar tvær laugar í forgangi og svo má geta þess að þegar Sundhöll Reykjavíkur verður opnuð verður hún sömuleiðis opin til tíu alla daga.“ Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Sundlaugar Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Fleiri fréttir Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Fyrsti skólinn til að móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Sjá meira
Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum í gær að lengja opnunartíma Vesturbæjarlaugar og Breiðholtslaugar á föstudögum og um helgar í vetur. Áheyrnarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina furðar sig á því að íbúar í Grafarvogi og Árbæ séu skildir út undan. Samkvæmt ákvörðun ráðsins verður Vesturbæjarlaug nú opin frá 06.30 til 22.00 alla virka daga og frá 09.00 til 22.00 um helgar. Ríflega 3.200 manns höfðu skrifað undir áskorun leikarans Stefáns Karls Stefánssonar til ráðsins um að halda sumaropnunartíma laugarinnar óbreyttum yfir vetrartímann. Við því var orðið og sami opnunartími samþykktur fyrir Breiðholtslaug sömuleiðis. Trausti Harðarson, áheyrnarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina í ráðinu, mótmælti í bókun harðlega að íbúar Grafarvogs og Árbæjar yrðu skildir út undan. Þeim laugum verður lokað klukkan 20 á föstudögum og 18 um helgar í vetur. „Algjörlega óskiljanlegt er að mismunun sé hér höfð milli íbúa borgarinnar og það ekki haft eins rúmt fyrir opnunartíma sundlauga í þessum stóru fjölskyldu- og barnahverfum borgarinnar sem Grafarvogur og Árbær eru,“ segir Trausti. Þórgnýr Thoroddsen, formaður ráðsins, segir í samtali við Fréttablaðið að með þessu sé verið að svara eftirspurn. Aðsókn að Vesturbæjar- og Breiðholtslaugum hafi aukist verulega með lengri opnunartíma í sumar en sömu aukningu hafi ekki mátt greina í öðrum laugum. „Hún jókst lítillega en ekki eins mikið. Með því að lengja opnunartíma þar værum við ekki að svara eftirspurn. En það er ekkert sem útilokar að það verði prufað síðar. Eins og staðan er í dag eru þessar tvær laugar í forgangi og svo má geta þess að þegar Sundhöll Reykjavíkur verður opnuð verður hún sömuleiðis opin til tíu alla daga.“
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Sundlaugar Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Fleiri fréttir Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Fyrsti skólinn til að móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Sjá meira