Hverfum mismunað í opnunartíma lauga Sigurður Mikael Jónsson skrifar 9. september 2017 06:00 Árbæjarlaug fær ekki lengri opnunartíma. vísir/teitur Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum í gær að lengja opnunartíma Vesturbæjarlaugar og Breiðholtslaugar á föstudögum og um helgar í vetur. Áheyrnarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina furðar sig á því að íbúar í Grafarvogi og Árbæ séu skildir út undan. Samkvæmt ákvörðun ráðsins verður Vesturbæjarlaug nú opin frá 06.30 til 22.00 alla virka daga og frá 09.00 til 22.00 um helgar. Ríflega 3.200 manns höfðu skrifað undir áskorun leikarans Stefáns Karls Stefánssonar til ráðsins um að halda sumaropnunartíma laugarinnar óbreyttum yfir vetrartímann. Við því var orðið og sami opnunartími samþykktur fyrir Breiðholtslaug sömuleiðis. Trausti Harðarson, áheyrnarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina í ráðinu, mótmælti í bókun harðlega að íbúar Grafarvogs og Árbæjar yrðu skildir út undan. Þeim laugum verður lokað klukkan 20 á föstudögum og 18 um helgar í vetur. „Algjörlega óskiljanlegt er að mismunun sé hér höfð milli íbúa borgarinnar og það ekki haft eins rúmt fyrir opnunartíma sundlauga í þessum stóru fjölskyldu- og barnahverfum borgarinnar sem Grafarvogur og Árbær eru,“ segir Trausti. Þórgnýr Thoroddsen, formaður ráðsins, segir í samtali við Fréttablaðið að með þessu sé verið að svara eftirspurn. Aðsókn að Vesturbæjar- og Breiðholtslaugum hafi aukist verulega með lengri opnunartíma í sumar en sömu aukningu hafi ekki mátt greina í öðrum laugum. „Hún jókst lítillega en ekki eins mikið. Með því að lengja opnunartíma þar værum við ekki að svara eftirspurn. En það er ekkert sem útilokar að það verði prufað síðar. Eins og staðan er í dag eru þessar tvær laugar í forgangi og svo má geta þess að þegar Sundhöll Reykjavíkur verður opnuð verður hún sömuleiðis opin til tíu alla daga.“ Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Sundlaugar Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira
Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum í gær að lengja opnunartíma Vesturbæjarlaugar og Breiðholtslaugar á föstudögum og um helgar í vetur. Áheyrnarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina furðar sig á því að íbúar í Grafarvogi og Árbæ séu skildir út undan. Samkvæmt ákvörðun ráðsins verður Vesturbæjarlaug nú opin frá 06.30 til 22.00 alla virka daga og frá 09.00 til 22.00 um helgar. Ríflega 3.200 manns höfðu skrifað undir áskorun leikarans Stefáns Karls Stefánssonar til ráðsins um að halda sumaropnunartíma laugarinnar óbreyttum yfir vetrartímann. Við því var orðið og sami opnunartími samþykktur fyrir Breiðholtslaug sömuleiðis. Trausti Harðarson, áheyrnarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina í ráðinu, mótmælti í bókun harðlega að íbúar Grafarvogs og Árbæjar yrðu skildir út undan. Þeim laugum verður lokað klukkan 20 á föstudögum og 18 um helgar í vetur. „Algjörlega óskiljanlegt er að mismunun sé hér höfð milli íbúa borgarinnar og það ekki haft eins rúmt fyrir opnunartíma sundlauga í þessum stóru fjölskyldu- og barnahverfum borgarinnar sem Grafarvogur og Árbær eru,“ segir Trausti. Þórgnýr Thoroddsen, formaður ráðsins, segir í samtali við Fréttablaðið að með þessu sé verið að svara eftirspurn. Aðsókn að Vesturbæjar- og Breiðholtslaugum hafi aukist verulega með lengri opnunartíma í sumar en sömu aukningu hafi ekki mátt greina í öðrum laugum. „Hún jókst lítillega en ekki eins mikið. Með því að lengja opnunartíma þar værum við ekki að svara eftirspurn. En það er ekkert sem útilokar að það verði prufað síðar. Eins og staðan er í dag eru þessar tvær laugar í forgangi og svo má geta þess að þegar Sundhöll Reykjavíkur verður opnuð verður hún sömuleiðis opin til tíu alla daga.“
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Sundlaugar Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira