Kjarasamningum VR líklega sagt upp Sunna Sæmundsdóttir skrifar 30. ágúst 2017 20:00 Yfirgnæfandi líkur eru á því að kjarasamningum VR verði sagt upp í febrúar að sögn formanns félagsins. Hann vísar til forsendubrests og segir að úrskurðir kjararáðs verði notaðir sem viðmið í kjarabaráttunni. Samningarnir ættu að óbreyttu að gilda til ársloka 2018. „Ég tel að það séu yfirgnæfandi líkur á því að við komum til með að segja upp kjarasamningum við endurskoðun í febrúar á næsta ári," segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Með nokkrum nýlegum úrskurðum kjararáðs hafa laun margra þeirra er heyra undir ráðið hækkað um tugi prósenta. Ragnar segir þetta leggja línurnar. „Þetta gefur alveg klárlega okkar kjarabaráttu byr undir báða vængi og þetta munum við svo sannarlega notfæra okkur sem viðmið í næstu kjarasamningum. Að sjálfsögðu," segir Ragnar.Rætt var við nokkra markaðsaðila um komandi kjaraviðræður í Fréttablaðinu í dag og var meðal annars haft eftir formanni Samtaka atvinnulífsins að stefna þyrfti að hóflegum hækkunum. Formaður VR segir venjulegt launafólk hafa setið eftir og geti ekki sætt sig við það lengur. „Við höfum sýnt hófsemi, við höfum sýnt ábyrgðina en við höfum verið stungin í bakið í hvert einasta skipti sem við skrifum undir kjarasamning," segir Ragnar. Unnið er nú að gerð reiknivélar hjá VR sem sýnir raunverulega kaupmáttaraukningu fólks eftir fjölskylduaðstæðum. Ragnar telur félagsmenn sína hafa farið á mis við aukinn kaupmátt og verða niðurstöðurnar notaðar sem vopn í næstu viðræðum. Þá telur hann að ríkið muni gegna lykilhlutverki í næstu kjaraviðræðum. „Ég gæti séð fyrir mér í næstu kjarasamningum að þessar kjarabætur verði ekki bara sóttar til fyrirtækjanna. Heldur líka að stjórnvöld leiðrétti það sem þau hafa tekið af fólki í formi skerðinga á t.d. barna- og húsnæðisbótum, hækki skattleysismörk og vinni að því að lægstu tekjur verði skattfrjálsar," segir Ragnar. „Það þýðir ekki að hækka laun ef ríkið kemur alltaf á móti og skerðir bótaflokkana á móti eftir því sem tekjur hækka." Kjaramál Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Sjá meira
Yfirgnæfandi líkur eru á því að kjarasamningum VR verði sagt upp í febrúar að sögn formanns félagsins. Hann vísar til forsendubrests og segir að úrskurðir kjararáðs verði notaðir sem viðmið í kjarabaráttunni. Samningarnir ættu að óbreyttu að gilda til ársloka 2018. „Ég tel að það séu yfirgnæfandi líkur á því að við komum til með að segja upp kjarasamningum við endurskoðun í febrúar á næsta ári," segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Með nokkrum nýlegum úrskurðum kjararáðs hafa laun margra þeirra er heyra undir ráðið hækkað um tugi prósenta. Ragnar segir þetta leggja línurnar. „Þetta gefur alveg klárlega okkar kjarabaráttu byr undir báða vængi og þetta munum við svo sannarlega notfæra okkur sem viðmið í næstu kjarasamningum. Að sjálfsögðu," segir Ragnar.Rætt var við nokkra markaðsaðila um komandi kjaraviðræður í Fréttablaðinu í dag og var meðal annars haft eftir formanni Samtaka atvinnulífsins að stefna þyrfti að hóflegum hækkunum. Formaður VR segir venjulegt launafólk hafa setið eftir og geti ekki sætt sig við það lengur. „Við höfum sýnt hófsemi, við höfum sýnt ábyrgðina en við höfum verið stungin í bakið í hvert einasta skipti sem við skrifum undir kjarasamning," segir Ragnar. Unnið er nú að gerð reiknivélar hjá VR sem sýnir raunverulega kaupmáttaraukningu fólks eftir fjölskylduaðstæðum. Ragnar telur félagsmenn sína hafa farið á mis við aukinn kaupmátt og verða niðurstöðurnar notaðar sem vopn í næstu viðræðum. Þá telur hann að ríkið muni gegna lykilhlutverki í næstu kjaraviðræðum. „Ég gæti séð fyrir mér í næstu kjarasamningum að þessar kjarabætur verði ekki bara sóttar til fyrirtækjanna. Heldur líka að stjórnvöld leiðrétti það sem þau hafa tekið af fólki í formi skerðinga á t.d. barna- og húsnæðisbótum, hækki skattleysismörk og vinni að því að lægstu tekjur verði skattfrjálsar," segir Ragnar. „Það þýðir ekki að hækka laun ef ríkið kemur alltaf á móti og skerðir bótaflokkana á móti eftir því sem tekjur hækka."
Kjaramál Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Sjá meira