Lét reiði sína í ljós með því að búa til stólafjall Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 21. ágúst 2017 13:40 Ingvar Högni, starfsmaður Café París, náði myndum af stólahrúgunni. Það hlýtur að hafa verið gífurlegt þolinmæðisverk að raða stólunum upp þannig að fjallið héldi. Ingvar Högni Ragnarsson Það var sérstök sjón sem mætti starfsmanni Café París við Austurvöll í miðbæ Reykjavíkur í morgunsárið. Búið var að safna saman öllum útistólum kaffihússins og setja saman í eina stóra stólahrúgu fyrir utan skemmtistaðinn Shooters, við hliðina á kaffihúsinu. Aðalsteinn Ragnar Benediktsson, rekstrarstjóri Café París, segir í samtali við Vísi að maður í annarlegu ástandi beri ábyrgð á atvikinu.„Þetta var einhver maður sem var ósáttur við Shooters hérna við hliðina á og hann gisti fangageymslu lögreglu,“ segir Aðalsteinn í samtali við Vísi. Aðalsteinn segir að stólarnir hafi verið læstir með keðjum en manninum hafi á einhvern hátt tekist að losa þá. „Hann var í einhverju annarlegu ástandi. Stólarnir eru læstir en hann náði einhvern veginn að vöðla þeim öllum saman, ég veit ekki alveg hvernig. Þetta gerðist bara í nótt,“segir Aðalsteinn. Aðalsteinn segir að maðurinn hafi ekki látið þar við sitja heldur hafi hann einnig náð að festa hjól við stólafjallið. „Það var eitt hjól þarna og hann var búinn að troða löppunum í gegnum pinnana þar,“ segir Aðalsteinn. Aðalsteinn segist ekki taka þessu máli alvarlega; maðurinn hafi fært stóla og því hafi þeir bara fært þá til baka. Engir eftirmálar verði af atvikinu enda hafi enginn stóll eyðilagst. Hann segir þó að atvikið hafi leitt til þess að þeir muni líklega kaupa sterkari keðjur til að festa stólana þannig að framtíðar stólaverkfræðingar fari ekki að taka upp á þessu í bríaríi. Lögreglumál Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Þota á Egilsstaði í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Sjá meira
Það var sérstök sjón sem mætti starfsmanni Café París við Austurvöll í miðbæ Reykjavíkur í morgunsárið. Búið var að safna saman öllum útistólum kaffihússins og setja saman í eina stóra stólahrúgu fyrir utan skemmtistaðinn Shooters, við hliðina á kaffihúsinu. Aðalsteinn Ragnar Benediktsson, rekstrarstjóri Café París, segir í samtali við Vísi að maður í annarlegu ástandi beri ábyrgð á atvikinu.„Þetta var einhver maður sem var ósáttur við Shooters hérna við hliðina á og hann gisti fangageymslu lögreglu,“ segir Aðalsteinn í samtali við Vísi. Aðalsteinn segir að stólarnir hafi verið læstir með keðjum en manninum hafi á einhvern hátt tekist að losa þá. „Hann var í einhverju annarlegu ástandi. Stólarnir eru læstir en hann náði einhvern veginn að vöðla þeim öllum saman, ég veit ekki alveg hvernig. Þetta gerðist bara í nótt,“segir Aðalsteinn. Aðalsteinn segir að maðurinn hafi ekki látið þar við sitja heldur hafi hann einnig náð að festa hjól við stólafjallið. „Það var eitt hjól þarna og hann var búinn að troða löppunum í gegnum pinnana þar,“ segir Aðalsteinn. Aðalsteinn segist ekki taka þessu máli alvarlega; maðurinn hafi fært stóla og því hafi þeir bara fært þá til baka. Engir eftirmálar verði af atvikinu enda hafi enginn stóll eyðilagst. Hann segir þó að atvikið hafi leitt til þess að þeir muni líklega kaupa sterkari keðjur til að festa stólana þannig að framtíðar stólaverkfræðingar fari ekki að taka upp á þessu í bríaríi.
Lögreglumál Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Þota á Egilsstaði í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Sjá meira