„Er þessi stelpa um borð hjá okkur?“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. ágúst 2017 09:49 Nukaraaq Larsen gengur inn í dómsal í dag. vísir/anton brink Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Thomasi Møller Olsen var framhaldið í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Þinghald hófst klukkan níu og þá kom fyrir dóminn Nukaraaq Larsen sem er skipverji á Polar Nanoq og var því vinnufélagi Thomasar á þeim tíma þegar Birna Brjánsdóttir hvarf þann 14. janúar síðastliðinn.Fylgjast má með beinni textalýsingu Vísis úr réttarsal hér. Thomas er ákærður fyrir að hafa orðið Birnu að bana en hann neitar sök. Hann gaf skýrslu fyrir dómi í dag og fylgdist svo með því sem fram fór í dómsal en hann er ekki mættur í salinn í dag. Kolbrún Benediktsdóttir, sækjandi málsins, byrjaði á að spyrja Nukaraaq út í það hvort hann hefði rætt eitthvað við annan vinnufélaga sinn, Nikolaj Olsen, eftir að Polar Nanoq fór úr höfn í Hafnarfirði. Nikolaj hafði um tíma stöðu sakbornings í málinu en hann gaf skýrslu fyrir dómi í gær. Vissu að einhverjir um borð væru grunaðir Nukaraaq sagði að hann vissi að Nikolaj hefði drukkið á föstudagskvöldið og aðfaranótt laugardagsins 14. janúar. Þeir hefðu rætt það en ekki mikið frekar um það sem gerðist. Nukaraaq kvaðst hins vegar hafa áttað sig á því að eitthvað hefði gerst þegar skipinu var snúið við. Þegar fregnir af hvarfi Birnu bárust sagðist hann svo hafa gantast í Nikolaj. „Svo gantast ég við hann „Er þessi stelpa um borð hjá okkur?“ og hann sagði nei. Þegar skipinu var snúið við vissum við að einhverjir um borð væru grunaðir. Við fáum að vita að lögreglan kæmi til okkar og myndi vilja ræða við okkur en Nikolaj sagði að hann hefði enga ástæðu til að hafa áhyggjur,“ sagði Nukaraaq. Hann lýsti því svo að Nikolaj hefði sagst hafa verið ansi fullur þessa nótt. Hann hafi sofnað í rauða Kia Rio-bílnum og egar hann vaknaði í bílnum og leit til baka minntist hann þess að hafa séð tvær konur í aftursætinu. „Hann sagði að hann hefði komið einn í skipið og farið upp í rúm,“ sagði Nukaraaq. Aðspurður kvaðst hann ekkert hafa rætt við Thomas. Verjandi Thomasar, Páll Rúnar M. Kristjánsson, spurði Nukaraaq hvort hann hefði tekið eftir einhverjum áverkum á höndum Nikolaj. Nukaraaq kvaðst ekki muna eftir því og sagðist ekki hafa verið að reyna að taka eftir neinu. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Enginn Thomas Møller í dómsal Tuttugu vitni koma fyrir dóminn í dag. 22. ágúst 2017 09:30 Spurnum sækjanda ósvarað Aðalmeðferð í sakamáli gegn grænlenskum sjómanni, sem grunaður er um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur, hófst í gær. Heyra mátti saumnál detta meðan ákærði gaf skýrslu. Framburður hans tók óvænta stefnu. 22. ágúst 2017 06:00 Í beinni: Aðalmeðferð í Birnumálinu heldur áfram Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Thomas Frederik Møller Olsen heldur áfram í Héraðsdómi Reykjaness klukkan 9 í dag en hún hófst í gær. 22. ágúst 2017 07:00 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Thomasi Møller Olsen var framhaldið í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Þinghald hófst klukkan níu og þá kom fyrir dóminn Nukaraaq Larsen sem er skipverji á Polar Nanoq og var því vinnufélagi Thomasar á þeim tíma þegar Birna Brjánsdóttir hvarf þann 14. janúar síðastliðinn.Fylgjast má með beinni textalýsingu Vísis úr réttarsal hér. Thomas er ákærður fyrir að hafa orðið Birnu að bana en hann neitar sök. Hann gaf skýrslu fyrir dómi í dag og fylgdist svo með því sem fram fór í dómsal en hann er ekki mættur í salinn í dag. Kolbrún Benediktsdóttir, sækjandi málsins, byrjaði á að spyrja Nukaraaq út í það hvort hann hefði rætt eitthvað við annan vinnufélaga sinn, Nikolaj Olsen, eftir að Polar Nanoq fór úr höfn í Hafnarfirði. Nikolaj hafði um tíma stöðu sakbornings í málinu en hann gaf skýrslu fyrir dómi í gær. Vissu að einhverjir um borð væru grunaðir Nukaraaq sagði að hann vissi að Nikolaj hefði drukkið á föstudagskvöldið og aðfaranótt laugardagsins 14. janúar. Þeir hefðu rætt það en ekki mikið frekar um það sem gerðist. Nukaraaq kvaðst hins vegar hafa áttað sig á því að eitthvað hefði gerst þegar skipinu var snúið við. Þegar fregnir af hvarfi Birnu bárust sagðist hann svo hafa gantast í Nikolaj. „Svo gantast ég við hann „Er þessi stelpa um borð hjá okkur?“ og hann sagði nei. Þegar skipinu var snúið við vissum við að einhverjir um borð væru grunaðir. Við fáum að vita að lögreglan kæmi til okkar og myndi vilja ræða við okkur en Nikolaj sagði að hann hefði enga ástæðu til að hafa áhyggjur,“ sagði Nukaraaq. Hann lýsti því svo að Nikolaj hefði sagst hafa verið ansi fullur þessa nótt. Hann hafi sofnað í rauða Kia Rio-bílnum og egar hann vaknaði í bílnum og leit til baka minntist hann þess að hafa séð tvær konur í aftursætinu. „Hann sagði að hann hefði komið einn í skipið og farið upp í rúm,“ sagði Nukaraaq. Aðspurður kvaðst hann ekkert hafa rætt við Thomas. Verjandi Thomasar, Páll Rúnar M. Kristjánsson, spurði Nukaraaq hvort hann hefði tekið eftir einhverjum áverkum á höndum Nikolaj. Nukaraaq kvaðst ekki muna eftir því og sagðist ekki hafa verið að reyna að taka eftir neinu.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Enginn Thomas Møller í dómsal Tuttugu vitni koma fyrir dóminn í dag. 22. ágúst 2017 09:30 Spurnum sækjanda ósvarað Aðalmeðferð í sakamáli gegn grænlenskum sjómanni, sem grunaður er um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur, hófst í gær. Heyra mátti saumnál detta meðan ákærði gaf skýrslu. Framburður hans tók óvænta stefnu. 22. ágúst 2017 06:00 Í beinni: Aðalmeðferð í Birnumálinu heldur áfram Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Thomas Frederik Møller Olsen heldur áfram í Héraðsdómi Reykjaness klukkan 9 í dag en hún hófst í gær. 22. ágúst 2017 07:00 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Spurnum sækjanda ósvarað Aðalmeðferð í sakamáli gegn grænlenskum sjómanni, sem grunaður er um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur, hófst í gær. Heyra mátti saumnál detta meðan ákærði gaf skýrslu. Framburður hans tók óvænta stefnu. 22. ágúst 2017 06:00
Í beinni: Aðalmeðferð í Birnumálinu heldur áfram Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Thomas Frederik Møller Olsen heldur áfram í Héraðsdómi Reykjaness klukkan 9 í dag en hún hófst í gær. 22. ágúst 2017 07:00