Thomas mögulega á Reykjanesbraut klukkan rúmlega sjö á laugardagsmorgun Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. ágúst 2017 11:30 Páll Rúnar Mikael Kristjánsson, verjandi Thomasar, ræðir við skjólstæðing sinn í dómsal í gær. Vísir/Anton Brink Thomas Møller Olsen var mögulega staddur á Reykjanesbraut klukkan 07:06 laugardaginn 14. janúar þegar Birna Brjánsdóttir hvarf. Síðan er ekki meira vitað um ferðir hans þar til klukkan 11 þá um morguninn en síðasta þekkta staðsetning Birnu var í Garðabæ klukkan 05:50 þennan morgun. Þetta kom fram í skýrslutöku yfir Snorra Erni Árnasyni, sérfræðingi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, við aðalmeðferð í Birnumálinu svokallaða í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Snorri kom að rannsókn á símagögnum málsins.Fylgst er með gangi mála í aðalmeðferðinni í beinni textalýsingu á Vísi. Fram kom í máli hans í morgun að símar Birnu, Thomasar og Nikolaj Olsen, sem um tíma hafði stöðu sakbornings í málinu en er nú vitni, voru allir staðsettir í miðborg Reykjavíkur um klukkan 05:10 á laugardagsmorgninum. Sími Birnu virðist síðan fara, út frá símagögnunum, inn í Garðabæ og í átt til Hafnarfjarðar. Síðasta þekkta staðsetning hennar síma var síðan við Hnoðraholt eða golfskála Golfklúbbs Garðabæjar og Kópavogs.Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari sækir málið.Vísir/Anton BrinkSíðasta merkið 7:06 Þá kom jafnframt fram að minni virkni hafi verið á síma Thomasar á þessum tíma, það er að segja aðrir símar virtust vera að senda frá sér fleiri merki. Snorri Örn tók það fram að hann væri ekki sérfræðingur á þessu sviði en hann myndi telja meiri virkni væri á hinum símunum benda til þess að Thomas hafi ekki verið virkur í síma enda hafi hann verið að keyra. Um klukkan sex eru Thomas og Nikolaj niðri við skipið samkvæmt símagögnunum. Aðspurður hvort að eitthvað benti til þess að Nikolaj hefði farið frá skipinu sagði Snorri Örn svo ekki vera heldur virtist vera sem sími Nikolaj hafi verið algjörlega kyrrstæður. Þeir sendar sem hann tengdist bentu til þess Nikolaj hafi ekki farið frá borði. Sími Thomasar kemur hins vegar inn á senda sem benda til þess að hann hafi verið í bílnum þar sem honum var lagt við flotkvína á bryggjunni. Síðasta merkið á símanum hans kemur svo inn klukkan 07:06. Síminn kemur inn á sendi við Klausturhvamm og vísar þá til suðurs. Það bendi til þess að hann hafi verið sunnan við sendinn og hafi þá mögulega getað verið á Reykjanesbraut. Birna Brjánsdóttir Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira
Thomas Møller Olsen var mögulega staddur á Reykjanesbraut klukkan 07:06 laugardaginn 14. janúar þegar Birna Brjánsdóttir hvarf. Síðan er ekki meira vitað um ferðir hans þar til klukkan 11 þá um morguninn en síðasta þekkta staðsetning Birnu var í Garðabæ klukkan 05:50 þennan morgun. Þetta kom fram í skýrslutöku yfir Snorra Erni Árnasyni, sérfræðingi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, við aðalmeðferð í Birnumálinu svokallaða í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Snorri kom að rannsókn á símagögnum málsins.Fylgst er með gangi mála í aðalmeðferðinni í beinni textalýsingu á Vísi. Fram kom í máli hans í morgun að símar Birnu, Thomasar og Nikolaj Olsen, sem um tíma hafði stöðu sakbornings í málinu en er nú vitni, voru allir staðsettir í miðborg Reykjavíkur um klukkan 05:10 á laugardagsmorgninum. Sími Birnu virðist síðan fara, út frá símagögnunum, inn í Garðabæ og í átt til Hafnarfjarðar. Síðasta þekkta staðsetning hennar síma var síðan við Hnoðraholt eða golfskála Golfklúbbs Garðabæjar og Kópavogs.Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari sækir málið.Vísir/Anton BrinkSíðasta merkið 7:06 Þá kom jafnframt fram að minni virkni hafi verið á síma Thomasar á þessum tíma, það er að segja aðrir símar virtust vera að senda frá sér fleiri merki. Snorri Örn tók það fram að hann væri ekki sérfræðingur á þessu sviði en hann myndi telja meiri virkni væri á hinum símunum benda til þess að Thomas hafi ekki verið virkur í síma enda hafi hann verið að keyra. Um klukkan sex eru Thomas og Nikolaj niðri við skipið samkvæmt símagögnunum. Aðspurður hvort að eitthvað benti til þess að Nikolaj hefði farið frá skipinu sagði Snorri Örn svo ekki vera heldur virtist vera sem sími Nikolaj hafi verið algjörlega kyrrstæður. Þeir sendar sem hann tengdist bentu til þess Nikolaj hafi ekki farið frá borði. Sími Thomasar kemur hins vegar inn á senda sem benda til þess að hann hafi verið í bílnum þar sem honum var lagt við flotkvína á bryggjunni. Síðasta merkið á símanum hans kemur svo inn klukkan 07:06. Síminn kemur inn á sendi við Klausturhvamm og vísar þá til suðurs. Það bendi til þess að hann hafi verið sunnan við sendinn og hafi þá mögulega getað verið á Reykjanesbraut.
Birna Brjánsdóttir Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira