
Þegar sérhagsmunagæslan þvælist fyrir
Fyrirhuguð hækkun á VSK á ferðaþjónustu getur þjónað tvennum tilgangi, bæði til að afla ríkissjóði fjár og mögulega hægt á vexti ferðaþjónustunnar. Ef dregur úr vexti ferðaþjónustunnar yrði það aðeins stutt hlé og færi gefst á að huga betur að innviðum þar sem brýnast er áður en vöxturinn heldur áfram eins og allt bendir til.
Freistnivandi landbúnaðarins
Ef aðrir en innvígðir og innmúraðir greina frá skoðunum sínum um íslenskan landbúnað og hvers vegna svo sé komið fyrir sauðfjárbúskap eins og raun ber vitni er þeim brugðið um að hafa ekki vit á málefninu. Þjóðin sér aftur á móti nú hvernig komið er fyrir sauðfjárræktinni þegar eingöngu innvígðir og innmúraðir hafa fjallað um hana í áratugi.
Neyð bændanna sem í hlut eiga er yfirgengileg og innmúraðir og innvígðir halda að leiðin út sé að halda áfram eins og áður. Þetta er það sem kalla mætti „freistnivanda“ (moral hazard) sauðfjárræktarinnar. Sauðfjárbændum hefur alla tíð verið talin trú um að „þeim yrði bjargað“ með opinberum framlögum og því hefur sársaukafullum en nauðsynlegum aðgerðum verið frestað í trausti þess að hið opinbera leggi fram fé og svo megi sjá til hvort ekki rætist úr.
Gripið er til gamalkunnra upphrópana um afleiðingarnar fyrir byggð í landinu sem er áreiðanlega rétt en því í ósköpunum er það lagt á eina atvinnugrein, sauðfjárræktina að tryggja byggð? Byggðamál eru málefni samfélagsins alls og verður að takast á við þau sem slík með byggðastyrkjum. Ef breytingar í sauðfjárrækt valda byggðaröskun þá er það einfaldlega ekki vandi sauðfjárræktarinnar heldur samfélagslegur vandi.
Höfundur er hagfræðingur.
Skoðun

COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti
Svandís Svavarsdóttir skrifar

Meira um íslenskan her
skrifar

Sannanir í dómsmáli? Huldufyrirtæki og huldusögur
Jörgen Ingimar Hansson skrifar

Guðrún Hafsteinsdóttir til forystu
Hópur Sjálfstæðismanna skrifar

Háskóladagurinn og föðurlausir drengir
Margrét Valdimarsdóttir skrifar

Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands
Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar

En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar
Davíð Már Sigurðsson skrifar

Vandi Háskóla Íslands og lausnir – III – Fjármögnun háskóla
Pétur Henry Petersen skrifar

Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur
Micah Garen skrifar

Tölum um það sem skiptir máli
Flosi Eiríksson skrifar

Hvernig borg verður til
Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar

Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar?
Snæbjörn Guðmundsson skrifar

Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum
Helga Rósa Másdóttir skrifar

Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund?
Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar

Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025
Alice Viktoría Kent skrifar

Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar
Sigvaldi H. Ragnarsson skrifar

Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl
Jóna Lárusdóttir skrifar

Látum verkin tala
Sigríður María Björnsdóttir Fortescue skrifar

Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn
Jón Ólafur Halldórsson skrifar

Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein
Jörgen Ingimar Hansson skrifar

Glötuðu tækifærin
Guðmundur Ragnarsson skrifar

Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf
Sverrir Fannberg Júliusson skrifar

Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina!
Sigvaldi Einarsson skrifar

Hvað eru Innri þróunarmarkmið?
Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar

Hagur okkar allra
Steinþór Logi Arnarsson skrifar

Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna
Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar

Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna?
Karl Guðmundsson skrifar

Smíðar eru nauðsyn
Einar Sverrisson skrifar

Nýsköpunarlandið
Elías Larsen skrifar

Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10
Sigurvin Lárus Jónsson skrifar