Þegar sérhagsmunagæslan þvælist fyrir Bolli Héðinsson skrifar 23. ágúst 2017 07:00 Það er ekki víst að ráðamenn ferðaþjónustunnar hafi áttað sig á að gleði þeirra yfir niðurfellingu 14% virðisaukaskattþrepsins sem átti að taka gildi haustið 2013 kæmi þeim í koll síðar. Sem kunnugt er voru fyrstu verk ríkisstjórnarinnar sem tók við vorið 2013 að lækka veiðigjald útgerðanna og virðisaukaskattinn (VSK) á ferðaþjónustuna. Nú hefur Alþingi aftur á móti samþykkt að VSK á ferðaþjónustu fari í almennt þrep og verði 24% sem er þrep sem ferðaþjónustan hefði að öllum líkindum sloppið við hefðu þau sætt sig við 14% árið 2013. Fyrirhuguð hækkun á VSK á ferðaþjónustu getur þjónað tvennum tilgangi, bæði til að afla ríkissjóði fjár og mögulega hægt á vexti ferðaþjónustunnar. Ef dregur úr vexti ferðaþjónustunnar yrði það aðeins stutt hlé og færi gefst á að huga betur að innviðum þar sem brýnast er áður en vöxturinn heldur áfram eins og allt bendir til.Freistnivandi landbúnaðarins Ef aðrir en innvígðir og innmúraðir greina frá skoðunum sínum um íslenskan landbúnað og hvers vegna svo sé komið fyrir sauðfjárbúskap eins og raun ber vitni er þeim brugðið um að hafa ekki vit á málefninu. Þjóðin sér aftur á móti nú hvernig komið er fyrir sauðfjárræktinni þegar eingöngu innvígðir og innmúraðir hafa fjallað um hana í áratugi. Neyð bændanna sem í hlut eiga er yfirgengileg og innmúraðir og innvígðir halda að leiðin út sé að halda áfram eins og áður. Þetta er það sem kalla mætti „freistnivanda“ (moral hazard) sauðfjárræktarinnar. Sauðfjárbændum hefur alla tíð verið talin trú um að „þeim yrði bjargað“ með opinberum framlögum og því hefur sársaukafullum en nauðsynlegum aðgerðum verið frestað í trausti þess að hið opinbera leggi fram fé og svo megi sjá til hvort ekki rætist úr. Gripið er til gamalkunnra upphrópana um afleiðingarnar fyrir byggð í landinu sem er áreiðanlega rétt en því í ósköpunum er það lagt á eina atvinnugrein, sauðfjárræktina að tryggja byggð? Byggðamál eru málefni samfélagsins alls og verður að takast á við þau sem slík með byggðastyrkjum. Ef breytingar í sauðfjárrækt valda byggðaröskun þá er það einfaldlega ekki vandi sauðfjárræktarinnar heldur samfélagslegur vandi. Höfundur er hagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bolli Héðinsson Mest lesið Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Það er ekki víst að ráðamenn ferðaþjónustunnar hafi áttað sig á að gleði þeirra yfir niðurfellingu 14% virðisaukaskattþrepsins sem átti að taka gildi haustið 2013 kæmi þeim í koll síðar. Sem kunnugt er voru fyrstu verk ríkisstjórnarinnar sem tók við vorið 2013 að lækka veiðigjald útgerðanna og virðisaukaskattinn (VSK) á ferðaþjónustuna. Nú hefur Alþingi aftur á móti samþykkt að VSK á ferðaþjónustu fari í almennt þrep og verði 24% sem er þrep sem ferðaþjónustan hefði að öllum líkindum sloppið við hefðu þau sætt sig við 14% árið 2013. Fyrirhuguð hækkun á VSK á ferðaþjónustu getur þjónað tvennum tilgangi, bæði til að afla ríkissjóði fjár og mögulega hægt á vexti ferðaþjónustunnar. Ef dregur úr vexti ferðaþjónustunnar yrði það aðeins stutt hlé og færi gefst á að huga betur að innviðum þar sem brýnast er áður en vöxturinn heldur áfram eins og allt bendir til.Freistnivandi landbúnaðarins Ef aðrir en innvígðir og innmúraðir greina frá skoðunum sínum um íslenskan landbúnað og hvers vegna svo sé komið fyrir sauðfjárbúskap eins og raun ber vitni er þeim brugðið um að hafa ekki vit á málefninu. Þjóðin sér aftur á móti nú hvernig komið er fyrir sauðfjárræktinni þegar eingöngu innvígðir og innmúraðir hafa fjallað um hana í áratugi. Neyð bændanna sem í hlut eiga er yfirgengileg og innmúraðir og innvígðir halda að leiðin út sé að halda áfram eins og áður. Þetta er það sem kalla mætti „freistnivanda“ (moral hazard) sauðfjárræktarinnar. Sauðfjárbændum hefur alla tíð verið talin trú um að „þeim yrði bjargað“ með opinberum framlögum og því hefur sársaukafullum en nauðsynlegum aðgerðum verið frestað í trausti þess að hið opinbera leggi fram fé og svo megi sjá til hvort ekki rætist úr. Gripið er til gamalkunnra upphrópana um afleiðingarnar fyrir byggð í landinu sem er áreiðanlega rétt en því í ósköpunum er það lagt á eina atvinnugrein, sauðfjárræktina að tryggja byggð? Byggðamál eru málefni samfélagsins alls og verður að takast á við þau sem slík með byggðastyrkjum. Ef breytingar í sauðfjárrækt valda byggðaröskun þá er það einfaldlega ekki vandi sauðfjárræktarinnar heldur samfélagslegur vandi. Höfundur er hagfræðingur.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun