Ástandið farið að hafa slæm áhrif á börnin og fjölskyldulífið Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 24. ágúst 2017 19:30 Enn er ómannað í tæplega 250 stöðugildi í leikskólum, grunnskólum og frístundaheimilum borgarinnar. Sérstaklega vantar starfsfólk í frístundastarf með fötluðum börnum með þeim afleiðingum að eingöngu er boðið upp á vistun þrjá daga vikunnar. Áður en leikskólar og grunnskólar hófu starf eftir sumarfrí var ljóst að mikil mannekla yrði í skólastarfi. Síðustu vikur hefur verið unnið að ráðningum en enn vantar í 108 stöðugildi í leikskólum borgarinnar, 25 stöðugildi í grunnskólum, þar af átta kennara og 114 stöðugildi í frístundaheimilum eða 226 starfsmenn í hlutastarf. Þar af vantar 74 starfsmenn í sértækar félagsmiðstöðvar fyrir fötluð börn. Í frístundastarfi Klettaskóla vantar að ráða í 42 stöðugildi þannig að börnin fá vistun aðeins þrjá daga í viku.Manneklan endurspegli stærra vandamál Þórir Jónsson Hraundal, formaður Foreldrafélags Klettaskóla, segir ástandið hafa slæm áhrif á börnin og fjölskyldulífið. „Auðvitað hefur þetta slæm áhrif á fjölskyldur, bæði foreldra og sömuleiðis börnin sjálf sem mörg hver eru háð sinni rútínu. Þannig að þetta er afar óheppilegt að þetta skuli aftur vera komið upp, þó þetta líti aðeins betur út í ár. Þetta er eitthvað sem er farið að gerast trekk í trekk sem þarf að bregðast við,“ segir Þórir, og bætir við að manneklan endurspegli stærra vandamál. „Það er annars vegar hvernig við lítum á þennan allra viðkvæmasta hóp í landinu, fötluð börn og hins vegar umönnunarstörf. Kjarni málsins er að það þarf að gera þessi störf eftirsóknarverðari og hvort sem það er með hærri launum, fríðindum, eða einhverju slíku að þá þarf að bregðast við þessu á einhvern raunhæfan hátt. Ekki bara vona að þetta verði alltaf í lagi á hverju ári.“Haraldur Sigurðsson, framkvæmdastjóri frístundamiðstöðvarinnar Kringlumýri.Margir að bítast um sama vinnuaflið Haraldur Sigurðsson, framkvæmdastjóri frístundamiðstöðvarinnar Kringlumýri, segir marga vera að bítast um sama vinnuaflið í borginni. „Staðan er betri þetta haustið, heldur en síðasta haust þar sem okkur vantaði mun fleira fólk. Þar gátum við í raun og veru ekki boðið þriggja daga vistun, en staðan er betri í dag. Við viljum hafa þetta betra, en svona er staðan,“ segir hann. „Það er er verið að taka viðtöl. Þetta gengur hægt og rólega en við vonumst til þess að þetta skáni, hratt.“ Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Fleiri fréttir Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Sjá meira
Enn er ómannað í tæplega 250 stöðugildi í leikskólum, grunnskólum og frístundaheimilum borgarinnar. Sérstaklega vantar starfsfólk í frístundastarf með fötluðum börnum með þeim afleiðingum að eingöngu er boðið upp á vistun þrjá daga vikunnar. Áður en leikskólar og grunnskólar hófu starf eftir sumarfrí var ljóst að mikil mannekla yrði í skólastarfi. Síðustu vikur hefur verið unnið að ráðningum en enn vantar í 108 stöðugildi í leikskólum borgarinnar, 25 stöðugildi í grunnskólum, þar af átta kennara og 114 stöðugildi í frístundaheimilum eða 226 starfsmenn í hlutastarf. Þar af vantar 74 starfsmenn í sértækar félagsmiðstöðvar fyrir fötluð börn. Í frístundastarfi Klettaskóla vantar að ráða í 42 stöðugildi þannig að börnin fá vistun aðeins þrjá daga í viku.Manneklan endurspegli stærra vandamál Þórir Jónsson Hraundal, formaður Foreldrafélags Klettaskóla, segir ástandið hafa slæm áhrif á börnin og fjölskyldulífið. „Auðvitað hefur þetta slæm áhrif á fjölskyldur, bæði foreldra og sömuleiðis börnin sjálf sem mörg hver eru háð sinni rútínu. Þannig að þetta er afar óheppilegt að þetta skuli aftur vera komið upp, þó þetta líti aðeins betur út í ár. Þetta er eitthvað sem er farið að gerast trekk í trekk sem þarf að bregðast við,“ segir Þórir, og bætir við að manneklan endurspegli stærra vandamál. „Það er annars vegar hvernig við lítum á þennan allra viðkvæmasta hóp í landinu, fötluð börn og hins vegar umönnunarstörf. Kjarni málsins er að það þarf að gera þessi störf eftirsóknarverðari og hvort sem það er með hærri launum, fríðindum, eða einhverju slíku að þá þarf að bregðast við þessu á einhvern raunhæfan hátt. Ekki bara vona að þetta verði alltaf í lagi á hverju ári.“Haraldur Sigurðsson, framkvæmdastjóri frístundamiðstöðvarinnar Kringlumýri.Margir að bítast um sama vinnuaflið Haraldur Sigurðsson, framkvæmdastjóri frístundamiðstöðvarinnar Kringlumýri, segir marga vera að bítast um sama vinnuaflið í borginni. „Staðan er betri þetta haustið, heldur en síðasta haust þar sem okkur vantaði mun fleira fólk. Þar gátum við í raun og veru ekki boðið þriggja daga vistun, en staðan er betri í dag. Við viljum hafa þetta betra, en svona er staðan,“ segir hann. „Það er er verið að taka viðtöl. Þetta gengur hægt og rólega en við vonumst til þess að þetta skáni, hratt.“
Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Fleiri fréttir Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Sjá meira