Segir stöðu Framsóknarflokksins ekki góða Jóhann K. Jóhannsson skrifar 24. ágúst 2017 19:23 Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir oddviti Framsóknar og flugvallarvina í borgarstjórn sagði sig úr Framsóknarflokknum í dag og ætlar sér að starfa áfram sem óháður borgarfulltrúi. Hún segir Framsóknarflokkinn ekki vera tilbúinn fyrir næstu borgarstjórnarkosningar. Sveinbjörg Birna sendi frá sér yfirlýsingu um hádegisbil í dag þar sem hún sagði skilið við Framsóknarflokkinn en í yfirlýsingunni segir hún flokksmenn raga við að tjá eigin skoðanir. Í yfirlýsingunni segir: „Stjórnmálamenn komast ekki hjá því að ræða málefni líðandi stundar. Á meðan sumir tjá skoðanir sem þeir byggja á eigin sannfæringu sætta aðrir sig við að enduróma skoðanir annarra." Þá segir Sveinbjörg einnig :„Flokksmenn eru hins vegar ragir við að tjá skoðanir sínar opinberlega. Af einhverjum ástæðum eru Framsóknarmenn sérstaklega viðkvæmir þegar að þessu kemur." Nýlega var Sveinbjörg harðlega gagnrýnd, meðal annars af forystu Framsóknarflokksins, fyrir að hafa sagt að Reykjavíkurborg sitjo uppi með „sokkinn kostnað“ vegna barna hælisleitenda og velti fyrir sér hvort eðlilegt væri að börn hælisleitenda verði sett í sérstakan skóla þar til að ákvörðun um dvalarleyfi liggi fyrir. Í framhaldinu lýsti stjórn félags ungra Framsóknarmanna í Reykjavík vantrausti á Sveinbjörgu Birnu.Fór þessi vantraustsyfirlýsing fyrir brjóstið á þér? „Nei, ég er nú ýmsu vön í þessu öllu saman.“Finnst þér þú hafa orðið fyrir meiri gagnrýni en aðrir borgarfulltrúar fyrir þín störf? „Nei, ég er nú ekki í neinu þolendahlutverki með það og ætla ekki að fara setja mig í þær stellingar.“ Formaður Framsóknarflokksins segir ákvörðun Sveinbjargar rökrétt framhald af því sem á undan hafi gengið hjá borgarstjórnarflokknum í sumar. Sveinbjörg segir ekki vita hvert framhaldið verði en hún komi til með að sitja áfram í umboði kjósenda sinna. Hún segist ekki vera horfa til annarra flokka og segir tímann leiða það í ljós hvort hún komi til með að færa sig yfir í landsmálin. „Staða Framsóknarflokksins er ekki góð og það er mikil sundrung innan hópsins. Ég kveið því að það yrði flokksþing í janúar sem er ekki endilega þess að þjappa Framsóknarfólki á landinu saman. Kannski er þetta fyrsta skrefið hjá mér í þá veru að sýna það.“ Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir „Hefur legið fyrir í nokkurn tíma að hún ætti ekki samleið með Framsóknarflokknum“ Það kom Guðfinnu Jóhönnu Guðmundsdóttur, borgarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina, ekki á óvart að Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, sem einnig var borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, skuli hafa sagt sig úr Framsóknarflokknum 24. ágúst 2017 15:31 Sveinbjörg Birna kveður Framsókn og mun starfa sem óháður borgarfulltrúi Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir segir í yfirlýsingu að henni finnist að Framsóknarmenn séu "sérstaklega viðkvæmir“ þegar kemur að því að tjá skoðanir sínar í málefnum hælisleitenda opinberlega. 24. ágúst 2017 12:20 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir oddviti Framsóknar og flugvallarvina í borgarstjórn sagði sig úr Framsóknarflokknum í dag og ætlar sér að starfa áfram sem óháður borgarfulltrúi. Hún segir Framsóknarflokkinn ekki vera tilbúinn fyrir næstu borgarstjórnarkosningar. Sveinbjörg Birna sendi frá sér yfirlýsingu um hádegisbil í dag þar sem hún sagði skilið við Framsóknarflokkinn en í yfirlýsingunni segir hún flokksmenn raga við að tjá eigin skoðanir. Í yfirlýsingunni segir: „Stjórnmálamenn komast ekki hjá því að ræða málefni líðandi stundar. Á meðan sumir tjá skoðanir sem þeir byggja á eigin sannfæringu sætta aðrir sig við að enduróma skoðanir annarra." Þá segir Sveinbjörg einnig :„Flokksmenn eru hins vegar ragir við að tjá skoðanir sínar opinberlega. Af einhverjum ástæðum eru Framsóknarmenn sérstaklega viðkvæmir þegar að þessu kemur." Nýlega var Sveinbjörg harðlega gagnrýnd, meðal annars af forystu Framsóknarflokksins, fyrir að hafa sagt að Reykjavíkurborg sitjo uppi með „sokkinn kostnað“ vegna barna hælisleitenda og velti fyrir sér hvort eðlilegt væri að börn hælisleitenda verði sett í sérstakan skóla þar til að ákvörðun um dvalarleyfi liggi fyrir. Í framhaldinu lýsti stjórn félags ungra Framsóknarmanna í Reykjavík vantrausti á Sveinbjörgu Birnu.Fór þessi vantraustsyfirlýsing fyrir brjóstið á þér? „Nei, ég er nú ýmsu vön í þessu öllu saman.“Finnst þér þú hafa orðið fyrir meiri gagnrýni en aðrir borgarfulltrúar fyrir þín störf? „Nei, ég er nú ekki í neinu þolendahlutverki með það og ætla ekki að fara setja mig í þær stellingar.“ Formaður Framsóknarflokksins segir ákvörðun Sveinbjargar rökrétt framhald af því sem á undan hafi gengið hjá borgarstjórnarflokknum í sumar. Sveinbjörg segir ekki vita hvert framhaldið verði en hún komi til með að sitja áfram í umboði kjósenda sinna. Hún segist ekki vera horfa til annarra flokka og segir tímann leiða það í ljós hvort hún komi til með að færa sig yfir í landsmálin. „Staða Framsóknarflokksins er ekki góð og það er mikil sundrung innan hópsins. Ég kveið því að það yrði flokksþing í janúar sem er ekki endilega þess að þjappa Framsóknarfólki á landinu saman. Kannski er þetta fyrsta skrefið hjá mér í þá veru að sýna það.“
Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir „Hefur legið fyrir í nokkurn tíma að hún ætti ekki samleið með Framsóknarflokknum“ Það kom Guðfinnu Jóhönnu Guðmundsdóttur, borgarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina, ekki á óvart að Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, sem einnig var borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, skuli hafa sagt sig úr Framsóknarflokknum 24. ágúst 2017 15:31 Sveinbjörg Birna kveður Framsókn og mun starfa sem óháður borgarfulltrúi Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir segir í yfirlýsingu að henni finnist að Framsóknarmenn séu "sérstaklega viðkvæmir“ þegar kemur að því að tjá skoðanir sínar í málefnum hælisleitenda opinberlega. 24. ágúst 2017 12:20 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
„Hefur legið fyrir í nokkurn tíma að hún ætti ekki samleið með Framsóknarflokknum“ Það kom Guðfinnu Jóhönnu Guðmundsdóttur, borgarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina, ekki á óvart að Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, sem einnig var borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, skuli hafa sagt sig úr Framsóknarflokknum 24. ágúst 2017 15:31
Sveinbjörg Birna kveður Framsókn og mun starfa sem óháður borgarfulltrúi Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir segir í yfirlýsingu að henni finnist að Framsóknarmenn séu "sérstaklega viðkvæmir“ þegar kemur að því að tjá skoðanir sínar í málefnum hælisleitenda opinberlega. 24. ágúst 2017 12:20