Stóriðjufíaskó á Suðurnesjum Tómas Guðbjartsson skrifar 25. ágúst 2017 11:35 Það var skrítin tilfinning að koma í Reykjanesbæ í gær og halda fyrirlestur um náttúruvernd í troðfullum Stapa. Þarna voru samankomnir íbúar, fulltrúar Umhverfisstofnunar og allra flokka í bæjarstjórn nema Sjálfstæðisflokks. Ljóst er að fólk er löngu búið að fá nóg af ruglinu í kringum verksmiðju United Silicon, enda margir íbúanna búnir að missa heilsuna og lífsgæði fjölda fjölskyldna skert. Skiljanlega hefur fólk mestar áhyggjur af börnum sínum en í Reykjanesbæ eru hátt í 600 börn í leikskólum - börn sem leika sér utanhúss. Eins og Andri Snær Magnason benti á í frábæru erindi sínu þá er stóriðjuuppbygging í Helguvík eitt mesta klúður sem þekkist á nokkru iðnaðarsvæði í heiminum. Þarna stendur hálfklárað risaálver við hliðina á stórgallaðri verksmiðju United Silicon - verksmiðju sem aðeins er keyrð á einum ofni (32 MW) en ekki fjórum (128 MW) eins og áætlanir gera ráð fyrir - en þá verður framleiðslugetan 90.000 tonn. Síðan ráðgerir Thorsill að byggja á sama svæði 110.000 tonna kísiliðjuver, en samanlagt munu verin brenna um 300 þús. tonnum af kolum á ári. Ekki var annað að heyra á bæjarfulltrúum (sem allir voru í ábernandi vörn) en að verksmiðja Thorsil hefji framleiðslu árið 2020. Kísiliðjuverin í Helguvík verða þá þau stærstu í heimi og Ísland heimsmeistari í framleiðslu kísils. Sem læknir get ég vottað að kísilryk er langt frá því að vera gott fyrir heilsuna, það sýna rannsóknir. Mér er algjörlega óskiljanlegt hvernig mönnum dettur í hug að byggja stærstu kísilver í heimi tæpum 1,8 km frá einu helsta þéttbýliskjarna landsins. Samfélagi sem stendur í miklum blóma, enda ferðamannaiðnaður óvíða blómlegri. Fólk hefur undanfarin ár viljað flytja í Reykjanesbæ - sem gæti breyst snarlega ef klúðrinu í Helguvík verður ekki snúið við. Ljóst er að fyrri bæjarstjórnir, ríkisstjórnir og Alþingi bera mikla ábyrgð á því hvernig komið er - sem er birtingarmynd stóriðjustefnu í sinni verstu mynd. Grein Árna Sigfússonar, fyrrverandi bæjarstóra í Víkurfréttum frá 2015 er afar athyglisverð, en þar „óskar hann íbúum til hamingju” með verksmiðju United Silicon og mærir Magnús Garðarsson, eiganda og fyrrum forstjóra United Silicon. Sami Magnús hefur skilið eftir sig sviðna jörð og var sparkað frá United Silicon í byrjun árs. Ummæli Ásgeirs Margeirssonar forstjóra HS Orku, sem líkt og flestir aðrir sver af sér öll tengsl við Helguvík og United Silicon, eru einnig athyglisverð. Í nýlegu viðtali í Viðskiptablaðinu segir hann að mikilvægt sé að útvega meiri orku á Íslandi, ekki síst til annarra kísiliðjuvera - en þau hélt ég einmitt að væru staðsett í Helguvík.Áhugi HS Orku á 55 MW vatnsaflsvirkjun í ósnortnum Ófeigsfirði á Ströndum skýrist því fyrst og fremst af skuldbindingum fyrirtækisins til stóriðju á SV horninu - en ekki til að tryggja rafmagnsöryggi á Vestfjörðum. Í fjóra áratugi hefur HS Orka sérhæft sig í gufuaflsvirkjunum á SV horninu, en þar hefur kraftur í borholum fyrirtækisins dvínað mun hraðar en gert var ráð fyrir. Ástæðan er sú að gengið hefur verið of hratt á auðlindina, jarðgufuna, svo framleiða megi næga orku til mengandi stóriðju. Merkilegt nokk hefur HS Orka nýlega fengið leyfi fyrir borunum á svokölluðum Eldvörpum, í nágrenni við virkjun sína í Svartsengi, en Eldvörpin eru ein mesta náttúruperla Suðurnesja. Eldvörpin.Það er því ekki aðeins verið að menga fyrir íbúum Suðurnesja með stóriðju, heldur er verið að ræna þá náttúruperlum með vanhugsuðum virkjanaframkvæmdum - á jarðhitasvæðum sem eru staðsett á einu helsta ferðamannasvæði landsins. Er það bara mér sem finnst þetta rugl? Svari hver fyrir sig. Ég legg til að verksmiðju United Silicon verði lokað hið fyrsta, óafturkræft og verksmiðju Thorsil ýtt út af borðinu. Fjármögnun Thorsil-verksmiðjunnar er ekki lokið og vona ég að lífeyrissjóðir, bankar og aðrir fjárfestar haldi að sér höndum og taki ekki þátt í stóriðjuframkvæmdum og virkjanaframkvæmdum, sem bæði eyðileggja heilsu fólks en um leið náttúru Íslands. Framtíð Íslands er í húfi.Höfundur er skurðlæknir og náttúruverndarsinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Guðbjartsson Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Það var skrítin tilfinning að koma í Reykjanesbæ í gær og halda fyrirlestur um náttúruvernd í troðfullum Stapa. Þarna voru samankomnir íbúar, fulltrúar Umhverfisstofnunar og allra flokka í bæjarstjórn nema Sjálfstæðisflokks. Ljóst er að fólk er löngu búið að fá nóg af ruglinu í kringum verksmiðju United Silicon, enda margir íbúanna búnir að missa heilsuna og lífsgæði fjölda fjölskyldna skert. Skiljanlega hefur fólk mestar áhyggjur af börnum sínum en í Reykjanesbæ eru hátt í 600 börn í leikskólum - börn sem leika sér utanhúss. Eins og Andri Snær Magnason benti á í frábæru erindi sínu þá er stóriðjuuppbygging í Helguvík eitt mesta klúður sem þekkist á nokkru iðnaðarsvæði í heiminum. Þarna stendur hálfklárað risaálver við hliðina á stórgallaðri verksmiðju United Silicon - verksmiðju sem aðeins er keyrð á einum ofni (32 MW) en ekki fjórum (128 MW) eins og áætlanir gera ráð fyrir - en þá verður framleiðslugetan 90.000 tonn. Síðan ráðgerir Thorsill að byggja á sama svæði 110.000 tonna kísiliðjuver, en samanlagt munu verin brenna um 300 þús. tonnum af kolum á ári. Ekki var annað að heyra á bæjarfulltrúum (sem allir voru í ábernandi vörn) en að verksmiðja Thorsil hefji framleiðslu árið 2020. Kísiliðjuverin í Helguvík verða þá þau stærstu í heimi og Ísland heimsmeistari í framleiðslu kísils. Sem læknir get ég vottað að kísilryk er langt frá því að vera gott fyrir heilsuna, það sýna rannsóknir. Mér er algjörlega óskiljanlegt hvernig mönnum dettur í hug að byggja stærstu kísilver í heimi tæpum 1,8 km frá einu helsta þéttbýliskjarna landsins. Samfélagi sem stendur í miklum blóma, enda ferðamannaiðnaður óvíða blómlegri. Fólk hefur undanfarin ár viljað flytja í Reykjanesbæ - sem gæti breyst snarlega ef klúðrinu í Helguvík verður ekki snúið við. Ljóst er að fyrri bæjarstjórnir, ríkisstjórnir og Alþingi bera mikla ábyrgð á því hvernig komið er - sem er birtingarmynd stóriðjustefnu í sinni verstu mynd. Grein Árna Sigfússonar, fyrrverandi bæjarstóra í Víkurfréttum frá 2015 er afar athyglisverð, en þar „óskar hann íbúum til hamingju” með verksmiðju United Silicon og mærir Magnús Garðarsson, eiganda og fyrrum forstjóra United Silicon. Sami Magnús hefur skilið eftir sig sviðna jörð og var sparkað frá United Silicon í byrjun árs. Ummæli Ásgeirs Margeirssonar forstjóra HS Orku, sem líkt og flestir aðrir sver af sér öll tengsl við Helguvík og United Silicon, eru einnig athyglisverð. Í nýlegu viðtali í Viðskiptablaðinu segir hann að mikilvægt sé að útvega meiri orku á Íslandi, ekki síst til annarra kísiliðjuvera - en þau hélt ég einmitt að væru staðsett í Helguvík.Áhugi HS Orku á 55 MW vatnsaflsvirkjun í ósnortnum Ófeigsfirði á Ströndum skýrist því fyrst og fremst af skuldbindingum fyrirtækisins til stóriðju á SV horninu - en ekki til að tryggja rafmagnsöryggi á Vestfjörðum. Í fjóra áratugi hefur HS Orka sérhæft sig í gufuaflsvirkjunum á SV horninu, en þar hefur kraftur í borholum fyrirtækisins dvínað mun hraðar en gert var ráð fyrir. Ástæðan er sú að gengið hefur verið of hratt á auðlindina, jarðgufuna, svo framleiða megi næga orku til mengandi stóriðju. Merkilegt nokk hefur HS Orka nýlega fengið leyfi fyrir borunum á svokölluðum Eldvörpum, í nágrenni við virkjun sína í Svartsengi, en Eldvörpin eru ein mesta náttúruperla Suðurnesja. Eldvörpin.Það er því ekki aðeins verið að menga fyrir íbúum Suðurnesja með stóriðju, heldur er verið að ræna þá náttúruperlum með vanhugsuðum virkjanaframkvæmdum - á jarðhitasvæðum sem eru staðsett á einu helsta ferðamannasvæði landsins. Er það bara mér sem finnst þetta rugl? Svari hver fyrir sig. Ég legg til að verksmiðju United Silicon verði lokað hið fyrsta, óafturkræft og verksmiðju Thorsil ýtt út af borðinu. Fjármögnun Thorsil-verksmiðjunnar er ekki lokið og vona ég að lífeyrissjóðir, bankar og aðrir fjárfestar haldi að sér höndum og taki ekki þátt í stóriðjuframkvæmdum og virkjanaframkvæmdum, sem bæði eyðileggja heilsu fólks en um leið náttúru Íslands. Framtíð Íslands er í húfi.Höfundur er skurðlæknir og náttúruverndarsinni.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun