„Það á enginn að þurfa að sitja heima og finnast hann ekki hafa neinn stað til að leita á“ Jóhann K. Jóhannsson skrifar 29. ágúst 2017 19:00 Yfirlæknir á Landspítalnum segir afgreiðslutíma geðdeildar ekki takmarkaðan og að allan sólarhringinn sé tekið á móti fólki sem telur sig þurfa aðstoð. Landspítalinn sendi frá sér yfirlýsingu í dag vegna tveggja sjálfsvíga á geðdeild með stuttu millibili. Í yfirlýsingunni vottar Landspítalinn fjölskyldu og vinum þeirra sem sviptu sig lífi á geðdeild með aðeins tíu daga millibili sína dýpstu samúð og segja að bæði atvikin séu til rannsóknar hjá lögreglu. Þá hafa Velferðarráðuneytið, Embætti landlæknis og Landspítalinn náið samráð þar sem málin eru í ítarlegri skoðun og greiningu en fyrir liggur að mikilvægt er að gera úrbætur á húsnæði geðdeildar sem unnið er að. Afgreiðslutími geðdeildar hefur verið gagnrýndur en á heimasíðu Landspítalans kemur fram að bráðamóttaka geðdeildar við Hringbraut sé opin kl. 12:00 - 19:00 virka daga og kl. 13:00 - 17:00 um helgar og alla helgidaga. „Á öðrum tímum sólarhrings fer það fram á bráðadeildinni í Fossvogi“, segir Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðadeildar Landspítalans.Þið takið alltaf á móti, allan sólarhringinn?„Já. Við tökum alltaf á móti fólki í geðrænum vanda. Við leggjum áherslu á það að þau fói þjónustu fljótt. Þeim er forgangsraðað í háum flokki. Þannig að þeir eiga að hitta hjúkrunarfræðing og lækni tiltölulega fljótt eftir komu og við getum alltaf kallað til geðlækna, allan sólarhringinn ef að við þurfum á að halda,“ segir Jón Magnús. Jón segir að farið hafi verið af stað í umbótavinnu vegna þjónustunnar síðast liðið vor sem ekki er lokið og að það sé áhættuþáttur að þjónustan skuli vera í boði á tveimur stöðum. Hann segir engan mun á þjónustu bráðageðdeildar við Hringbraut og Neyðarmóttöku í Fossvogi. „Í eðli sínu er ekki munur á þessari þjónustu. Munurinn fellst fyrst og fremst í hvar hún er veitt en öllu sömu úrræðin eru fyrir hendi hérna í Fossvogi eins og er á bráðamóttöku geðdeildar,“ segir Jón Magnús. Í yfirlýsingu Landspítalans frá því í morgun segir að vísbendingar séu um aukinn fjölda sjálfsvígstilrauna á síðustu dögum og margir hafa leitað til Landspítala vegna sjálfsvígshugsana. „Það á enginn að þurfa að sitja heima og finnast hann ekki hafa neinn stað til að leita á. Það er okkur mikið mál að allir finnist þeir geta leitað okkar þegar þeir þurfa á að halda,“ segir Jón Magnús. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Vísbendingar um aukinn fjölda sjálfsvígstilrauna á síðustu dögum Margir hafa leitað til Landspítalans vegna sjálfsvígshugsana. 29. ágúst 2017 10:05 „Átakanlegt að staðreyndin sé sú að það sé opnunartími á geðdeild“ Landspítalinn hefur enn ekki sent frá sér yfirlýsingu vegna sjálfsvígs ungs manns á geðdeild á fimmtudaginn 28. ágúst 2017 18:45 Óásættanlegt að tölur um sjálfsvíg liggi ekki fyrir Þingmaður Pírata gagnrýnir embætti landlæknis fyrir að hafa ekki á reiðum höndum töfræði yfir fjölda sjálfsvíga á heilbrigðisstofnunum. 20. ágúst 2017 15:20 Ingólfur skrifar til ungra karlmanna sem vilja deyja: „Þú ert ekki einn“ Ingólfur glímir sjálfur við geðsjúkdóm en hann var á unglingsaldri þegar hann var greindur með kvíðaröskun. 28. ágúst 2017 10:17 Annað dauðsfall á geðdeild Landspítalans Ungur karlmaður svipti sig lífi á geðdeild Landspítalans í gær. Þetta er í annað skipti á tíu dögum sem maður fellur fyrir eigin hendi á geðdeild spítalans. 25. ágúst 2017 17:53 Sjálfsvíg á stofnunum enn í myrkrinu Eitt er þó augljóst, að það þýðir lítið að vaða áfram í myrkrinu, ómeðvitaður um stærð og umfang vandans sem fyrir liggur. Sjálfsmorð á stofnunum ættu ekki að geta gerst, öllum kröftum ætti að beita til þess að koma í veg fyrir þau. 20. ágúst 2017 09:05 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Innlent Fleiri fréttir Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Sjá meira
Yfirlæknir á Landspítalnum segir afgreiðslutíma geðdeildar ekki takmarkaðan og að allan sólarhringinn sé tekið á móti fólki sem telur sig þurfa aðstoð. Landspítalinn sendi frá sér yfirlýsingu í dag vegna tveggja sjálfsvíga á geðdeild með stuttu millibili. Í yfirlýsingunni vottar Landspítalinn fjölskyldu og vinum þeirra sem sviptu sig lífi á geðdeild með aðeins tíu daga millibili sína dýpstu samúð og segja að bæði atvikin séu til rannsóknar hjá lögreglu. Þá hafa Velferðarráðuneytið, Embætti landlæknis og Landspítalinn náið samráð þar sem málin eru í ítarlegri skoðun og greiningu en fyrir liggur að mikilvægt er að gera úrbætur á húsnæði geðdeildar sem unnið er að. Afgreiðslutími geðdeildar hefur verið gagnrýndur en á heimasíðu Landspítalans kemur fram að bráðamóttaka geðdeildar við Hringbraut sé opin kl. 12:00 - 19:00 virka daga og kl. 13:00 - 17:00 um helgar og alla helgidaga. „Á öðrum tímum sólarhrings fer það fram á bráðadeildinni í Fossvogi“, segir Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðadeildar Landspítalans.Þið takið alltaf á móti, allan sólarhringinn?„Já. Við tökum alltaf á móti fólki í geðrænum vanda. Við leggjum áherslu á það að þau fói þjónustu fljótt. Þeim er forgangsraðað í háum flokki. Þannig að þeir eiga að hitta hjúkrunarfræðing og lækni tiltölulega fljótt eftir komu og við getum alltaf kallað til geðlækna, allan sólarhringinn ef að við þurfum á að halda,“ segir Jón Magnús. Jón segir að farið hafi verið af stað í umbótavinnu vegna þjónustunnar síðast liðið vor sem ekki er lokið og að það sé áhættuþáttur að þjónustan skuli vera í boði á tveimur stöðum. Hann segir engan mun á þjónustu bráðageðdeildar við Hringbraut og Neyðarmóttöku í Fossvogi. „Í eðli sínu er ekki munur á þessari þjónustu. Munurinn fellst fyrst og fremst í hvar hún er veitt en öllu sömu úrræðin eru fyrir hendi hérna í Fossvogi eins og er á bráðamóttöku geðdeildar,“ segir Jón Magnús. Í yfirlýsingu Landspítalans frá því í morgun segir að vísbendingar séu um aukinn fjölda sjálfsvígstilrauna á síðustu dögum og margir hafa leitað til Landspítala vegna sjálfsvígshugsana. „Það á enginn að þurfa að sitja heima og finnast hann ekki hafa neinn stað til að leita á. Það er okkur mikið mál að allir finnist þeir geta leitað okkar þegar þeir þurfa á að halda,“ segir Jón Magnús.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Vísbendingar um aukinn fjölda sjálfsvígstilrauna á síðustu dögum Margir hafa leitað til Landspítalans vegna sjálfsvígshugsana. 29. ágúst 2017 10:05 „Átakanlegt að staðreyndin sé sú að það sé opnunartími á geðdeild“ Landspítalinn hefur enn ekki sent frá sér yfirlýsingu vegna sjálfsvígs ungs manns á geðdeild á fimmtudaginn 28. ágúst 2017 18:45 Óásættanlegt að tölur um sjálfsvíg liggi ekki fyrir Þingmaður Pírata gagnrýnir embætti landlæknis fyrir að hafa ekki á reiðum höndum töfræði yfir fjölda sjálfsvíga á heilbrigðisstofnunum. 20. ágúst 2017 15:20 Ingólfur skrifar til ungra karlmanna sem vilja deyja: „Þú ert ekki einn“ Ingólfur glímir sjálfur við geðsjúkdóm en hann var á unglingsaldri þegar hann var greindur með kvíðaröskun. 28. ágúst 2017 10:17 Annað dauðsfall á geðdeild Landspítalans Ungur karlmaður svipti sig lífi á geðdeild Landspítalans í gær. Þetta er í annað skipti á tíu dögum sem maður fellur fyrir eigin hendi á geðdeild spítalans. 25. ágúst 2017 17:53 Sjálfsvíg á stofnunum enn í myrkrinu Eitt er þó augljóst, að það þýðir lítið að vaða áfram í myrkrinu, ómeðvitaður um stærð og umfang vandans sem fyrir liggur. Sjálfsmorð á stofnunum ættu ekki að geta gerst, öllum kröftum ætti að beita til þess að koma í veg fyrir þau. 20. ágúst 2017 09:05 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Innlent Fleiri fréttir Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Sjá meira
Vísbendingar um aukinn fjölda sjálfsvígstilrauna á síðustu dögum Margir hafa leitað til Landspítalans vegna sjálfsvígshugsana. 29. ágúst 2017 10:05
„Átakanlegt að staðreyndin sé sú að það sé opnunartími á geðdeild“ Landspítalinn hefur enn ekki sent frá sér yfirlýsingu vegna sjálfsvígs ungs manns á geðdeild á fimmtudaginn 28. ágúst 2017 18:45
Óásættanlegt að tölur um sjálfsvíg liggi ekki fyrir Þingmaður Pírata gagnrýnir embætti landlæknis fyrir að hafa ekki á reiðum höndum töfræði yfir fjölda sjálfsvíga á heilbrigðisstofnunum. 20. ágúst 2017 15:20
Ingólfur skrifar til ungra karlmanna sem vilja deyja: „Þú ert ekki einn“ Ingólfur glímir sjálfur við geðsjúkdóm en hann var á unglingsaldri þegar hann var greindur með kvíðaröskun. 28. ágúst 2017 10:17
Annað dauðsfall á geðdeild Landspítalans Ungur karlmaður svipti sig lífi á geðdeild Landspítalans í gær. Þetta er í annað skipti á tíu dögum sem maður fellur fyrir eigin hendi á geðdeild spítalans. 25. ágúst 2017 17:53
Sjálfsvíg á stofnunum enn í myrkrinu Eitt er þó augljóst, að það þýðir lítið að vaða áfram í myrkrinu, ómeðvitaður um stærð og umfang vandans sem fyrir liggur. Sjálfsmorð á stofnunum ættu ekki að geta gerst, öllum kröftum ætti að beita til þess að koma í veg fyrir þau. 20. ágúst 2017 09:05